Feykir


Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 28.03.2018, Blaðsíða 9
Kiwanisklúbburinn Freyja ætlar að halda konukvöld í kvöld, miðvikudaginn 28. mars, á Mælifelli á Sauðárkróki og eru Freyjurnar búnar að undirbúa kvöldið alveg gríðarlega vel, að sögn Sigríðar Káradóttur, forseta Freyju. „Þetta er fjáröflun þannig að þetta verður bæði skemmtun og góðgjörð fyrir þann sem kaupir miða,“ segir hún. Boðið verður upp á margs konar góð- gæti, t.d. kynningar frá Pure Nature, Eftirlæti og Cross- fit 550 og tískusýn- ingu. Sigríður segir að hver keyptur miði sé einnig happdrættismiði og eru vinningarnir glæsilegir, svo sem Gisting á Hótel Sigló, peningavinningar, leikhúsmiðar, skart frá Sign og margt fleira. Kristín Sigurrós Einarsdóttir sér um veislustjórn og Hvanndalsbræður spila svo á ballinu, miðasala er hafin og kostar miðinn í forsölu 4.000 kr (hjá Lottu og í Gestastofu Sútarans) en 4500 kr. við dyr, húsið opnar kl. 20:00 og dagskrá hefst kl. 20:30. Svo geta allir mætt á ballið frá miðnætti og þá kostar miðinn 2.000 kr. Sigríður segir að á síðasta fundi, sem var sameigin- legur með karla- klúbbnum, hafi átta nýjar Freyjur verið teknar inn í klúbbinn. „Freyjur bjóða allar konur velkomnar sem hafa áhuga á að bæta sitt samfélag og vaxa og dafna sem einstaklingar í uppbyggjandi og hvetjandi félags- skap, svo er bara svo ótrúlega gaman að hjálpa börnum heims,“ segir hún. /PF Hlutverk og helsta markmið sveitastjórna hlýtur að vera að rækta garðinn sinn, að skapa lífvænlegan jarðveg fyrir fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi í samfélaginu sem þau eru hluti af og vinna fyrir. Það er enginn vafi á því í mínum huga að þar er unnið af heilindum með hagsmuni svæðisins í huga þótt menn takist á um aðferðir og áherslur og fólk sé, eins og gengur, með misgræna fingur. Að því sögðu vona ég að vorverkin verði sveitarstjórninni drjúg og það takist að leysa farsællega úr þessum vanda og tryggja Byggðasafni Skagfirðinga blómlega framtíð okkur öllum til heilla og sóma. - - - - - - - Árni Gunnarsson tók áskorun minni um að vera næsti penni. Berglind konan mín skoraði á mig að taka við áskorendapenna Feykis í blaðinu fyrir nokkru. Ég tók þeirri áskorun eins og hverju öðru hundsbiti, án þess að hafa hugmynd um hvað ég ætti að segja sem erindi gæti átt við lesendur blaðsins. Ég gæti þá alltaf talað um einhver verkefni mín sem minjavörður Norðurlands vestra ef ekki félli annað til, t.d. sagt frá ástandi strandlengjunnar í Skagafirði og Húnavatnssýslum og þeirri hættu sem steðjar að strandminjum sökum sjávarrofs. Þar er af nógu að taka enda ástandið verulegt áhyggjuefni á stórum svæðum. Heildstæðasta skráningin er úr Skagafirði þar sem öll strandlengjan var gengin og allar minjar á 100m breiðu svæði frá sjó og inn til lands hnitsettar og skráðar, alls um 850 minjar. Þar af var rúmur þriðjungur metinn í fyrirsjáanlegri hættu og tæpur þriðjungur þegar að skemmast. Um 170 minjar sem heimildir voru um fundust auk þess ekki og er líklegt að stærstur hluti þeirra sé þegar horfinn í sjó, ásamt óþekktum fjölda minja sem engar heimildir eru um. Önnur svæði sem hafa verið heildarskráð eru Skagabyggð, Skagaströnd og Blönduósbær auk nokkurra stakra jarða og landspilda í sýslunum þremur. Upplýsingar um ástand strandminja hafa hins vegar ekki verið teknar saman nema í Skagafirði. Hér mætti hafa mörg orð um mikilvægi þess sem þarna er að fara forgörðum og er mikilvægur hluti af menningararfi svæðisins, sem hefur haft blandaða afkomu af landbúnaði og sjávarútvegi frá örófi alda. Það mætti líka hnykkja á mikilvægi þess að sem mestum upplýsingum um þessa staði sé safnað meðan þess er kostur og reynt verði að vernda valda staði. En það sem þessar skráningar eiga nær allar sameiginlegt, og mig langar til að hafa fleiri orð um, er að þær eru unnar af Byggðasafni Skagfirðinga. Fyrir mig sem fyrrverandi starfsmann safnsins til fjölda ára, fyrst sem safnvörður í sumarstarfi og síðar sem fornleifafræðingur í fullu starfi, er erfitt annað en að fjalla nokkuð um þá stöðu sem komin er upp í húsnæðismálum safnsins og þá óvissu sem ríkir um framtíð starfseminnar sem áður var hýst í Minjahúsinu á Sauðárkróki, Fornleifadeildina, Fornverkaskólann og vinnu við varðveislu og rannsóknir á gripum safnsins. Það er staðreynd að aðsókn á sýninguna á neðri hæð Minjahússins hefur ekki verið mikil og ekkert nema jákvætt að reynt sé að fara nýjar leiðir til að nálgast menningararfinn og koma honum á framfæri. Við erum örugglega flest sammála um að það hefur skort aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Króknum. Hins vegar getur það verið dýru verði keypt ef fórna þarf einu fyrir annað. Vafalaust átta sig ekki allir á umfangi þeirrar starfsemi sem fram hefur farið í Minjahúsinu á sviði muna- og byggingararfs- og fornleifarannsókna á undanförnum árum. Ársskýrslur safnsins bera þess þó glöggt vitni og endurspegla metnaðinn sem einkennt hefur safnastarfið og varð til þess að það fékk Safnaverðlaunin árið 2016. Fyrir utan störf í tengslum við starfsemina í Glaumbæ sem felast fyrst og fremst í móttöku gesta, miðlun upplýsinga og varðveislu húsa og gripa, þá voru þar til fyrir skömmu í fullu starfi við safnið sagnfræðingur, fornleifafræðingur, fornleifafræði- og mannabeinafræðingur, landfræðingur og þjóðfræðingur. Tvö til tvö og hálft þessar stöðugilda voru fjármögnuð með útseldri vinnu og styrkjum. Þar fyrir utan hefur Fornleifadeildin yfir sumartímann oft verið með verkefnaráðna sérfræðinga á ýmsum sviðum í tengslum við styrkt rannsóknarverkefni og útselda vinnu. Við þetta bætast hópar sérfræðinga og nema af ýmsu þjóðerni sem dvalið hafa um lengri og skemmri tíma í Skagafirði í tengslum við samstarfsverkefni safnsins og erlendra háskóla og rannsóknarstofnana. Á sumrin hafa því oft verið á bilinu 10-25 manns við rannsóknir á skagfirskum menningararfi í tengslum við safnið. Þá er erfitt að slá tölu á þau skólaverkefni á grunn- og framhaldsskólastigi sem orðið hafa til í samstarfi við safnið svo ekki sé minnst á lokaverkefni á háskólastigi í íslenskum jafnt sem erlendum háskólum, ýmist með afnot af safnkosti, í samstarfi við Fornverkaskóla, Fornleifadeild og/eða undir leiðsögn sérfræðinga safnsins. Að lokum má svo ekki gleyma uppeldishlutverkinu sem stofnun sem þessi hefur líkt og Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur á Hólmavík gerði að umtalsefni á Facebook um daginn. Sumarstörf við safngæslu hafa beint ófáum í nám á sviði sagnfræði, þjóðfræði, ferðamálafræði og fornleifafræði, og erum við Eiríkur þar í hópi. Þannig hefur einlægur áhugi Sigríðar safnstjóra, virðing fyrir menningararfinum og metnaður til að koma honum skilmerkilega til skila smitað út frá sér. Að mínu mati erum það ekki bara við sem smituðumst af minjabakteríunni sem stöndum í þakkarskuld við Sirrí heldur gerum við það öll sem hér búum, fyrir vinnu hennar í þágu safnsins og framlag til samfélagsins. Það er því sannarlega mikill missir þegar hún lætur af störfum í vor og ákaflega mikilvægt að safninu verði tryggð nauðsynleg umgjörð og húsakostur undir starfsemina. ÁSKORENDAPENNINN Guðmundur Stefán Sigurðarson Sauðárkróki Að rækta garðinn sinn UMSJÓN palli@feykir.is Á Frostastaðafjalli, Vindárdalur í baksýn: MYND ÚR EINKASAFNI Kiwanisklúbburinn Freyja Konukvöld í kvöld 13/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.