Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 3
Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnarsdóttur
Sjóðnum færðar tíu milljónir
Stjórnendur HSN á
Sauðárkróki buðu á
dögunum nánustu vinum
og ættingjum Guðlaugar
Arngrímsdóttur, stjórn
Minningarsjóðs Sigurlaugar
Gunnarsdóttur frá Ási og Jóni
Helga Björnssyni forstjóra
HSN til kaffisamsætis.
Tilefnið var að minnast
Guðlaugar Arngrímsdóttur,
eða Gullu, sem fædd var 14.
janúar 1929 í Litlu-Gröf í
Skagafirði og dáin þann 31.
mars 2017 á Heilbrigðisstofn-
un Norðurlands, Sauðárkróki.
Guðlaug arfleiddi HSN á
Sauðárkróki að rúmum tíu
milljónum króna.
Ákveðið var að leggja
peningana inn á Minningar-
sjóð Sigurlaugar Gunnars-
dóttur frá Ási en sá sjóður
veitir viðtöku minningargjöf-
um og öðrum gjöfum. Til-
gangur sjóðsins er að styrkja
stofnunina á Sauðárkróki til
kaupa á lækningatækjum eða
öðru því sem stjórn sjóðsins
telur nauðsynlegast á hverjum
tíma og hefur hann verið
fjármagnaður með sölu minn-
ingarkorta, minningargjöfum
og öðrum gjöfum. /FE
Um næstu helgi verður
haldin atvinnulífssýning í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki
sem margir hafa beðið eftir.
Sambærilegar sýningar hafa
verið haldnar áður og hafa
þótt takast vel. Feykir hafði
samband við Sigfús Inga
Sigfússon, verkefnastjóra
Sveitarfélagsins Skagafjarð-
ar, og innti hann eftir
sýningunni.
„Atvinnulífssýningin Skaga-
fjörður – Heimili norðursins
verður glæsileg sýning þar sem
gestir geta kynnt sér allt það
helsta í fjölbreyttri þjónustu,
framleiðslu, menningu og
mannlífi í Skagafirði. Sýningin
verður haldin í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki laugardaginn 5.
maí og sunnudaginn 6. maí nk.
Opið er frá kl. 10-17 á laugar-
degi og 10-16 á sunnudegi og
aðgangur er ókeypis,“ segir
Sigfús um sýninguna. Samhliða
henni verða haldnar nokkrar
málstofur um fjölbreytt og
áhugaverð efni sömu daga. Þá
verður svið á sýningarsvæðinu
þar sem fram fer tónlistarflutn-
ingur, tískusýningar o.s.frv.
Sigfús segir að ef fólk vill bjóða
upp á atriði á sviði sé velkomið
að hafa samband við hann.
Á sýningunni verður jafn-
framt haldið upp á 20 ára af-
mæli Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar en í ár eru 20 ár liðin
síðan ellefu sveitarfélög í
Skagafirði sameinuðust í eitt.
Fjölbreytileiki í
skagfirsku atvinnulífi
Sýnendur eru um 100 talsins á
60 básum. Sýningarsvæðið er
aðeins stærra en á síðustu
sýningu fyrir fjórum árum svo
það stefnir í mjög skemmtilega
daga að mati Sigfúsar Inga.
„Áhuginn hjá sýnendum er
mikill og menn greinilega
komnir á fullt í undirbúningi.
Ég verð var við það m.a. vegna
fyrirspurna um mögulegan
fjölda gesta, tilhögun kynning-
arefnis o.s.frv.“
Aðspurður um það hvað
verði að hans mati eftirtektar-
verðast á sýningunni, er það
hin mikla og fjölbreytta flóra
fyrirtækja, stofnana og félaga-
samtaka sem mun kynna starf-
semi sína á sýningunni.
„Ég er viss um að bæði
heimamenn og aðrir gestir
verða í raun forviða á hve
fjölbreytileikinn í skagfirsku
atvinnulífi er mikill og hve
öflug framleiðsla og góð þjón-
usta er hér á svæðinu. Þá sést
einnig vel á nýjum fyrirtækjum
sem hafa bæst í flóruna frá
síðustu sýningu að það eru
kröftugir frumkvöðlar í Skaga-
firði.“
Skemmtileg Sæluvika
Sigfús Ingi segist vona að allir
muni skemmta sér vel á
glæsilegri sýningu og að fólk
verði einnig duglegt að sækja
aðra viðburði sem fara fram
þessa dagana í Sæluviku Skag-
firðinga – lista- og menningar-
hátíð okkar Skagfirðinga.
„Sömu daga og atvinnu-
lífssýningin fer fram eru
þannig í gangi ljósmynda-
sýning, myndlistarsýningar,
opið hús í Árskóla, afmælishátíð
Karlakórsins Heimis í Menn-
ingarhúsinu Miðgarði, dans-
leikur á Mælifelli, flóamarkaður
í Melsgili, bíó í Króksbíó og
glæsileg leiksýning hjá Leik-
félagi Sauðárkróks. Það er til-
valið fyrir fólk utan héraðsins
að bregða sér í Skagafjörðinn
og njóta frábærra viðburða
sem fara fram vítt og breytt um
héraðið þessa dagana,“ segir
Sigfús Ingi að lokum. /PF
Frá atvinnulífssýningunni sem haldin var í Sæluviku 2014 MYND: ÓAB
Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur svæðis, Örn
Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga og formaður stjórnar Minningarsjóðsins, Jón
Helgi Björnsson forstjóri HSN, Elín H. Sæmundardóttir ritari og Engilráð M. Sigurðardóttir
gjaldkeri sjóðsins. MYND: FE
Atvinnulífssýningin
Skagafjörður – Heimili norðursins
Mikill áhugi hjá sýnendum
LANDSMÓTIÐ er líka fyrir þig
LANDSMÓTIÐ í sumar verður með nýju fyrirkomulagi. Í raun má segja að það sé
verið að slá saman tveimur mótum; Landsmóti UMFÍ 50+ og stóra Landsmótinu
eins og það hefur verið kallað. Það er verið að búa til veislu fyrir alla þá sem vilja
hreyfa sig eða stunda íþróttir í einhverri mynd. Á kvöldin mun bærinn okkar iða
af lífi þegar tónlistin tekur völdin en í þeim efnum verður engu til sparað.
Allir 18 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinunum mótsins, en þær eru yfir 35 talsins. Ekki
þarf að vera í einhverju íþróttafélagi til að taka þátt, mótið er öllum opið og möguleikarnir og
verkefnin eru endalaus. Það er hægt að keppa en það er alls ekki nauðsynlegt, því hver og einn
tekur þátt á sínum forsendum og býr til sína dagskrá. Þátttökugjaldið sem er aðeins kr. 4.900.-
er hvatning til allra að taka þátt í einstökum viðburði.
Keppnin er bæði einstaklingskeppni og liðakeppni. Allir geta búið til lið þar sem tveir til þrír
einstaklingar skipa flest liðin. Aldursskipting er mismunandi á milli keppnisgreina. Mótið er til-
valið fyrir vini og vinkonur, vinnufélaga, saumaklúbba, fjölskyldur og síðan afreks- og atvinnu-
menn ef því er að skipta. Markmiðið hjá okkur er að allir finni sína hreyfingu, prófi nýjar áskoranir
og skemmti sér í góðra vina hópi.
Ef þú kíkir inn á síðuna okkar www.landsmotid.is
þá finnur þú góðar upplýsingar um mótið.
Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á omar@umfi.is eða umfi@umfi.is en svo er líka hægt að
kíkja til okkar í þjónustumiðstöðvarnar sem eru í Reykjavík og á Víðigrund 5, Sauðárkróki.
landsmotid.is
17/2018 3
Smellt'á okkur einum...
Feykir.is