Feykir


Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 12
 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja með vel gerðar vorvísur eftir Ágúst Pétursson frá Klettakoti. Vorið kæra völdin fær völlur grær í næði. Sólin skær og blíður blær blessun ljær og gæði. Út um flóa fjörð og mel Fugla þróast hlátur. Syngur lóa víða vel, vellur spói kátur. Ástarþáttinn þröstur kær þylur dátt í runni. Allt er kátt sem andað fær úti í náttúrunni. Þakka mínum góða vini, Sigurði Sigurðssyni áður bónda á Brúnastöðum í Skagafirði, fyrir að senda þættinum þessar vel gerðu hringhendur. Enginn bilbugur virðist á Ingólfi Ómari með að yrkja auðskildar vísur. Þessi er ort vegna bónusgreiðslu bankamanna. Allt er nú með öðrum brag eins og dæmin sanna. Góður bónus bætir hag bankaræningjanna. Fallega hugsar Ingólfur til vorsins í þessum mögnuðu hringhendum: Grösin skreyta hól og hlíð hugann sveitin laðar. Geislum heitum glóey fríð gróðurreitinn baðar. Vori hrósa hlýnar art hagarósir anga. Sólarljósið sindrar bjart signir ós og dranga. Að lokum þessi frá Ingólfi, sem ég reyndar tel að sé óþörf nú um sinn: Þegar ég af foldu fer frjáls úr heljardíki. Greiða tilferð gefðu mér Guð að himnaríki. Um þetta leyti fer að nálgast sá tími er blessuð sauðkindin fer að verða í lífshættu á vegum landsins. Það er Davíð Hjálmar Haraldsson sem er höfundur að eftirfarandi limru: Á kindur ég keyri og tré í kosningum merki við D. Ég sé alltaf betur og betur í vetur hve afspyrnu illa ég sé. Það er sá skagfirski Pétur Stefánsson sem yrkir svo: Þurr og leiður þreyi hér þungt ég styn af ekka. Bara ef einhver byði mér brennivín að drekka. Vísnaþáttur 711 Friðrik Steingrímsson, úr Mývatnssveit, vildi strax reyna að hughreysta þennan vin sinn. Langt á milli okkar er sem erfið reynist glíma, svo brennivínið býð ég þér bara í gegnum síma. Það er Guðmundur Arnfinnsson sem yrkir svo laglegar hringhendur í tilefni af komu vorsins: Vorið færist nær og nær nú er blærinn þýður, hopar snær og grundin grær glampar særinn víður. Lóa syngur senn á mel svarta bringu meður, óði slyngum afar vel Íslendinginn gleður. Ein hringhenda kemur hér í viðbót, það er Andrés H. Valberg sem yrkir svo á vordegi. Sést hér falleg sólar rún, svignar allur snærinn. Yfir hjalla, engi og tún andar fjallablærinn. Önnur kemur hér eftir Andrés: Fjarri striti og flækingi fæ af hita kynni, yfir sit ég áfengi inni í kytru minni. Einhverju sinni er Andrés var í gleð- skaparferð með Sigurði Laxdal í Holtsmúla, varð þessi til: Lát mig vínið, Siggi sjá síðan grínið tökum. Við skulum brýna ljóðaljá, láta hvína á stökum. Þegar Andrés fékk heimsókn góðra vina úr Skagafirði, þeirra Pálma á Reykjavöllum og Lúðvíks Kemp, varð þessi til: Ort og hlegið við og við vínið hressti kalla, grín og fjör að gömlum sið glatt var þar á hjalla. Hamingjusamur hefur Sigurður Óskarsson í Krossanesi verið er hann orti þessa: Öðrum gleði auka vil á það nokkuð laginn, sífellt vafinn sól og yl syng ég allan daginn. Gott að leita til Sigurðar með lokavísuna. Það er bjart yfir bænum, blóm undir húsveggnum grær. Í sólskini og sunnanblænum sumarið kom í gær. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is AÐSENT : Bjarni Jónsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir skrifa Veruleikinn eins og hann er Fjölmörgum spurningum er ósvarað um Sýndarveruleika ehf. Skuldbindingar sveitarfélagsins vegna þess eru víðtækar, umfangsmiklar og spanna marga áratugi. Hefur sveitarfélagið fullnægjandi lagaheimildir og felur stuðningurinn í sér ólögmæta fjárhags- aðstoð við einkaaðila í samkeppnisrekstri? Þá þarf að fara að leik- reglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélag- inu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Þá hefur ekkert komið fram sem réttlætir leyndina. Fjárhagsskuldbindingar yfir 770 milljóna markinu Skylt er sveitarstjórn, áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu, framkvæmd eða aðra skuldbindingu umfram 20% af skatttekjum, sem hér eru um 770 milljónir, samkvæmt sveitarstjórnar- lögum, að gera sérstakt mat á áhrifum hennar á fjárhag sveitarfélagsins. Skuldbindingar vegna samninga við Sýndarveruleika ehf. nema, ef engu er undan skotið, ríflega þeirri upphæð. Af leynifundum um ráðstöfun á skattfé almennings Meirihluti sveitarstjórnar dregur upp nöturlega mynd af vinnubrögðum byggðaráðs, nefnda og stjórnsýslu sveitarfélagsins í Feyki. Látið er að því liggja að þar sé höndlað með skattfé íbúanna og fyrirgreiðslu til einka- fyrirtækja á lokuðum óbókuðum leynifundum og teknar ákvarðanir sem í fyllingu tímans verða íbúum ljósar sem orðinn hlutur. Þar tala þau fyrir sig. Ekkert er að finna um Sýndar- veruleika ehf í trúnaðarbókum byggðarráðs eða nefnda fyrr en í apríl og þá bókanir minnihlutans. Samn- ingarnir hafa aldrei verið sýndir í fagnefndinni. Þá hafa fulltrúar VG og óháðra aldrei samþykkt neina þá gjörninga, enda áheyrnarfulltrúar í byggðaráði og fagnefndinni án atkvæðisréttar. Langt er seilst, að hluti af undirbúningi leyniverkefnisins væri að koma við í HR í gegnum fjölskyldutengsl eins fulltrúa, og setja upp sýndarveruleikagleraugu, eftir málsverð í næsta húsi Nauthóli, á leið í boð sambands sveitarfélaga. Okkur hjónum þótti það í besta falli ágætur samkvæmisleikur og varpa ljósi á hvernig lundasýningin gæti orðið. 21. desember sl. var hugmyndin um sýndarveruleika fyrst kynnt byggðaráði og sveitarstjórn. Áður var samþykkt að Byggðasafnið færi einnig inn í húsið. Byggðasafnið þurfti ekki allt húsið og hægt að hafa leigutekjur af fleiri sýningum. Það er langur vegur frá kynningu á smellinni hugmynd og fjárskuldbindingum fyrir hundruð milljóna króna sem dunkuðu upp nokkrum vikum síðar. Leynisamningarnir 15. febrúar sl. samþykkti byggðaráð að ganga til samninga við Performa ehf, um endurbætur á Aðalgötu 21. Svohljóðandi fundarboð byggðaráðs með einu máli, barst svo vegna fundar 2. mars: Aðalgata 21A - Utanhússviðhald - Frumkostnaðaráætlun og greinargerð. Inn á fundinn var hinsvegar komið með tvo samninga; annars vegar samstarfssamning um uppbyggingu á Sýndarveruleika ehf. og um að fela fyrirtæki sömu aðila umsjón með framkvæmdum við húsin sem sveitarfélagið greiddi fyrir samkvæmt reikningi. Var rennt yfir þá á skjá en þeir urðu ekki aðgengilegir til frekari yfirferðar fyrr en 7. mars fyrir byggðaráðsfund 8. mars. Enn vantaði mikilvæg fylgiskjöl með samstarfs- samningi (vantar enn) og tölur. Samningarnir voru því ekki lagðir fyrir fundinn með þeim sólarhringsfyrir- vara sem áskilinn er í sveitarstjórnar- lögum. Nú, þremur sveitarstjórnar- fundum síðar, hafa samningarnir ekki ennþá verið lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar eða synjunar. Því liggja ekki fyrir heimildir til að hefja framkvæmdir undir stjórn samnings- aðila. Þar erum við stödd. Bjarni Jónsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, Vg og óháðum. 12 17/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.