Feykir


Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Frábæru tímabili Tindastóls lauk í Vesturbænum KR meistari Tindastóll laut í lægra haldi fyrir sterku liði KR í þriðja og fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og KR fagnaði því 3-1 sigri í einvíginu og sínum fimmta titli á fimm árum undir stjórn Finns Freys Stefánssonar. Til hamingju KR – magnaður árangur! Tindastóll – KR 75-77 Þriðji leikur liðanna fór fram í úttroðnu Síki og var stemningin mögnuð. Stólarnir höfðu yfir- höndina framan af leik en KR var aldrei langt undan. Heima- menn voru yfir, 45-41, í hálfleik og leiddu fram undir miðjan þriðja leikhluta en þá hleyptu Vesturbæingar meiri hörku í leik sinn og náðu upp sterkri vörn sem Stólarnir náðu ekki að leysa. Kristófer Acox kom KR 12 stigum yfir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en þá loksins náðu Tindastólsmenn að skrúfa fyrir í vörninni og loksins fóru skotin að detta. Pétur jafnaði með ævintýra- þristi þegar 26 sekúndur voru eftir en Brynjar Þór átti loka- skot leiksins þegar sekúnda var eftir og vann leikinn, 75-77. Pétur var bestur í liði Tinda- stóls með 24 stig og 10 stoð- sendingar. Hester var enn í brasi með lappirnar á sér og munaði um minna. KR – Tindastóll 89-73 Stólarnir komust í 0-7 eftir rétt rúma mínútu í DHL-höllinni í fjórða leiknum sem leikinn var sl. laugardagskvöld. KR tók leikhlé og tóku leikinn yfir eftir það. Staðan var 44-33 í hálfleik en Tindastóll, með Arnar í miklu stuði, minnkaði mun- inn í þrjú stig í upphafi síðari hálfleiks en eftir það tók lið KR aftur völdin í leiknum og vann öruggan sigur þrátt fyrir góða baráttu Tindastóls, 89-73. Arnar var stigahæstur í liði Tindastóls með 27 stig en Pétur var flottur með 14 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Pétur og Arnar áfram Það var sannarlega skítt að tapa þessari rimmu en lukkan var ekki með Stólunum þegar kom að meiðslum í þessum síðustu leikjum. Það voru þó góðar fréttir að leik loknum því bæði Arnar Björns og Pétur Birgis ætla að spila með Stólunum næsta vetur og ekki var annað að heyra á Israel Martin, þjálfara Tindastóls, en að hann væri þegar farinn að leggja línurnar fyrir næsta tímabil. Stuðningsmenn Tindastóls eru stoltir af frammistöðu strákanna í vetur og þakklátir fyrir magnað tímabil og senni- lega eru flestir farnir að telja niður til fyrsta leiks í haust. /ÓAB Sigurskotið í einvígi Tindastóls-KR. Brynjar Þór setur þarna ótrúlegt skot yfir Pétur á síðustu sekúndu í þriðja leik liðanna í Síkinu og vann með því leikinn. Þær voru margar góðar körfurnar í leikjunum fjórum en þetta var mikilvægast. MYND: HJALTI ÁRNA ENDURMENNTUN BÍLSTJÓRA VÖRU- OG HÓPBIFREIÐA Réttindi til að aka bifreið í C1, C, D1, og D- flokki í atvinnuskyni. Skráning stendur yfir á námskeið til endurmenntunar bílstjóra, sem hefst fimmtudaginn 10. maí. 10. maí, fimmtudagur kl. 09:00. 4. lota - vöruflutningar. 19. maí, laugardagur kl. 09:00. 5. lota - farþegaflutningar. Sem kunnugt er orðið skulu allir þeir sem hafa atvinnu af akstri vöru- eða hópbifreiða hafa lokið endurmenntunarnámskeiði fyrir 10. september 2018. Þátttakendur eru ekki bundnir af því að taka þessar 5 lotur, sem kveðið er á um, í sérstakri röð og geta þar af leiðandi komið í 4. og 5. lotu, sem fyrstu tvær loturnar af 5. Upplýsingar ; Birgir Örn Hreinsson, ökukennari S: 892 1790 eða bigh@simnet.is Ökuskóli Norðurlands vestra Sauðárkróki í samstarfi við Ökuland ehf. 17/2018 5 Byggðastofnun – nýbygging Sauðármýri 2, Sauðárkróki ÚTBOÐ NR. 20728 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar óskar eftir tilboðum í verkið „Byggðastofnun – nýbygging“ , Sauðármýri 2, Sauðárkróki. Um er að ræða jarðvinnu, uppsteypu og fullbúið hús og allan frágang að utan og innan, ásamt lóð. Byggingin er 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Helstu magntölur: Gröftur á lausum og föstum jarðvegi, um 3.400 m³ Fyllingar undir og að mannvirki, um 3.400 m³ Almenn steypumót, um 3.500 m² Bendistál í plötur og veggi, um 55.000 kg Steinsteypa í veggi, plötur, bita og súlur, um 555 m³ Forsteyptar einingar, um 530 m² Múrfrágangur, um 1.500 m² Gifsveggir, um 300 m² Parketlögn, um 418 m² Kerfisloft niðurhengd, um 700 m² Málun veggja og lofta, um 2.000 m² Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 2. maí 2018. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, þriðjudaginn 15. maí 2014 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.