Feykir


Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 7
HEIMILI NORÐURSINS ATVINNULÍFSSÝNING DAGANA 5.–6. MAÍ 2018 Atvinnulífssýning og 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar Sýningin verður opin á laugardegi frá kl. 10–17 og sunnudegi frá kl. 10–16. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á www.skagafjordur.is/atvinnulifssyning VERIÐ VELKOMIN! MÁLSTOFUR Í ÁRSKÓLA Í TENGSLUM VIÐ SÝNINGUNA SKAGAFJÖRÐUR 2018 – HEIMILI NORÐURSINS Laugardagur 5. maí 2018 Kl. 13:00 Nútíminn í skólum Skagafjarðar Selma Barðdal, Ingvi Hrannar Ómarsson og Guðjón Örn Jóhannsson – Breyttir kennsluhættir og vinaliðar skólanna • Kynntar verða ýmsar nýjungar og verkefni í skólastarfi, svo sem breyttir kennsluhættir (teymiskennsla) með hjálp nýjustu upplýsingatækni, Vinaliðaverkefni, vináttu- og forvarnarverkefni o.fl. • Í lok erindis munu vinaliðar segja frá hvernig þeir vinna. Sigurlaug Brynleifsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Grunnskólanum austan Vatna – Lestur er börnum bestur • Sigurlaug Rún mun kynna lestrarstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, segja frá vinnu við hana og markmiðum með gerð hennar. Helga Harðardóttir, kennsluráðgjafi/verkefnastjóri – Mat á skólastarfi • Helga mun kynna þau matsverkefni sem unnin eru í leik- og grunnskólum Skagafjarðar, bæði innra mat (sjálfsmat) sem og Skólaspegil, ytra mat sveitarfélagsins og segja frá þróunarverkefnum sem skólafólk í Skagafirði hefur verið í, í tengslum við mat á skólastarfi. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Framlag Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til nýsköpunar og frumkvöðlamenntunar. • Eyjólfur mun fjalla um nýsköpunarkeppni grunnskólanna og þróun á nýsköpunarnámsefni fyrir börn. Við lok hvers erindis er boðið upp á umræður og fyrirspurnir. SETNING OG MÁLSTOFUSTJÓRN er í höndum Herdísar Á Sæmundardóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Kl. 14:30 Skapandi greinar í Skagafirði Magnús Freyr Gíslason, arkitekt og húsgagnasmiður – Gagn • Magnús mun fjalla um stofnun fyrirtækis síns Gagn sem framleiðir hágæða húsgögn á Sauðárkróki. Hilma Bakken – Hilma – Hönnun og handverk – Ég ætla að prjóna • Hilma mun fjalla um nýstofnað fyrirtæki sitt sem er u.þ.b. að koma vörum á markað en með starfsemi sinni endurvekur Hilma gamlar framleiðsluaðferðir við að prjóna og gimba flíkur úr íslenskri ull. Jóhanna Ey, fatahönnuður – Týr • Jóhanna mun fjalla um herralínu úr sjávarleðri þar sem framleidd eru bindi, ermahnappar o.fl. hjá fyrirtæki hennar J.EY. Tinna Björk Arnardóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunar- miðstöð Íslands – Hönnunardrifin nýsköpun. • Tinna mun fjalla um aðferðafræði hönnunardrifinnar nýsköpunar og samstarf skapandi greina við aðrar greinar atvinnulífsins. Við lok hvers erindis er boðið upp á umræður og fyrirspurnir. SETNING OG MÁLSTOFUSTJÓRN er í höndum Jóhönnu Ey, fatahönnuðar. Kl. 15:30 Ferðaþjónusta til framtíðar Erna Kristjánsdóttir, varaformaður Cruise Iceland og markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna sf. – Skemmtiferðaskip fyrr og síðar. • Erna mun fjalla um komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur fyrr og síðar og fjalla um áhrif komu skipanna til íslenskra hafna. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands – Tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi. • Arnheiður mun fjalla um tvö stór þróunarverkefni ferðaþjónustunnar og hvaða tækifæri þau veita fyrirtækjum til uppbyggingar og þróunar. Tinna Björk Arnardóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Þróun og nýsköpun innan ferðaþjónustufyrirtækja. • Tinna mun fjalla um hvernig stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja geta greint tækifæri til nýsköpunar. Evelyn Ýr Kuhne, formaður Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði – Samstarf í samkeppni. • Evelyn mun fjalla um starfsemi Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði og samstarfsvettvanginn sem það stendur fyrir. Við lok hvers erindis er boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Að loknum erindum munu nokkur ferðaþjónustufyrirtæki í Skagafirði vera með stuttar kynningar á starfsemi sinni SETNING OG MÁLSTOFUSTJÓRN er í höndum Evelynar Ýr Kuhne, formanns Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Málstofur sunnudags má finna á baksíðu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.