Feykir - 09.05.2018, Síða 2
Enn lætur blessað vorið bíða eftir sér, allt hvítt niður í
miðjar hlíðar, ófærð á heiðum og ískaldur útsynningur
herpir allt sem hægt er að herpa á kroppnum ef maður
vogar sér út fyrir hússins dyr. Aumingja litlu lömbin sem
ættu helst að vera skoppandi í
sólskininu, bítandi nýgræðing-
inn úti á túni þurfa að hírast á
húsi og blessaðar humlurnar
sem eru kærkominn vorboði og
voru farnar að láta á sér kræla í
vorinu sem kom um miðjan
apríl hafa séð sitt óvænna og
dregið sig í hlé. Þá er líklega
best að hafa það í huga sem
bölsýnismennirnir segja að ef
veðrið er of gott á vorin hefnist
okkur fyrir með afspyrnu slæmu sumri! Ég hef reyndar
aldrei séð neitt orsakasamhengi þar á milli en ég kýs að
trúa því – núna.
En sem betur fer hefur nú verið hægt að halda yl á sálinni
undanfarna daga hér í Skagafirðinum þar sem
menningarlífið hefur staðið í blóma eins og venjan er á
Sæluviku. Ótal viðburðir hafa staðið til boða fyrir gesti og
gangandi, flestir framreiddir af heimamönnum sem hafa
fulla ástæðu til að vera ánægðir með sig. Það er nefnilega
alls ekki sjálfgefið að hægt sé að bjóða upp á vikulanga
stórglæsilega menningardagskrá árlega, stútfulla af alls
kyns fjölbreytilegum atriðum í ekki stærra samfélagi.
Meðal þess sem ég fékk að njóta í Sæluviku var dagskráin
Börn fyrir börn sem er virkilega skemmtilegt framtak, ég
kíkti í fjárhúsin á Grænumýri og fékk smá smjörþef af
sauðburði sem er lífsnauðsynlegt að fá árlega, ég hlustaði á
Einar Kárason segja Grettissögu í Kakalaskála, að vísu er
Einar enginn Skagfirðingur og það var Grettir ekki heldur,
en það var engu að síður stórskemmtilegt á að hlýða. Ég sá
myndlistarsýningu og fór á atvinnulífssýningu en það sem
stendur þó upp úr er stórfín kvöldstund á sýningu hjá
Leikfélagi Sauðárkróks sem ég held að sé ekki vafi á að sé sú
besta sem ég hef séð hjá þeim lengi. Handritið er auðvitað
bara þessi venjulegi farsi en úr honum tókst að gera frábæra
sýningu. Þar small allt saman og var virkilega faglega gert.
Næsta mál er svo vonandi að bregða sér yfir fjallið og sjá
sýningu hjá leiklistardeild Höfðaskóla. Miðað við það sem
ég sá hjá þeim í fyrra er full ástæða til að hlakka til.
Hver segir svo að menningin sé bara fyrir sunnan?
Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður
LEIÐARI
Af veðri og viðburðum
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
besta hugmyndin eða hug-
myndirnar valdar úr og settir
peningar í að gera þær að
veruleika. Samkeppnin verður
opin þeim sem búsettir eru í
Skagafirði og skila inn við-
skiptahugmynd og munu
fulltrúar aðilanna þriggja skipa
dómnefnd og velja sigurvegara
í lok verkefnistímans. /PF
Karl Friðriksson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Gunnsteinn Björnsson Sveitarfélaginu
Skagafirði og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS við undirritun viljayfirlýsingar
fjármögnunar á Ræsing Skagafjörður. MYND: PF
Ræsing Skagafjörður
Hugmyndasamkeppni um nýsköpun
Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi
vestra var 282.034 kíló.
Tveir bátar lönduðu á Hvammstanga og
voru þeir með sjö tonn, á Hofsósi lönduðu
fimm bátar tæpum sjö tonnum og á
Skagaströnd bárust 44 tonn á land með 21
bát. Til Sauðárkróks bárust svo 225 tonn
með 13 skipum og bátum. /FE
Aflatölur á Norðurlandi vestra 29. apríl til 5.maí 2018
21 bátur landaði á Skagaströnd
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
HVAMMSTANGI
Mars HU 41 Grásleppunet 1.576
Onni HU 36 Dragnót 5.438
Alls á Hvammstanga 7.014
HOFSÓS
Geisli SK 66 Handfæri 704
Skáley SK 32 Grásleppunet 1.233
Skotta SK 138 Grásleppunet 775
Von SK 21 Grásleppunet 3.129
Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 785
Alls á Hofsósi 6.626
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Lína 4.304
Arndís HU 42 Handfæri 864
Auður HU 94 Grásleppunet 2.382
Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 5.531
Blíðfari HU 52 Handfæri 847
Dagrún HU 121 Grásleppunet 5.178
Dísa HU 91 Grásleppunet 619
Fengsæll HU 56 Grásleppunet 2.387
Geiri HU 69 Handfæri 816
Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 791
Hafdís HU 85 Grásleppunet 3.629
Jenný HU 40 Handfæri 873
Kambur HU 24 Grásleppunet 5.054
Kópur HU 118 Handfæri 376
Loftur HU 717 Handfæri 758
Már HU 545 Grásleppunet 1.637
Óli á Stað GK 99 Lína 43
Svalur HU 124 Handfæri 363
Sæfari HU 212 Grásleppunet 5.195
Sæunn HU 30 Handfæri 1.530
Víðir EA 423 Handfæri 808
Alls á Skagaströnd 43.985
SAUÐÁRKRÓKUR
Badda SK 113 Grásleppunet 610
Dagur SK 17 Rækjuvarpa 10.214
Drangey SK 2 Botnvarpa 192.086
Fannar SK 11 Grásleppunet 2.214
Fálki ÞH 35 Grásleppunet 3.858
Gjávík SK 20 Handfæri 418
Hafey SK 10 Grásleppunet 4.162
Kaldi SK 121 Grásleppunet 2.413
Maró SK 33 Handfæri 781
Már SK 90 Grásleppunet 3.554
Steini G SK 14 Grásleppunet 711
Sæfari SK 100 Grásleppunet 3.364
Vinur SK 22 Handfæri 649
Alls á Sauðárkróki 225.034
Verkefnið Ræsing
Skagafjörður, sem hugsað
er sem samkeppni um
viðskiptaáætlanir í
Skagafirði, mun fara af stað
næsta haust en skrifað var
undir viljayfirlýsingu um
fjármögnun verkefnisins á
Atvinnulífssýningunni sl.
laugardag.
Það voru þeir Karl Friðriks-
son frá Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Gunnsteinn Björnsson
frá sveitarfélaginu Skagafirði og
Þórólfur Gíslason kaupfélags-
stjóri KS sem rituðu nöfn sín
undir yfirlýsinguna en verk-
efnið verður auglýst með
haustinu. Gunnsteinn segir að
um hugmyndasamkeppni um
nýsköpun sé að ræða og verður
Húnaþing vestra
Nýtt lag og ljóð Einars Georgs
Einarssonar vekur athygli
Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi
vestra voru í Hvammstangakirkju þann 1.
maí. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson
og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir.
Kórinn flutti blandaða dagskrá kórlaga úr
ýmsum áttum og má segja að dagskráin hafi verið
létt og vorleg. Mesta athygli vakti frumflutningur
á lagi og ljóði Einars Georgs Einarssonar er nefn-
ist Húnaþing vestra, fagur óður til sveitarfélagsins.
Einnig komu fram á tónleikunum fimm söng-
nemar úr Tónlistarskóla Húnaþings vestra og
sungu einsöng þau: Hallfríður Ólafsdóttir, Kristín
Guðbjörg Jónsdóttir, Ingi Hjörtur Bjarnason,
Friðrik Már Sigurðsson og Elvar Logi Friðriks-
son auk kennara þeirra, Ólafs Rúnarssonar,
stjórnanda kórsins.
Kirkjan var fullsetin og virtust gestir skemmta
sér hið besta og gæddu sér síðan á glæsilegum
kaffiveitingum í safnaðarheimilinu að loknum
tónleikunum. Kórinn nýtur stuðnings frá Upp-
byggingasjóði Norðurlands vestra.
/Guðmundur Haukur
2 18/2018