Feykir


Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 2
Nú er tími sumarhátíða hafinn fyrir nokkru og svo sannarlega megum við hér á Norðvesturhorninu vel við una hvað framboð og fjölbreytni snertir. Fyrstu hátíðirnar tengjast líklega sjómannadeginum sem víða er haldinn hátíðlegur með pompi og prakt og margir bíða þess í ofvæni að taka þátt í skemmtilegum leikjum og uppákomum sem í boði eru fyrir unga sem aldna. Á mörgum stöðum er dagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní og svo taka hinar ýmsu bæjarhátíðir við þar sem brottfluttir flykkjast á heimslóðir og gleðjast með íbúum og öðrum gestum, já og ekki má nú gleyma öllum íþróttaviðburðunum. Það er raunar alveg ótrúlegt hvað jafn lítil þjóð og við Íslendingar erum getum haldið margar fjöldasamkomur. Það hlýtur að vera enn eitt heimsmetið sem við eigum miðað við höfðatölu. Ég held það væri ágætis rannsóknarefni að taka það allt saman og setja upp í töflur og súlurit. En hvernig í ósköpunum förum við að þessu, eitthvað hlýtur þetta nú allt saman að kosta og hvaðan koma peningarnir? Víst er að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sýna þessum viðburðum mikla góðvild og láta sitt af hendi rakna til að af þeim geti orðið. Hitt er þó örugglega ekki síðri þáttur hve Íslendingar eru afskaplega duglegir að leggja fram ómælda sjálfboðavinnu þegar blása skal til hátíðahalda eða íþróttamóta. Mér er til efs að samkomuþörf okkar Íslendinga væri hálft eins vel fullnægt ef allra þessara vinnufúsu handa nyti ekki við þar sem ungir sem aldnir leggja glaðir hönd á plóg, án þess að ætlast til endurgjalds. Og svo ég tali nú bara fyrir sjálfa mig þá finnst mér uppskeran af slíkum verkum alltaf meira gleðiefni en nokkrar viðbótarkrónur í launaumslaginu. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Að leggja hönd á plóg Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku var landað rúmum 111 tonnum á Skagaströnd af 32 bátum. 12 skip og bátar lönduðu rúmum 383 tonnum á Sauðárkróki og á Hofsósi lögðu tveir bátar upp rúm tvö tonn. Heildafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 496.820 kíló. /FE Aflatölur 24. – 30. júní 2018 Málmeyjan með 165 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Skotta SK 138 Handfæri 372 Þorgrímur SK 27 Handfæri 2.010 Alls á Hofsósi 2.382 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 11.953 Alda HU 112 Lína 10.255 Auður HU 94 Handfæri 6.502 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 739 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.498 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.073 Blær HU 77 Landbeitt lína 1.045 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.502 Dísa HU 91 Handfæri 832 Dóra ST 225 Handfæri 1.385 Elín ÞH 82 Handfæri 735 Fengsæll HU 56 Handfæri 2.548 Garpur HU 58 Handfæri 1.393 Geiri HU 69 Handfæri 1.559 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 11.446 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.591 Gyðjan HU 44 Handfæri 519 Hafdís HU 85 Handfæri 870 Hulda HF 27 Línutrekt 22.986 Jenný HU 40 Handfæri 652 Kambur HU 24 Handfæri 584 Katrín GK 266 Landbeitt lína 19.174 Kópur HU 118 Handfæri 1.237 Loftur HU 717 Handfæri 1.601 Lukka EA 777 Handfæri 622 Már HU 545 Handfæri 366 Rúnar AK 77 Handfæri 517 Svalur HU 124 Handfæri 1.088 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 956 Sæunn HU 30 Handfæri 1.255 Víðir EA 423 Handfæri 1.508 Víðir ÞH 210 Handfæri 510 Alls á Skagaströnd 111.278 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 26.364 Drangey SK 2 Botnvarpa 142.902 Gjávík SK 20 Handfæri 753 Kaldi SK 121 Handfæri 1.107 Kaldi SK 121 Þorskfiskinet 2.896 Kristín SK 77 Handfæri 1.555 Maró SK 33 Handfæri 1.649 Málmey SK 1 Botnvarpa 165.468 Már SK 90 Handfæri 683 Onni HU 36 Dragnót 9.465 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 29.361 Steini G SK 14 Handfæri 957 Alls á Sauðárkróki 383.160 Hestaferðir um söguslóðir Þrjár hestaferðir um söguslóðir Fyrr í sumar auglýsti Magnús Ólafsson frá Sveinstöðum, hestaferðir um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftöku á Íslandi í janúar 1830. Í upphafi voru auglýstar tvær fimm daga ferðir, en vegna mikils áhuga hefur hann nú bætt þeirri þriðju við. Enn er möguleiki á að bóka sig í einhverja af þessum þremur ferðum. Allt síðan að Magnús ákvað að fara þessar ferðir hefur hann bætt þekkingu sína á sögunni og er alltaf að finna nýja vinkla. Sagan er mjög áhugaverð og hana má segja frá ýmsum sjónarhornum. ,,Ég lofa því engu um að sögurnar verði eins í hverri ferð, en kjarninn verður sá sami. Morðin á Illugastöðum, aftakan á Þrístöpum, forleikur að þessum atburðum og eftirmálin, skilaboð frá löngu látnu fólki,“ útskýrir Magnús. Fyrsta ferðin hefst fimmtudaginn 19. júlí, sú næsta fimmtudaginn 9. ágúst en lokaferðin hefst laugardaginn 18. ágúst. Magnús sjálfur sér um leiðsögn og sögustundir á áningastöðum. Hver þátt- takandi sér um hnakk, hest, nesti og gistingu. Æskilegt að hver þátttakandi hafi a.m.k. tvo hesta en leyfilegt er að vera með þrjá. Að mati Magnúsar duga tveir duglegir hestar alveg í þessa ferð, enda dagleiðir ekki mjög langar og oft stoppað til að segja sögur. Oftast verða lausir hestar reknir en þegar riðið verður yfir Vatnsnes þurfa þátttakendur að vera með lausa hesta í taumi. Engin skylda er að fólk ríði með alla dagana fimm. Ferðin hefst með sögustund á Þrístöpum að morgni fyrsta dags en þaðan er riðið að Breiðabólstað í Vesturhópi. Næsta dag verður riðið yfir Vatnsnes og hestar geymdir í hólfi við morðstaðinn á Illugastöðum. Á þriðja degi veður riðið að Tjörn, þar sem Agnes og Friðrik voru grafin eftir að hafa, í rúm 100 ár, legið á Þrístöpum. Síðan verður farið upp Katadal og yfir í Vesturhóp. Á fjórða degi verður riðið hjá Vatnsenda, yfir Þingeyrasand í Sveinsstaði. Á fimmta degi riðið um Vatnsdal, uppeldisslóðir Agnesar og framhjá Kornsá og Hvammi. Ferðalok verða á Sveinsstöðum. Sögustundir verða hér og þar á áningastöðum. Frekari upplýsingar má fá hjá Magnúsi sjálfum með því að senda honum skilaboð á Facebook, með tölvupósti á netfangið mao@centrum.is eða í síma 898 5695. /LAM Illugastaðir á Vatnsnesi. MYND: MAGNÚS ÓLAFSSON Vestur - Húnavatnssýsla Notað og nýtt hjá húsfreyjunum á Vatnsnesi Húsfreyjurnar munu bjóða upp á vöfflukaffi í Hamarsbúð á Vatnsnesi nk. sunnudag, þann 8. júlí frá kl. 13-17. Í Hamarsbúð verður einnig flóamarkaður, handverksmarkaður og hnossgæti úr héraði - allt að hætti Húsfreyjanna. Hlaðborðið vinsæla verður svo á sínum stað um Verslunarmannahelgina eins og húsfreyjanna hefur verið háttur mörg undanfarin ár. /LAM 2 26/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.