Feykir


Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 2
Fjölmiðlar flytja okkur daglega fréttir af því hvað illskan í heiminum er mikil. Þar er af nógu að taka, þúsundir flýja frá stríðshrjáðum löndum, skotársir í skólum í Bandaríkjunum, saklausir borg- arar drepnir í hryðjuverkum hér og þar um heiminn, ógnar- stjórnir og einræðisherrar beita þegna sína harðræði og svona mætti lengi telja. En þetta er nú auðvitað allt í útlöndunum og lítil ástæða fyrir okkur hér á Íslandinu góða að vera að kippa okkur upp við það. Auðvitað heyrum við öðru hvoru af líkamsárásum og öðru ofbeldi en það er jú oftast eitthvað skaddað fók sem þar á í hlut, það hlýtur bara að vera. En því miður þá virðist geislabaugurinn ekki vera alveg gljáfægður hjá ýmsum atvinnurekendum landsins, meira að segja virðast þeir ekki vera neitt skárri þó þeir starfi úti á landi. Það er með ólíkindum hvað aurapúkinn fær suma til að leggjast lágt. Af nógu er að taka ef marka má fréttir: „Ólögleg sjálfboðaliðastarfsemi, launastuldur, ófullnægjandi ráðningarsamningar, misnotkun á vinnandi fólki, brot á ákvæðum um hvíldartíma, óviðunandi aðbúnaður og misnotkun í tengslum við útleigu íbúðarhúsnæðis í eigu atvinnurekanda.“ Allt eru þetta atriði sem talin eru upp í ályktun frá formannafundi Starfsgreinasambandsins og sagt er frá í Morgunblaðinu í gær. Flest snúa þessi dæmi að innfluttu vinnuafli, fólki sem kemur hingað til lands í góðri trú til að vinna fyrir sér og oft á tíðum fjölskyldum sínum. Og Íslendingar, sem hafa alla tíð verið talin afar gestrisin þjóð, virðast hafa það sem þjóðarsport að svindla á gestum sínum. Í sumum tilfellum er svo langt gengið að ASÍ telur jafnvel um mansal að ræða en það er kurteisislegt orð yfir þrælahald. Ég held að íslenskir atvinnurekendur þurfi aðeins að fara að taka til í sínum ranni og almenningur þarf, eins og sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ sagði í fréttum sjónvarps á mánudag, að hætta meðvirkni með þeim aðilum sem brjóta á vinnuafli sínu. Við getum ekki alltaf snúið blinda auganu að því sem miður má fara og þar með gefið þögult samþykki fyrir því að það sé fullkomlega eðlilegt að níðast á þessum „útlendingaræflum“ sem hingað koma í atvinnuleit. Ég bara vil ekki trúa að okkur finnist það bara vera í himnalagi. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Er allt í himnalagi? Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Eins og sjá má af umfangi aflafrétta er nú strandveiðitímabilinu lokið enda fækkar bátum á sjó umtalsvert. Í síðustu viku lönduðu 28 bátar á Skagaströnd og var samanlagður afli þeirra rúm 253 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu átta skip og bátar rúmu 441 tonni. Engu var landað á Hvammstanga og á Hofsósi. Heildarafli vikunnar var 694.942 kíló. /FE Aflatölur 2. – 8. september 2018 á Norðurlandi vestra 253 tonn á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 30.376 Auður HU 94 Handfæri 3.284 Bragi Magg HU 70 Handfæri 5.242 Daðey GK 777 Handfæri 3.528 Daðey GK 777 Lína 21.113 Dísa HU 91 Handfæri 2.967 Dóra ST 225 Handfæri 2.995 Dúddi Gísla GK 48 Lína 14.338 Fengsæll HU 56 Handfæri 1.888 Garpur HU 58 Handfæri 898 Geiri HU 69 Handfæri 1.220 Guðbjörg GK 666 Lína 41.391 Guðmundur á Hópi HU 203 Handfæri 3.711 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 11.309 Hafrún HU 12 Dragnót 13.490 Hanna SH 28 Handfæri 3.378 Hulda GK 17 Lína 31.124 Húni HU 62 Handfæri 1.116 Jenný HU 40 Handfæri 1.186 Kambur HU 24 Handfæri 1.196 Kópur HU 118 Handfæri 827 Kristborg SH 108 Handfæri 3.310 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 38.353 Magnús HU 26 Handfæri 6.944 Magnús HU 23 Landbeitt lína 1.311 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 475 Rán GK 91 Landbeitt lína 6.037 Sæunn HU 30 Handfæri 465 Alls á Skagaströnd 253.472 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 99.789 Fjölnir GK 157 Lína 47.312 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 8.923 Kristín GK 457 Lína 66.654 Málmey SK 1 Botnvarpa 161.663 Onni HU 36 Dragnót 22.629 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 31.740 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.760 Alls á Sauðárkróki 441.470 Fiskmarkaður Íslands Starfsstöð opnuð á Króknum Fiskmarkaður Íslands hf. opnaði starfsstöð á Sauðárkróki í síðustu viku til viðbótar við þær átta sem félagið hefur rekið víða um land. Til þessa hefur ekki verið aðgengilegt að selja afla frá Sauðárkróki með endurvigt og verður það stærsta breytingin, að sögn Arons Baldurssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Seldur afli með réttari vigt vegna endurvigtar endurspeglar hærra verð,“ segir Aron en hann telur að með tilkomu starfs- stöðvarinnar megi ætla að frek- ari áhugi verði á löndunum og þjónustu í höfninni almennt. Áður fór afli vestur á Skaga- strönd, millilenti þar og þaðan keyrt til kaupenda. Á heimasíðu Fiskmarkaðar- ins kemur fram að meirihluti þess afla sem seldur er hjá Fiskmark- aði Íslands sé af dagróðrabátum og er fiskurinn þá oftast seldur áður en honum er landað. Það tryggir kaupandanum góðan og ferskan fisk. Uppboð fara fram á netinu í uppboðskerfi Reikni- stofu fiskmarkaða kl. 13:00 alla virka daga og geta kaupendur því tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvaðan sem er úr heiminum. Húsnæði fiskmarkaðarins á Sauðárkróki er staðsett að Háeyri 6 sem er í eigu Sveitar- félagsins Skagafjarðar en það húsnæði keypti sveitarfélagið fyrr í sumar undir starfsemi hafnarinnar. Auk þess að leigja Fiskmarkaði Íslands verður í húsinu verkstæði og skrifstofa Skagafjarðarhafna. /PF Óskar Meldal sölustjóri ásamt nýráðnum útibússtjóra Fiskmarkaðar Íslands á Sauðár- króki, Helga Þór Emilssyni. MYND: PF Skíðasvæðið í Tindastól Slys við uppsetningu skíðalyftu Maður var fluttur með sjúkraflugi á bráða- móttökuna við Fossvog eftir að hafa lent í slysi við uppsetningu skíðalyftu í Tindastól í síðustu viku. Verið var að koma endahjóli fyrir á endamastur, gírnum á drifstöðina, þegar spotti slitnaði með þeim afleiðingum að hjólið féll ofan á manninn. Verið var að leggja lokahönd á grófvinnu lyftunnar áður en vírnum verður komið fyrir. Svo vel vildi til að hraustir menn voru viðstaddir og gátu lyft þungu hjólinu og komið manninum undan. Vel gekk að koma honum niður hlíðina og undir læknishendur. Við skoðun kom í ljós að tíu rifbein höfðu brotnað í manninum en auk þess er hann axlarbrotinn á vinstri, með brotið herðablað og smávægilega innvortis blæðingu. Mildi þykir að hann hafi verið með hjálm, sem hlífði höfðinu, en hann brotnaði við atganginn. Samkvæmt heimildum Feykis er líðan manns- ins góð miðað við aðstæður og hann orðinn ról- fær. /PF 2 34/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.