Feykir


Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 34 TBL 12. september 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Réttað víða um héruð Haustverkin í sveitinni Opið fyrir umsóknir Húsnæðisstuðningur námsmanna Blönduósbær greiðir sérstakan húsnæðisstuðning vegna námsmanna og er opið fyrir umsóknir vegna haustannar 2018. Stuðningurinn er annars vegar ætlaður foreldrum/forsjáraðilum 15 -17 ára barna sem búa á heimavist eða námsgörðum. Á heimasíðu Blönduóssbæjar er bent á að námsmenn 18 ára og eldri sem leigja herbergi á heimavist eða íbúð á námsgörðum eða almennum markaði þurfi að sækja um til Vinnumálastofnunar á heimasíðu www.husbot.is. /PF Réttað var á fjölmörgum stöðum í Skagafirði og Húnavatnssýslum um síðustu helgi og er óhætt að slá því föstu að tíðarfarið hafi ekki spillt fyrir réttarstemningunni en á laugardaginn mældist hæstur hiti á landinu 18 stig á Blönduósi. Um næstu helgi verður einnig réttað víðsvegar á svæðinu en eitthvað mun nú veðurspáin vera óhagstæðari fyrir þá daga svo tryggara mun vera fyrir smala og réttagesti að taka fram regngallana. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Deildardalsrétt á laugardaginn var en þar lék veðurblíðan við fé og menn. /FE Gengið alla miðviku- daga í september Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum nú í september líkt og það gerði á síðasta ári og hófust þær í síðustu viku. Göngurnar verða alla miðvikudaga í september og hefjast þær klukkan 18:00. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Á Norðurlandi vestra hafa verið skipulagðar göngur í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslum en ekki hefur verið sett inn dagskrá fyrir Skagafjörð. Húnaþing vestra: 12. september (kl. 17:30) - Fjaran frá Ytri Ánastöðum að Skarði Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 17:30, sameinast í bíla. Umsjón: Magnús Eðvaldsson. Göngustjóri: Guðmundur Jónsson. 19. september (kl. 17:30) - Fjaran frá Skarði að Hamarsrétt Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 17:30, sameinast í bíla. Umsjón: Magnús Eðvaldsson. Göngustjóri: Guðmundur Jónsson. 26. september (kl. 17:30) - Gengið upp í Ánastaðasel Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 17:30, sameinast í bíla. Umsjón: Magnús Eðvaldsson. Austur-Húnavatnssýsla: 12. september – Gunnfríðarstaðir Upphafsstaður: Gunnfríðarstaðir. Göngustjóri: Páll Ingþór Kristinsson. 19. september - Spákonufellshöfði á Skagaströnd Upphafsstaður: Við Salthús Guesthouse. Göngustjóri: Ólafur Bernódusson. 26. september - Gljúfrið við Giljá Upphafsstaður: Við Stóru Giljá. Göngustjóri: Sigurveig Sigurðardóttir. /FE Gönguhópurinn með göngustjórann á Blönduósi fremstan í flokki. MYND AF FB/VISIT NORTHWEST ICELAND

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.