Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 6

Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 6
Ég myndi giska á að ríkt og fjölbreytt dýralíf hafi verið á Suður- skautslandinu. Thomas Mörs, yfirsafnfræðingur Innleiðingin hjá okkur hefur ekki verið mjög hörð en þetta hefur gengið frekar smurt og við auglýsum þetta vel innan skólans. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar MENNTUN Háskóli Íslands hefur nú haldið fimm námskeið í gegn- um edX, alþjóðlegt samstarfsnet háskóla um opin netnámskeið. Hafa alls 17.900 nemendur tekið þátt frá 140 löndum. Sá yngsti 12 ára og sá elsti 92. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar, segir að háskólinn muni nýta þetta meira í framtíðinni. Bandarísku háskólarnir Harvard og MIT komu edX-kerfinu á legg árið 2012. Hugmyndin með því var að gefa f leirum færi á að komast í tæri við fremstu menntastofnanir heimsins og verkefnið er ekki rekið með hagnað í huga. Háskóla Íslands var boðið að taka þátt árið 2017. Í dag eru um 145 háskólar, stofn- anir og fyrirtæki í edX-netinu og 27 milljónir nemenda hafa nýtt sér námskeiðin. „Námskeiðin eru á öllum mögu- legum fræðasviðum og sérstak- lega mörg tengd viðskiptum og atvinnulífinu. Þar sem þetta er kennt í gegnum netið eru þau yfir- leitt frekar stutt,“ segir Steinunn. Námskeiðin byggjast ekki aðeins á fyrirlestrum, heldur einnig verk- efnavinnu, umræðum og prófum. Háskóli Íslands hefur til þessa boðið upp á f imm námskeið. Um Íslendingasögurnar, menn- ingarlæsi, eldfjallavöktun og jarð- skorpuhreyfingar, jafnréttisfræði og beit íslensks sauðfjár og var það síðastnefnda unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann. Öll hafa verið feykivinsæl og námskeiðin um eldfjallavöktun og sauðfjárbeit bæði verið valin af notendum sem framúrskarandi netnámskeið. Þá eru enn f leiri námskeið í vinnslu, svo sem um sjálf bærni á Íslandi, auðlindir hafsins og smáríki í alþjóðakerfinu. Aðspurð um einingar og réttindi segir Steinunn að hægt sé að taka stutt meistaraprógrömm beint í gegnum edX og fá mat frá við- komandi háskóla sem rekur hvert námskeið. „Kennararnir hér eru að komast upp á lagið með að nota kerfið, til dæmis sem forkröfu til að geta hafið visst nám eða sem hluta af námskeiði sem kennt er við skól- ann,“ segir hún. Alls er 2.881 nám- skeið í boði núna og 247 námsleiðir. Oft eru þetta námskeið sem fremstu fræðimenn heimsins á hverju sviði kenna. „Innleiðingin hjá okkur hefur ekki verið mjög hörð en þetta hefur gengið frekar smurt og við auglýs- um þetta vel innan skólans,“ segir Steinunn. „Markmið Háskólans með þátttöku var tvenns konar, annars vegar að veita nemendum og kennurum okkar aðgang að efninu og hins vegar að læra af þeim bestu og ýta undir upplýsingatækni- væðingu í kennslu almennt. Ég held að hvoru tveggja hafi tekist vel.“ Kerfið er ókeypis og opið öllum sem vilja fræðast, en ef fólk vill nýta námskeiðin til eininga og fá ein- kunn fyrir er tekið vægt gjald. Nám- skeiðin hafa verið gerð aðgengileg án endurgjalds tímabundið fyrir alla nemendur skóla sem eiga aðild að edX vegna COVID-19 farald- ursins. Segir Steinunn að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að bjóða áframhaldandi ókeypis aðgang, þar sem búist sé við auknum fjölda nemenda í háskóla í kjölfar aukins atvinnuleysis. EdX-námskeið kunni að vera góður kostur sem eitt úrræði sem nýst gæti þeim hópi. kristinnhaukur@frettabladid.is Yngsti nemandinn tólf ára og sá elsti níutíu og tveggja Háskóli Íslands hefur haldið fimm námskeið í gegnum edX, samstarfsnet fremstu háskóla heimsins. Tæplega 18 þúsund nemendur frá 140 löndum hafa sótt námskeiðin, sá yngsti 12 ára og elsti 92 ára. Námskeið um eldfjallavöktun og beit íslensks sauðfjár voru valin framúrskarandi af notendum edX. MEXÍKÓ Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim er í framlínu COVID- 19 faraldursins og setur sig sjálft í mikla hættu. Hefur það hlotið mikið lof fyrir óeigingjörn störf sín víðast hvar, nema í Mexíkó. Þar í landi hafa fjölmargir hjúkr- unarfræðingar og læknar orðið fyrir ofbeldi á götum úti og verið sakaðir um að dreifa veirunni. COVID-19 faraldurinn hefur verið í vexti í Mexíkó undanfarna daga. Alls hafa rúmlega 10 þúsund tilfelli verið greind en þúsund þeirra undanfarinn sólarhring. Tæplega þúsund hafa látist og and- látum hefur fjölgað hratt. Rétt eins og margir þjóðarleiðtogar gerðist forseti Mexíkó, Andres Obrador, sekur um að gera lítið úr hættunni í upphafi faraldursins. Hefur hann hlotið gagnrýni fyrir að bregðast seint við og heilbrigðisstarfsfólk hefur mótmælt því að þau fái lítinn og lélegan hlífðarbúnað. Reiði almennings beinist aftur á móti að heilbrigðisstarfsfólkinu sjálfu og hafa margir lýst árásum á götum úti. Í samtali við breska blaðið The Guardian segir læknir- inn Jovanna, sem starfar í Guadalaj- ara, frá því að klór hafi verið skvett framan í hana. Hún hafi ekki séð árásarmanninn en fengið brunasár í framan. Annar læknir í borginni hafi orðið fyrir sams konar árás sama dag. Hjúkrunarfræðingurinn Sandra, sem býr í San Luis Potosí, varð fyrir árás konu fyrir utan kaffihús. „Hún barði mig í andlitið og ég reyndi að verja mig,“ segir Sandra. „Tveir fingur á hægri hendi brákuðust.“ Auk þess sem veist er að heil- brigðisstarfsfólki á götum úti hefur það verið rekið úr strætisvögnum, búðum, veitingastöðum og jafn- vel af heimilum sínum. Þá er ótalið níðið á netinu. Er nú svo komið að margir þora ekki að klæðast hvítum einkennisfötum nema inni á sjúkra- húsunum. – khg Heilbrigðisstarfsfólk í Mexíkó verður fyrir ofbeldi á götum úti Háskóla Íslands var boðið að taka þátt árið 2017 og hefur þegar haldið fimm námskeið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mótmæli í borginni Coahuila þar sem læknir lést nýlega. MYND/EPA VÍSINDI Vísindamenn hafa fundið steingerving frosks á Suðurskauts- landinu, sem talinn er vera um 40 milljón ára gamall. Er þetta í fyrsta sinn sem sannanir finnast fyrir því að froskdýr hafi lifað í heimsálf- unni. Steingervingurinn fannst á eyj- unni Seymour, við skaga á Suður- skautslandsins er vísar í átt að Suð- ur-Ameríku. Hefur froskurinn verið um 5 sentímetra langur og mjög áþekkur mörgum af þeim froskum sem lifa í Patagóníuhéröðum Arg- entínu og Síle í dag. „Ég myndi giska á að ríkt og fjöl- breytt dýralíf hafi verið á Suður- skautslandinu. Við höfum aðeins fundið eitt prósent af því sem til hefur verið,“ segir Thomas Mörs, yfirsafnfræðingur við Náttúru- gripasafn Svíþjóðar, sem tekur þátt í rannsókn á svæðinu. Áður höfðu fundist steingerv- ingar vatnalilja, sem gaf vísinda- mönnunum vísbendingar um að á svæðinu hefði verið ferskvatn sem hefði haldist ófrosið allt árið. Vet- urnir hafa þó verið langir og gerir Mörs ráð fyrir því að þessi froskur hafi getað grafið sig í leðju og lagst í dvala yfir langan tíma. Fleiri tegundir hafa fundist á Seymour-eyju, svo sem blóðsugur. Mörs telur að lífríkið í Patagóníu gæti verið ágætismælikvarði á hvernig Suðurskautslandið leit út áður en jöklarnir tóku yfir. – khg Froskar lifðu á Suðurskautinu Jöklarnir eru nú aftur að víkja. ÞÝSKALAND Suður- og vesturhluti Evrópu er sá heimshluti sem verst hefur farið út úr COVID-19 faraldr- inum. Þá sérstaklega lönd eins og Belgía, Ítalía, Spánn og Frakkland. Þýskaland hefur sloppið betur og yfirvöld þar fengið hrós fyrir að taka faraldurinn alvarlega. Í gær sagði Angela Merkel, kanslari landsins, að Þýskaland væri tilbúið til þess að setja meira fé í sameigin- lega Evrópusjóði til að bregðast við ástandinu. Sumir hafa gagnrýnt Evrópusam- bandið fyrir að sýna ekki samstöðu á slíkum krísutímum en í undirbún- ingi er risavaxinn björgunarpakki sem leiðtogar álfunnar munu funda um á komandi dögum. Merkel gaf út áðurnefnda yfirlýsingu í þýska þinginu í gær. „Í anda samstöðu ættum við að vera tilbúin til að veita umtalsvert hærri framlög til Evrópusambands- sjóða yfir ákveðið tímabil. Af því að við viljum að öll sambandsríkin geti náði sér efnahagslega,“ sagði hún. Sambandsríkin munu setja 540 milljarða evra, eða 85 billjónir króna, í neyðarpakka. Í kjölfarið, þegar faraldurinn er genginn yfir, verður annar sjóður settur á fót svokallaður batasjóður, en óvíst er hversu stór hann verður. Ríkjum verður í sjálfsvald sett hvernig þau nota styrkina til að bregðast við bráðavandanum en þegar kemur að seinni útdeilingu verða skilyrði sett. Ljóst er að lönd í norðurhluta Evrópu, þar sem betur hefur tekist til við að kljást við veiruna, munu borga meira en lönd í suðurhlut- anum. Helsta vandamálið verður að sannfæra austurhlutann um að þró- unarstyrkir sem renna áttu til þeirra verði frekar nýttir til að styrkja þau lönd sem verst hafa orðið úti. – khg Þjóðverjar munu borga meira en aðrir í björgunarsjóði Evrópu Angela Merkel kanslari ávarpaði þýska þingið í gær. MYND/EPA Í anda samstöðu ættum við að vera tilbúin til að veita umtals- vert hærri framlög til Evrópusambandssjóða yfir ákveðið tímabil. Angela Merkel, Þýskalandskanslari 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.