Fréttablaðið - 24.04.2020, Side 12
St a r f s me n n B y g g ð a s t o f n -unar í verkefninu Brothættar byggðir hafa á síðustu árum átt
gott samstarf við verkefnisstjóra
byggðaþróunar verkefna undir
hatti verkefnisins. Meðal annars
hefur verið á stefnuskrá að hitt-
ast að lágmarki einu sinni á ári til
að bera saman bækur og fara yfir
það helsta í starfinu og miðla hug-
myndum.
Á síðasta ári var ákveðið að bjóða
einnig þeim verkefnisstjórum sem
hafa tekið við kef linu í byggðar-
lögum þar sem Byggðastofnun
hefur dregið sig í hlé, auk verk-
efnisstjóra í sambærilegu byggða-
þróunarverkefni Fljótsdalshreppi.
Þessir fundir hafa verið mjög góðir
en aðilar verið sammála um að þörf
væri á tíðari fundum.
Þegar takmarkanir á samkomu-
haldi voru kynntar í mars síðast-
liðnum varð ljóst að ekki yrði
mögulegt fyrir hópinn að koma
saman að sinni og því varð úr að
láta reyna á fjarfund. Svo vel tókst
til að síðan þá hafa stuttir fjar-
fundir verið haldnir vikulega, bæði
til að deila hugmyndum og reynslu
og til að fara yfir helstu tækifæri
og áskoranir fyrir byggðalögin á
tímum sem þessum.
Það hefur verið mjög gefandi
fyrir þá sem þetta rita að geta hitt
hópinn og farið yfir það helsta sem
er á döfinni og því má segja að þær
sérstöku aðstæður sem hafa skap-
ast vegna veirunnar hafi þétt raðir
verkefnisstjóranna með dreifðu
samstarfi.
Það er ekki síst mikilvægt í ljósi
þess að stór hluti hópsins hefur
unnið á heimaskrifstofu undan-
farnar vikur og jafnvel verið í
sóttkví hluta tímans. Við þessar
aðstæður verður enn greinilegra
hversu mikilvægt það er að tryggja
öllum byggðarlögum háhraðateng-
ingar og sem betur fer hefur verk-
efnið Ísland ljóstengt skilað nær
öllum Brothættu byggðunum ljós-
leiðarasambandi á undanförnum
tveimur árum.
Vonandi tekst að ljúka verkefn-
inu sem allra fyrst og tengja síðustu
byggðarlög landsins sem nú eru án
ljósleiðara.
Dreift samstarf
þéttir raðir
verkefnisstjóra
Við höfum fengið dýrmæta innsýn í styrk og sveigjan-leika íslensks menntakerfis á
síðustu vikum. Skóla- og frístunda-
starfi í landinu var kollvarpað með
litlum sem engum fyrirvara og fjar-
nám og „heimaskólun“ varð veru-
leiki fjölmargra foreldra og barna.
Framhalds- og háskólanemar
stunda sitt nám alfarið á rafrænan
máta og leik- og grunnskólar hafa
endurskipulagt daglegt starf til að
tryggja velferð barna og ungmenna.
Við stöndum frammi fyrir breyttri
heimsmynd og gríðarmiklum
áskorunum og þjóðir sem búa við
öf lug menntakerfi munu standa
betur að vígi til að takast á við þær.
COVID-19 faraldurinn sem nú geis-
ar dregur skýrt fram hve þýðingar-
mikið er að ef la samskiptahæfni
einstaklinga, nýsköpun og hugvit,
gagnrýna og siðferðilega hugsun.
Samvinna skiptir sköpum
Að baki þeirri umbyltingu innan
menntakerfisins sem við höfum
fylgst með undanfarnar vikur liggur
kraftmikil samvinna margra. Kenn-
arar, skólastjórnendur og annað
starfsfólk skóla hefur unnið baki
brotnu við að halda uppi skólastarfi
og finna nýjar leiðir og lausnir. Ég
vil einnig nefna frístundaleiðbein-
endur sem halda utan um frístunda-
og félagsstarf, þroskaþjálfa, náms-
og starfsráðgjafa, uppeldis- og
menntunarfræðinga og stuðnings-
fulltrúa sem eru mikilvægir banda-
menn, talsmenn og ráðgjafar barna
og ungmenna. Störf alls þessa fólks
eru ómetanleg og skipta sköpum
fyrir samfélagið. Það er rík ástæða
til að hafa áhyggjur af þeim sem
standa höllum fæti, s.s. vegna fötl-
unar, fátæktar og annarra félags-
legra aðstæðna. Sterkt stuðningsnet
sem grípur, styður við og hvetur alla
til dáða byggist á samvinnu ólíkra
kerfa samfélagsins, ekki síst velferð-
ar-, mennta- og heilbrigðiskerfis.
Skapandi lausnir og
sveigjanleiki
Við munum geta dregið mikinn lær-
dóm af þeirri ótrúlegu umbreytingu
sem orðið hefur á daglegu starfi
allra skólastiga. Menntakerfið hefur
forgangsraðað upp á nýtt og lagt
fyrri áætlanir til hliðar. Það hefur
verið magnað að fylgjast með öllum
þeim nýju aðferðum, verkfærum
og hugmyndum sem fagfólk á sviði
menntunar hefur gripið til og nýtt
til að styðja við virkni og velferð
barna og ungmenna. Það er áríð-
andi að við leggjum við hlustir og
heyrum raddir unga fólksins – hver
er þeirra upplifun af síðustu vikum?
Hver er og verður þeirra veruleiki?
Hver eru þeirra forgangsmál?
Við þurfum nú að leysa öll megin-
verkefni samfélagsins við nýjar og
óvæntar aðstæður. Nú sem aldrei
fyrr þarf að efla nýsköpun og virkja
hugvit til að styðja við atvinnu-
og efnahagslíf og renna styrkari
stoðum undir samfélagið. Það er
því fagnaðarefni að í aðgerðapakka
stjórnvalda vegna COVID-farald-
ursins er veruleg innspýting inn í
rannsóknir og vísindi. Hér skipta
rannsóknir á menntun og mennta-
kerfinu miklu máli fyrir framtíð
Íslands. Dýpri skilningur og skarp-
ari sýn á þróun menntunar mun
skila árangri á öllum sviðum sam-
félagsins.
Gagnrýnin og
siðferðileg hugsun
Bent hefur verið á annars konar far-
aldur sem geisar um þessar mundir,
en það er staðleysufaraldur (e. info-
demic) sem felst í því að rangar
upplýsingar um COVID-19 ferðast
hraðar um en veiran sjálf, eins og
kom fram í nýlegu viðtali við Elfu
Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra
Fjölmiðlanefndar. Falsfréttir grafa
undan stoðum samfélagsins, ýta
undir tortryggni og geta skaðað
bæði einstaklinga og samfélög. Við
þessar aðstæður erum við rækilega
minnt á það grundvallarmarkmið
menntunar að efla læsi, þar á meðal
fjölmiðlalæsi, og einnig gagnrýna og
siðferðilega hugsun barna og ung-
menna. Hin gagnrýna hugsun felst
í því að vega og meta sannleiksgildi
og kynna sér uppruna eigin sann-
færinga og mótrök þeirra. Hin sið-
ferðilega hugsun felst í því að þroska
dómgreind og ætti að móta athafnir
okkar, því hún hjálpar okkur að
ákvarða að hverju skuli stefnt og
hvað skiptir raunverulega máli í líf-
inu. Meginatriðið hér er að eiginleg
menntun snýst um hvort tveggja,
skarpa hugsun og gott hjartalag.
Lifum og lærum á nýjan hátt
Sé litið um öxl yfir síðastliðnar
vikur fær engum dulist sá kraftur
sem býr í skólasamfélaginu, í frí-
stundastarfinu og í velferðarkerf-
inu okkar. Staðfest hefur verið að
menntakerfið getur aðlagast og
sveigt sig á örskömmum tíma að
samfélagslegri umbyltingu. Við
erum sannarlega ekki búin að sjá
fyrir endann á þeirri áskorun sem
COVID-19 faraldurinn er. Það mun
skipta sköpum að okkur takist að
styrkja þá lykilhæfni sem gerir
okkur kleift að takast á við f lókin
verkefni, sem einstaklingar og
sem samfélag. Við lærum nú að lifa
saman á annan hátt en áður. Mennt-
unin sem í þessu felst er gríðarmikil,
hún mun efla okkur til lengri tíma.
Menntakerfið á tímum COVID-19
Í janúar sl. bárust fréttir af alvar-legum veirufaraldi. Þremur mánuðum seinna hafa því næst
öll ríki heims brugðist við með
umtalsverðum aðgerðum, bæði til
að hefta útbreiðslu sjúkdómsins
og til að hjálpa þeim sem veikast
standa, en einnig til að taka á þeim
efnahagsvanda sem fylgir.
Ólíkt tímaskyn
Fyrir 30 árum vöknuðu þjóðir
heims upp við vondan draum;
hættulegar loftslagsbreytingar
voru um það bil að eyðileggja lífs-
skilyrðin á heimili okkar, jörðinni.
Í skyndi voru gerðir alþjóðlegir
samningar um hvað bæri að gera –
svo ótrúlega lítið. Líka á Íslandi þar
sem losun gróðurhúsalofttegunda
hefur vaxið um liðlega 30% frá
árinu 1990.
Í veirufaraldri reynist tímaskynið
annað en í yfirvofandi loftslagsvá.
Mannfólkið hefur eðlilega meiri
áhyggjur af eymd og dauða morgun-
dagsins en að jörðin verði illbyggi-
leg eftir fáeina áratugi.
Lærdómur og samkennd
Samkennd er mikilvæg forsenda
fyrir þeim aðgerðum sem við upp-
lifum þessa dagana. Viðbrögðin
nú sýna að hægt er að grípa til
virkra aðgerða á stuttum tíma ef
pólitískur vilji er fyrir hendi og ef
þorri almennings styður þær og
hlítir því að gjörbreyta lifnaðar-
háttum án fyrirvara. Margir velta
fyrir sér hvort af þessu megi draga
lærdóm til að takast á við enn meiri
ógn en kórónaveiruna: lífshættu-
legar loftslagsbreytingar af manna-
völdum.
Loftslagsbreytingar
bitna á unga fólkinu
Unga fólkið og þeir sem eru heilsu-
hraustir þurfa síður að óttast veir-
una. Samt axla þeir ábyrgð á því að
vernda þá sem eldri og viðkvæmari
eru.
Þessu er alveg öfugt farið þegar
kemur að loftslagsbreytingum því
þar hefur unga fólkið mestu að
tapa. Samkennd á milli kynslóða
og umhyggja fyrir kynslóðum fram-
tíðar eru forsenda aðgerða í lofts-
lagsmálum. Eða eins og Andri Snær
skrifaði í nýlegri bók sinn „hags-
munir fyrirtækja og þægindi hafa
vegið þyngra en hafið, andrúms-
loftið og öll barnabörn heimsins
um alla framtíð“. Því þarf að breyta.
Lausnir þurfa að
byggja á samstarfi
Hnattvæðingin, sem er ein for-
senda góðra lífskjara, hefur stuðlað
að því að veiran berst hratt um
alla heimsbyggðina. Þannig hefur
veirufaraldurinn sýnt okkur að
við jarðarbúar erum í raun öll á
sama báti. Loftslagsvandinn er líka
hnattrænn og skilvirkar lausnir
þurfa að byggja á samstarfi ríkja og
öflugum alþjóðlegum stofnunum.
Parísarsamkomulagið er nothæfur
rammi um alþjóðlegt samstarf um
loftslagsmál. Þann ramma þarf að
efla á komandi árum, ekki síður en
Alþjóðaheilbrigðisstofnunina.
Enn er tími
Heimsbyggðin hafði fáeinar vikur
til að bregðast við hættulegri veiru.
Heimsbyggðin hefur haft undan-
farin 30 ár til að bregðast við enn
hættulegri vá, loftslagsbreytingum
af mannavöldum. Það viðfangsefni
hverfur ekki þó veirufárinu ljúki. En
sem betur fer höfum við enn tíma
til að bregðast við loftlagsvánni – en
þó ekki mikinn.
Mannlíf og náttúra dafna í sátt
Aðgerðir gegn veirunni hafa sett
efnahagslífið í frost. En aðgerðir
til að vernda loftslagið þurfa hins
vegar ekki að setja efnahagslífið á
annan endann – ef vel er að verki
staðið. En samt þarf, eins og Andri
Snær sagði í bók sinn Um tímann
og vatnið, „nánast að endurhanna
20. öldina eins og hún leggur sig.
Það þarf að endurhugsa hvað við
borðum, þarf að endurhugsa tísku
og tækni, allar samgöngur, alla
framleiðslu og neyslu. Það þarf að
endurhugsa heiminn og það þarf
að gerast jafn hratt eða hraðar en
menn þróuðu flugið, kjarnorkuna
og tölvutæknina.“ Lausnirnar eru
margar hverjar fyrir hendi og þær
vinna ekki bara á loftslagsvand-
anum, þær munu einnig stuðla að
sjálfbærri hagsæld; gera heiminn að
stað þar sem mannlífið fær að dafna
í betri sátt við náttúruna. Það sem
vantar nú er öflugri pólitískur vilji,
víðtækari stuðningur almennings
og skilvirkara alþjóðlegt samstarf.“
Ísland sem gott fordæmi
Í dag heyrast þær raddir að viðbrögð
Íslendinga við kórónaveirunni hafi
verið til fyrirmyndar. Vonandi
reynist það rétt. Ísland getur líka
orðið gagnlegt fordæmi í loftslags-
málunum. Skref í þá átt eru skýr,
tímasett og lögbundin langtíma-
markmið; að hætta alfarið að nota
jarðefnaeldsneyti og nýta einungis
endurnýjanlega orku. Loftslags-
hópur Landverndar hefur sett fram
eftirfarandi tillögu:
2020
n Aukið fjármagn í nýsköpun og
þróun fyrir notkun hreinna
orkugjafa í flugsamgöngum í
samstarfi við grannþjóðir.
2023
n Banna innflutning á bensín- og
dísilbílum.
2025
n Banna innflutning vinnuvéla
og tækja sem ekki ganga fyrir
hreinum orkugjöfum.
n Öll opinber framkvæmdasvæði
noti eingöngu tæki sem ganga
fyrir hreinum orkugjöfum.
n Jarðefnaeldsneytislausar al-
menningssamgöngur á landi.
2030
n Farþegaflug knúið rafmagni í
fyrsta sinn.
n Landsamgöngur án jarðefna-
eldsneytis.
n Sjósamgöngur án jarðefnaelds-
neytis.
2035
n Fiskiskipaflotinn án jarðefna-
eldsneytis.
n Millilandaflug án jarðefnaelds-
neytis.
Ég held að þetta sé býsna góður
vegvísir að leiðangri til að bæta
forsendur þess að af komendur
okkar njóti velsældar um ókomna
framtíð. Að minnsta kosti hef ég
ekki séð neinn betri enn sem
komið er.
Saman getum við!
Þjóðin, já heimurinn allur, býr yfir
tækni, þekkingu og auðlegð til að ná
markmiðum Parísarsamkomulags-
ins um aðgerðir til að hindra hættu-
legar loftslagsbreytingar. En ekki
má gleyma að til þess þarf sterkan
pólitískan vilja, víðtæka samstöðu
og stuðning almennings – alveg
eins og í baráttunni við COVID-19.
Nýtum reynsluna og sýnum sam-
stöðu sem nýtist til aðgerða gegn
hamfarahlýnun.
Hvað hefur COVID-19 kennt okkur?
Eva Pandóra
Baldursdóttir
Kristján Þ.
Halldórsson
Kolbrún Þ.
Pálsdóttir
Forseti
Mennta-
vísindasviðs
Háskóla Íslands
Við þessar aðstæður verður
enn greinilegra hversu
mikilvægt það er að tryggja
öllum byggðarlögum há-
hraðatengingar.
Það hefur verið magnað að
fylgjast með öllum þeim
nýju aðferðum, verkfærum
og hugmyndum sem fagfólk
á sviði menntunar hefur
gripið til og nýtt til að styðja
við virkni og velferð barna
og ungmenna.
Heimsbyggðin hafði fáeinar
vikur til að bregðast við
hættulegri veiru. Heims-
byggðin hefur haft undan-
farin 30 ár til að bregðast
við enn hættulegri vá, lofts-
lagsbreytingum af manna-
völdum.
Tryggvi
Felixsson
formaður
Landverndar
2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð