Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga
Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Einangrun vegna heimsfaraldurs getur haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á ástarsam
bönd. Neikvæðar tilfinningar
geta blossað upp, en þetta getur
líka verið einstakt tækifæri til að
vinna í sambandinu. Harpa Katrín
Gísladóttir sálfræðingur er með
ráðleggingar varðandi hvernig er
hægt að nýta tímann sem best.
Gullöld innhverfra
„Einangrun stríðir gegn mann
legu eðli og getur beinlínis verið
hættuleg, enda eru hún notuð sem
pyntingaraðferð,“ segir Harpa.
„En það er mjög persónubundið
hvað fólk þarf mikla samveru með
öðrum. Þetta hefur verið skoðað
út frá persónuleikaþáttum eins
og innhverfu (e. introvert) og
úthverfu (e. extrovert), en þeir sem
eru úthverfir nærast í samskiptum
á meðan þeir sem eru meira inn
hverfir nærast í einveru.
Innhverfir þurfa jafn mikið á
nánd og samskiptum að halda, en
minni samskipti duga þeim til að
líða vel. Takmarkanir og sam
komu bann hægir verulega á sam
félaginu sem hefur líka jákvæðar
hliðar. Það mætti í gamni segja að
nú sé gullöld intróvertanna,“ segir
Harpa. „Aðstæður núna hafa þær
afleiðingar að mun minni pressa er
á að fólk að hittist og sé að gera hitt
og þetta.
Hægagangurinn í samfélaginu
skapar tíma sem fólk getur nýtt á
uppbyggilegan hátt, til dæmis til
að hlúa að sjálfum sér og gera hluti
sem við njótum en gefum okkur
venjulega ekki tíma í. Sumir upp
lifa sóttkví á jákvæðan hátt því allt
í einu er tími fyrir ýmislegt sem
hefur setið á hakanum lengi,“ segir
Harpa. „En öðrum finnst mjög
erfitt að hafa svona mikinn frítíma
og þá gæta óþægilegar tilfinningar
eins og eirðarleysi eða pirringur
vaknað. Ef fólk hefur ekki hjálp
legar leiðir til að takast á við þetta
er hætta á að það bitni á fólkinu
í kringum það og það kenni því
jafnvel um vanlíðanina.“
Nánd veitir öryggi
„Í góðu ástarsambandi mætir fólk
þörfum hvort annars og í öruggum
tengslum við maka sinn er hægt að
fá ómetanlegan stuðning á svona
tímum,“ segir Harpa. „Það er líka
mikilvægt að þekkja og geta sinnt
sínum eigin þörfum, því annars
getur það haft neikvæð áhrif á
samband við makann.
Við finnum mörg fyrir kvíða
þessa dagana, sem er eðlilegt
miðað við aðstæður, og kvíði skap
ar þörf fyrir öryggi,“ segir Harpa.
„Náin tengsl veita öryggi, þannig
að ef við getum fengið stuðning hjá
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Harpa segir að það séu ýmsar leiðir til að njóta samverunnar. Það getur til dæmis verið skemmtilegt fyrir pör að brjóta upp daginn og búa til alls konar lítil
ævintýri í hversdagsleikanum, til dæmis með því að elda framandi rétti saman, lífga upp á kynlífið og stunda útiveru saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
makanum hjálpar það okkur að
takast á við erfiðar tilfinningar og
styrkir um leið sambandið.“
Áhrifin ólík eftir
samböndum
„Sum pör eru aðskilin vegna
faraldursins en tímabundinn
aðskilnaður þarf ekki að vera
slæmur ef sambandið er sterkt og
tengslin örugg. Sérstaklega ekki
þegar við höfum margar og góðar
leiðir til að eiga í samskiptum,“
segir Harpa. „En ef traust skortir
getur aðskilnaður aukið á óöryggi
og tortryggni.
Ef fólk hefur nýlega kynnst getur
aðskilnaður verið mjög sársauka
fullur og það er oft mikill líkam
legur söknuður,“ segir Harpa. „Þá
hefur parið ef til vill þörf til að
vera í miklum samskiptum og telja
niður dagana þar til það hittist á
ný. Það er auðveldara ef hægt er að
sjá fyrir endann á aðskilnaðinum,
en annars getur gagnast að brjóta
tímann niður og reyna að gleyma
sér í öðru.
Það getur líka verið áskorun
fyrir pör að vera saman í einangr
un frá öðrum. Þá reynir á hversu
vel þeim tekst að mæta þörfum
hvort annars og hve vel þau sinna
eigin þörfum,“ segir Harpa.
„Ef fólk á erfitt með mikla
samveru getur það bent til þess
að eitthvað sé að í sambandinu.
Stundum á fólk til dæmis erfitt
með nánd með makanum sínum,“
segir Harpa. „Sum hjón eru alltaf
að sinna einhverju og eru sjaldan
eða aldrei tvö ein og hafa því ekki
náð að byggja upp nánd sín á milli,
sem er synd.
Einangrunin getur verið
tækifæri til að hlúa að ástarsam
bandinu. Þá er næði til að spjalla
saman og kynnast enn betur, láta
sig dreyma saman eða gera áætl
anir um framtíðina,“ segir Harpa.
„Margir vilja líka velta fyrir sér
lífinu eftir faraldurinn og gera ein
hverjar breytingar og það er gott
að gera það með makanum.
En ef sambandið er slæmt getur
verið mjög sársaukafullt og erfitt
að vera í svona mikilli nánd,“ segir
Harpa. „Þá getur allt sem fór í taug
arnar á fólki við makann magnast
upp og orðið nánast óbærilegt.
Það leiðir til neikvæðra samskipta
og þá hefst vítahringur sem getur
eitrað andrúmsloftið á heimilinu
og jafnvel leitt til of beldis. Þá er
hræðilegt að vera fastur heima.
Fullorðnir verða líka að gera allt til
að bjóða börnum ekki upp á svona
aðstæður.“
Vont getur versnað
„Vandamál í ástarsambandi eru
líkleg til að magnast upp undir
álagi. Fjárhagsáhyggjur hrjá mörg
heimili núna og margir upp
lifa mikinn kvíða yfir ástandi
heimsins og allri óvissunni,“ segir
Harpa. „Þá er mikilvægt að hlúa að
sér og reyna að láta sér líða betur.
Hjón og pör geta hjálpað hvort
öðru með þetta og rannsóknir
sýna að við þolum vanlíðan betur
þegar við förum í gegnum hana
með öðrum.
Vandamál geta magnast upp
í einangrun, sérstaklega ef við
kunnum ekki aðferðir til að takast
á við þessi vandamál,“ segir Harpa.
„Þá getur þunglyndi, kvíðaröskun,
áfengisneysla eða önnur vandamál
orðið mjög erfið.
Þá er gríðarlega mikilvægt að
leita sér aðstoðar og tala við annað
fólk, þó ekki sé nema með sím
tölum eða netsamskiptum,“ segir
Harpa. „Mig langar líka að benda á
hjálparsíma Rauða krossins í þessu
sambandi og svo bjóða líka margir
sálfræðingar upp á viðtöl í gegnum
fjarfundabúnað.“
Álag en líka tækifæri
„Margar barnafjölskyldur hafa
þurft að sinna heimaskóla ofan
á aðrar skyldur heimilisins. Það
getur verið mjög streituvaldandi
fyrir foreldra sem hafa takmark
aða kunnáttu til að kenna börnum
og eru líka að sinna starfi sínu,“
segir Harpa. „Átök á milli barna
og foreldra geta aukist og einnig
á milli foreldranna, sem þurfa að
vera duglegir að skipta með sér
verkum. Einstæðir foreldrar eru
auðvitað í enn erfiðari stöðu.
En í þessum tímum felast líka
dýrmæt tækifæri til að kynnast
börnum sínum og tengja við þau,“
segir Harpa. „Hversdagslíf nútíma
fjölskyldunnar er ansi erilsamt
og jafnvel þó fólk búi undir sama
þaki á það ekki endilega margar
gæðastundir saman. Í samkomu
banninu felst einstakt tækifæri
til að tengja við fólkið sitt, eyða
tíma með því og tala um hluti sem
jafnan gefst ekki tími fyrir. Svona
samverustundir geta dýpkað sam
bönd mikið og styrkt tengsl.“
Náin tengsl næra sálina
„Allt sem eykur nánd í ástarsam
bandi er rómantískt. Því legg ég til
að nota þetta tækifæri til að njóta
samverunnar og láta sér líða vel
saman,“ segir Harpa. „Síðan getur
verið skemmtilegt að brjóta upp
daginn og búa til lítil ævintýri í
hversdagsleikanum. Það gæti til
dæmis verið að elda framandi rétti
sem tekur langan tíma að elda,
eða að leika sér í kynlífi og prófa
eitthvað nýtt. Svo er útivera mjög
hressandi og rómantísk ef hún er
stunduð með rétta aðilanum. Það
er um að gera að láta bara hug
myndaflugið ráða.
Til að koma í veg fyrir að
einangrunin hafi neikvæð áhrif
á sambandið er mikilvægt að
gefa sér tíma til samskipta og
finna leiðir til að mæta bæði eigin
þörfum og hvort annars,“ segir
Harpa. „Stundum höfum við þörf
til að vera ein og þá er hjálplegt að
útskýra það fyrir makanum án
þess að gera það persónulegt og
skella sér svo í góðan og endur
nærandi göngutúr.
Ef pör sem hafa það venju
lega gott eiga erfitt núna er gott
að skoða sambandið til að átta
sig á hvar erfiðleikarnir liggja
og hvort þeir séu vegna undir
liggjandi vanda,“ segir Harpa.
„Liggur vandinn í nándinni? Getur
verið að annar hvor eða báðir eigi
erfitt með að sinna eigin þörfum
og hætti til að skella skuldinni á
makann þegar þeim líður illa? Er
erfitt að setja mörk eða ákveða
verkaskiptingu í nýjum og óvenju
legum aðstæðum? Þetta þarf að
skoða og ræða með opnum hug.
Sum pör eru kannski ekki vön
að tala svona saman en þá er hér
komið gullið tækifæri til að bæta
sambandið. Því aðaluppspretta
hamingjunnar er náin og nærandi
tengsl og hjónaband er staður þar
sem við getum byggt þau upp.“
Í góðu ástarsam-
bandi mætir fólk
þörfum hvort annars og
í öruggum tengslum við
maka sinn er hægt að fá
ómetanlegan stuðning á
svona tímum.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R