Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.04.2020, Qupperneq 22
Við Einar Jónsson, vinur minn, tókum fyrst þátt árið 2019. Ég hafði þá komist á snoðir um verkefnið í gegnum systur vinkonu minnar sem tók þátt tvö ár í röð; sá að hún var að brasa á hjóli í hinum og þessum löndum og spurði hana út í verk- efnið sem mér fannst bæði fallegt og skemmtilegt, og ákvað að sækja um,“ segir Brynja Kristinsdóttir, ljósmyndari og aðstoðarmann- eskja í íslenska Team Rynkeby- liðinu. Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðarstarf, stofnað árið 2002 í Danmörku þegar ellefu hjól- reiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að sjá lok Tour de France. Þátt- takendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameins- sjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. „Verkefnið hefur stækkað ár frá ári og nú taka þátt 57 lið frá öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi og Sviss, og eitt alþjóðlegt lið. Þau hjóla í sömu vikunni mismunandi leiðir niður Evrópu og enda á sama degi í París,“ upplýsir Brynja. Í fyrstu ferð íslenska liðsins voru 32 hjólarar og níu aðstoðar- menn. Nú eru 42 hjólarar og átta aðstoðarmenn. „Hjólararnir gætu aldrei hjólað þessa leið án þess að hafa með sér frábært aðstoðarfólk. Öllum er frjálst að senda inn umsókn um þátttöku og er liðið skipað í sept- ember ár hvert. Þá nýtist tíminn og veturinn fram að ferð í að safna styrkjum og koma sér í gott hjóla- form. Ferðin sjálf er krefjandi þar sem sumar dagleiðir eru um 200 kílómetra langar og því þarf að undirbúa sig vel,“ segir Brynja. Þess má geta að allir þátttak- endur greiða kostnað sinn sjálfir, þar með talin hjól og hjólafatnað en öll Team Rynkeby-liðin eru á eins hjólum. „Stemningin í liðinu er alltaf góð. Allir eru að stefna að því sama; að styrkja gott málefni, hafa gaman og æfa sig fyrir ferðina þar sem hjólaðir eru um 1.300 kílómetrar á einni viku. Í ferðinni hjóla allir hjólarar alla leiðina. Fólk æfir sig því mikið saman á undirbúningstímanum og hittist við ýmis tækifæri til að hópurinn kynnist vel enda þarf hann að geta unnið vel saman,“ segir Brynja. 50 milljónir á þremur árum Ísland tefldi fyrst fram þátttöku- liði í Team Rynkeby árið 2017. Þá söfnuðust 9.414.067 krónur. Árið á eftir söfnuðust 16.612.744 krónur og í fyrra söfnuðust alls 23.611.699 krónur en öll árin var söfnunarféð afhent Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna (SKB). „Íslenska liðinu hefur gengið vel að safna til góðgerðarstarfsins þegar við höfum haft samband við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Sum fyrirtæki hafa verið með okkur frá byrjun og það er grunnurinn að því að við höfum getað afhent SKB tæplega 50 milljónir á þremur árum. Við erum gríðarlega þakklát þeim sem hafa lagt okkur lið á einn eða annan hátt,“ segir Guðmundur S. Jónsson, liðsstjóri Team Rynkeby Ísland. Hjólað fyrir krabbameinsveik börn Team Rynkeby samanstendur af 2.150 hjólurum og 550 aðstoðarmönnum. Öll liðin hjóla til styrktar börnum með alvarlega sjúkdóma, hvert í sínu landi. Ísland tók fyrst þátt árið 2017. Íslenska Team Rynkeby-liðið í Belgíu á leið til Parísar sumarið 2019. Brynja Kristinsdóttir og Einar Jónsson í Team Rynkeby. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýlega ákvað stjórn Team Rynke by-sjóðsins að ferðin til Par- ísar yrði ekki farin þetta ár vegna COVID 19-faraldursins. „Liðin hjóla mörg hver í gegnum fimm lönd og eins og staðan er víða þótti ekki forsvaranlegt að fara í ferðina í ár. Við ætlum hins vegar að hjóla innanlands á sama tíma og við hefðum hjólað úti í sumar, förum á fullt að æfa úti þegar hægt verður vegna takmark- ana og stefnum svo á hjólaferð um Ísland í sumar,“ segir Guðmundur. Áhugasamir sækja um á team- rynkeby.is. Hægt er að leggja mál- efninu lið í styrktarnúmerunum: 907-1601 = kr. 1.500 907-1602 = kr. 3.000 907-1603 = kr. 5.000 Nánar á team-rynkeby.is og Facebook: Team Rynkeby Ísland. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RALLIR ÚT AÐ HJÓLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.