Fréttablaðið - 24.04.2020, Síða 36
Úr sóttkví beint inn í sumarið
Fyrsti dagur sumars var í gær, en sumarið í ár verður eflaust litað af því flókna ástandi sem hefur yfirtekið heiminn vegna COVID-19 faraldursins.
Margir hafa þurft að fresta og
breyta plönum í ljósi þessa en flestir
virðast ætla að halda í jákvæðnina
og gera það besta úr stöðunni.
Fréttablaðið fékk nokkra skemmti-
lega einstaklinga til að deila með
lesendum plönum sínum fyrir sum-
arið. steingerdur@frettabladid.is
Margir hafa þurft að laga plön sín fyrir
sumarið að breyttu ástandi í heiminum.
Fréttablaðið fékk nokkra skemmtilega ein-
staklinga til að deila með lesendum plönum
sínum fyrir þetta fordæmalausa sumar.
EVA RUZA MILJEVIC
SKEMMTI-
KRAFTUR
ÖRN
ELDJÁRN
TÓNLISTAR-
MAÐUR
Það er í raun ekkert plan í gangi út af þessu
ástandi. Ég átti að spila nokkur gigg erlendis
með Júníusi Meyvant en það er búið að af-
lýsa því. Ég og Valdimar Guðmundsson tón-
listarmaður ætluðum að taka eina hring-
ferð um landið og spila á þessum helstu
stöðum eins og við höfum gert undanfarin
ár. Við þurfum eitthvað að aðlaga túrinn
eftir aðstæðum. Svo er það auðvitað söng-
leikurinn 9 líf þar sem ég spila í hljómsveit-
inni, það verður auðvitað bið eftir honum.
Ég og Ösp systir mín ætluðum að fara einn
hring um landið og troða upp. Maður reynir
bara að halda rónni og sjá hvað gerist. Ég
er búsettur í Svarfaðardal á meðan á þessu
stendur og ég meira að segja sótti um
sumarstarf hjá Dalvíkurbyggð við viðhald
og að gera og græja. Annars hef ég sett upp
upptökustúdíó hér í dalnum og er að vinna
að eigin efni, meðal annars plötu með Ösp,
og annarri með móður minni, Kristjönu Arn-
grímsdóttur.
Planið í sumar var að fljúga suður um höf, eða ég held
að Kanarí sé í suðri en ég er oft illa áttuð, með bikiní
í hægri, sólarvörn í hinni og fjölskylduna í eftirdragi.
Þar sem ungfrú Kóróna fór sturluð yfir heims-
byggðina þá verða Kanarífuglarnir að bíða aðeins
eftir okkur. Ég er gríðarlega lítil útilegumanneskja og
er farin að svitna smá yfir Íslandsplönum eiginmanns
og barna, sem snúast um að sofa helst undir berum
himni allt fríið. Ætli ég leigi ekki bara húsbíl og elti
þau ef plön ganga eftir. Annars eiga mamma og pabbi
bústað sem við munum eflaust nýta okkur vel í sól
og alvöru sumri, sem ég er handviss um að komi.
Sumarplönin mín eru búin að breytast
töluvert, mér var boðið í brúðkaup í
Washington í júní sem ég ætlaði að breyta
í mánaðarreisu um Bandaríkin, þar sem ég
hef aldrei komið þangað áður. Það er auð-
vitað ekki að fara að gerast núna. Þannig að
mín ferðaplön eru fá. Mig langar að rækta
garðinn minn. Ég mun svo leika í nokkrum
verkefnum yfir sumarið sem hafa færst til
vegna faraldursins, þannig að það verður
einhver vinna í bland við garðræktina mína
á Óðinsgötu.
Annars sé ég fyrir mér sjúklega kósí sumar
með mörgum grillveislum í garðinum. Ef
sundlaugarnar fara ekki að opna þá ætla
ég að kaupa mér uppblásna sundlaug og
setja hana á pallinn svo ég deyi ekki úr frá-
hvörfum.
Í sumar hlakka ég til að flakka um
rólóa Reykjavíkur og vonandi fara
oft í viku í sund. Við fjölskyldan
ætluðum að fara til Danmerkur
í útskrift hjá litla bróður mínum
en í staðinn tökum við vonandi
góða útilegu, borðum ís og eltum
náttúrulaugar. Stefnan er tekinn
norður þar sem fjölskyldan á
bústað í Hörgárdal. Sundlaugin
á Akureyri er náttúrulega með
bestu rennibrautir landsins,
þótt sundlaugin á Þelamörk sé
dásamlegust. Fáum okkur svo
grænmetispylsu á Pylsuvagninum
á Akureyri. Þá langar okkur aftur
á GeoSea á Húsavík, rúnta um
Mývatn og ganga um Ásbyrgi. Það
þarf náttúrulega að nota þessa
inneign frá ríkinu.
Ég var nokkuð heppinn í þessu ástandi, var fenginn
inn í frístundastarf vegna þess að aðrir starfsmenn
þurftu að fara í sóttkví. Ég fékk þar af leiðandi vinnu
í sumarstarfinu í frístund. Mig dreymdi um að fara til
Parísar og taka þátt í trúðanámskeiði í júlí en ég verð
þá bara að finna mér eitthvað annað leiklistartengt
að gera yfir sumarið. Kannski að ég búi til verk ætlað
börnum með krökkunum í sumarstarfinu.
AUÐUR
KOLBRÁ
BIRGISDÓTTIR
LÖG-
FRÆÐINGUR
TELMA
HULD
JÓHANNES-
DÓTTIR
LEIKARI
FANNAR
ARNARSSON
LEIKLISTAR-
NEMI
2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ