Kýmni - 15.01.1930, Side 5

Kýmni - 15.01.1930, Side 5
QjroDa/QS-ioj'songur- I nefið, í nefið nú tóbak ég tek úr töfrandi pontunni fríðu. Af ánægju hausinn þá ákaft ég skek, því indælu straumarnir blíðu þeir leita til heilans svo hratt og svo kátt, að hamrömm fer sálin að loga, og andinn þá fær þennan funandi mátt og flýgur um víðgeimsins boga. Eg flýg svo í leiðslu um lofthvelin blá unz loks að ég snýti mér aftur, en andinn á jarðríki ofan fer þá og einnig sá voldugi kraftur, sem fékk hann í þessari þeysandi ferð, er þaut hann um ókunna geima. fiann glóir þá allur af gáfnanna mergð og getur ei tamið þær heima. Því takið í nefið! — Þá fáið þið fjör og fljúgandi gáfurnar skörpu, þá vopnist þið andríkis hárbeittum hjör og hugmyndafluginu snörpu. — Og neftóbakskornunum þakkið þið það, að þið fáið kvæðið að Hta. — En andinn er farinn — nú brýt ég í blað, því bráðum ég þarf mér að snýta. STorsfeinn Sóaffcfórsson

x

Kýmni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kýmni
https://timarit.is/publication/1420

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.