Kýmni - 15.01.1930, Síða 11

Kýmni - 15.01.1930, Síða 11
 ?ymm l/EIR íþróttamenn. — í annarsflokks biðherbergi á járnbrautarstöð sat maður með mikla ístru. Hann hafði með sér töluvert af farangri, þar á meðal loðkápu. — Hann þurfti að bregða sér út sem snöggvast, en áður en hann fór, skrifaði hann eftirfarandi aðvörun á miða og festi hann við loðkápuna: »Eg er aflraunamaður, jafnhendi 290 pund með annari hendi; einnig sigurvegari í 13 kappglímum. Aðvara alla um að snerta við loðkápunni minni eða eiga nokkuð við farangurinn. — Kem strax aftur*. Þegar hann kom aftur, sá hann að loðkápan var horfin, en þar, sem hún hafði verið, fann hann seðil, sem þetta stóð skrifað á: »Ég er hraðhlaupari, hefi sigrað í 13 kapphlaupum, hraði 30 kílómetrar á klukkutímanum. — Kem aldrei aftur*. Hjón rífast. — Hún: »Einu sinni var öðru vísi ástatt okkar í milli, það man ég. — Eða manstu ekki eftir því, þegar þú stóðst dauðskotinn og kengboginn á hnján- um fyrir framan mig og sagðist heldur vilja búa með mér í helvíti, heldur en að lifa aleinn og án mín í Paradís*. Hann: »]ú, — enda hafa forlögin verið svo misk- unnarlaus, að láta þá ósk mína uppfyllast bókstaflega*. I bókaherberginu. — Frúin (eftir að gestirnir eru farnir): »Það var mjög óvarkárt af þér Sigurður, að láta gestina koma hingað inn. Nú hafa þeir farið með allar þær bækur, sem ég hefi fengið að láni frá þeim síð- ustu tíu árin«.

x

Kýmni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kýmni
https://timarit.is/publication/1420

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.