Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 2
2
Óliáð flokkadrætti
Minning:
Einar
á Einarsstöðum
Einar frá Einarsstöðum
var fæddur 5. ágúst 1915,
þriðja barn af ellefu syst-
kinum. Foreldrar hansvoru
Jón Haraldsson bóndi þar
og kona hans Þóra Sigfús-
dóttir.
Einar varðaldrei hár ílofti
en var þó hörku íþrótta-
maður, kattlipur og fylginn
sér. Hann féll vel í systkina-
hópinn en sá lengra og
meira en aðrir. Enginn vissi
þá hvert hlutverk honum
var ætlað síðar.
Einar gekk að venjuleg-
um sveitastörfum lengst af
á Einarsstöðum. Vann þó
um tíma í Reykjavík og var
bílstjóri um skeið og stofn-
aði með öðrum ,,Bílstjóra-
félag Þingeyinga” og var
fyrsti formaður þess. Sem
náttúruunnandi og maður
lífsins kaus Einar að lifa á
Einarsstöðum.
Einar naut ekki langrar
skólagöngu. Var þó við
nám í Alþýðuskólanum að
Laugum í Reykjadal en lífið
sjálft varð honum mesti og
besti skólinn. Einar leysti
öll störf mjög vel af hendi
og skilaði afköstum í betra
lagi. Hann vakti ekki athygli
með fyrirgangi heldur fyrir
það hversu hann vann verk
sín hógværlega, látlaust og
fumlaust. En þannig var öll
framkoma þessa háttprúða
manns.
Hann hafði um langt
skeið agað sig strangt og
náði slíkum tökum á sjálf-
um sér að hann brá ekki
sýnilega skapi. Var þó ekki
skaplaus. Hann talaði á
lægri nótunum og lét ekki
lastyrði né hvatreiðiorð af
vörum falla.
Hann kom hýr og hlýr til
fundar hvar sem var en
trúlega stafaði mestur
varminn frá honum er hann
bauð gestum í bæinn,
þegarfráertalinsamveran í
litla herberginu uppi þar
sem mönnum var gefið svo
óendanlega mikið og ó-
skiljanlega mikið. Það var
einmitt þar sem starf Einars
reis hæst.
Árið 1956 var Einar talinn
hæfur og valinn sem endur-
varpari kærleiks- og líknar-
starfa af þeim sem nærvoru
komnir almættinu en jarð-
arbúar. Þetta áttu og eiga
ýmsir erfitt með að trúa og
skilja. Gerðu jafnvel grín
að. Vissu þó vel undir niðri
að þeir gátu ekki gefið neitt
slikt af sér öðrum til bataog
heilla eins og Einar gat.
Það getur enginn með
réttu gert sér grein fyrir því
hve mörg góðverk Einar
hefur gert né hverjum ógn-
arfjölda hann hefurhjálpað
þar sem hann vék kvölum
og eymd burt svo að rúm
varð fyrir lifandi líf.
Þessi kafli líknarstarfs-
ins var oftast viðbót við
langan vinnudag í búverk-
um og náði ærið oft langt
fram á nótt.
Þegar líknar er von, ekki
síst eftir langtíma árangurs-
litla leit um bata, er fast sótt
á um hjálp og tillitssemin
oft minni en skyldi. Lái það
raunar engin. En sá þurfti
að hafa af miklu að má er
brugðist gat svo jákvætt við
flestum eins og reyndin var
með Einar.
Það var Einari til gæfu, er
inn í líf hans kom kona, Erla
Ingileif Björnsdóttir, sem
hann kvæntist 1969. Hún er
mannkosta kona er stóð við
hlið Einars af ástríki, skiln-
ingi og fórnfýsi og tók á sig
veitult starf gestrisninnar
gagnvart gestum hans. En
stærsta og besta gjöfin varð
þó sameignin þeirra, dótt-
irin Olga Marta.
Hamingja manna er oft
uppspretta gleði og sællar
ánægju jafnvel þótt verald-
leg verðmæti séu afskorn-
um skammti. Þannig var
með Einar. Þótt hann miðl-
aði svo mjög af sjálfum sér
og tæki þátt í annarra
kvölum þá stafaði frá hon-
um gleðin. Gamansemi og
skemmtileg fyndni léku
honum á tungu og fylgdi
mönnum til dyra að lokinni
viðdvöl. Menn sóttu til hans
gleði og lækningu. Slíktvar
ekki selt. Þetta var af
stórum hluta til gjöf frá
Einari sjálfum sem hann
galt með minni tíma til
umsýslu við bú sitt og bjó
því við minni efni en ella
hefði orðið.
Af innsæi í æðri svið kaus
hann sér eða tók við þessu
hlutverki og hlutskipti frá
æðri forsjón. Staðreyndin
er því sú að er Einar kvaddi
þessa veröld 24. febrúar
síöastliðinn, þá voru lítil
veraldleg verðmæti eftir-
látin handa hans ágæta
samstarfsmanni Erlu og
dóttur þeirra.
Naumast getum við, sem
mikið höfum frá Einari
þegið, vottað þeim betur
samúð okkar og samhug en
með því að gefa örlítið af
sjálfum okkur. T.d. með því
efla þann sjóð sem nú er
verið að stofna.
Það lýsi ég mína sam-
úðarkveðju og læt fylgja
blessunaróskir þeim til
handa.
Björn H. Jónsson.
Bætt vatns-
miðlun á
Miðgarði
Ríkismat Sjávarafurða hefur
gert athugasemdir við að hal'n-
arsjór sé notaður við hreinsun
lesta hjá Grindavíkurbátum.
Útgerðarmenn hafa því leitað
eftir því að vatnsmiðlun á Mið-
garði verði komið í betra horf og
hefur hafnarstjóra verið falið að
vinna að því máli.
Hafnarnefnd
vill mengun-
arvarnir
Eins og áður hefur komið
fram hér í blaðinu er Fiskimjöl
& Lýsi með ýmsar breytingar á
prjónunum. Hafnarnefnd hefur
ekki gert athugasemdir við þær
framkvæmdir, en gerir þann
fyrirvara að ítrustu mengunar-
varna verði gætt.
Slökkvilið Grindavíkur:
Blanda nýliða og
reyndra manna
Eftir allar sviptingarnar í
Slökkviliði Grindavíkur að und-
anförnu er ekki úr vegi að birta
lista yfir núverandi liðsmenn.
Fyrst eldri og reyndari liðs-
menn.
Karl Guðmundsson, Ás-
mundur Jónsson varaslökkvi-
liðsstjóri, Einar Bragi Sigurðs-
son, Helgi Sæmundsson, Magn-
ús Guðmundsson varaslökkvi-
liðsstjóri, Margeir Jónsson,
Matthías Guðmundsson, Ró-
bert Tómasson, Sigurjón Jóns-
son, Skúli Harðarson og Viðar
Sigurðsson.
Nýjir liðsmenn eru: Einar
Bjarnason, Guðmundur Árna-
son, Guðni Bragason, Óttar
Hjartarson, Pálmi K. Guðna-
son, Sigurður Kristjánsson,
Steingrímur Pétursson, Þor-
steinn Einarsson, Björn H.
Björnsson og Rósmundur Sæv-
arsson. Slökkviliðsstjóri er Þor-
kell Guðmundsson, en hans
aðalstarf er í flugþjónustudeild
Slökkviliðsins á Kehavíkurflug-
velli.
B GRÓFIN 7
KEFLAVÍK
SÍM11950
*
Bílasprautun
Réttingar
Litablöndun
Efnissala
Nordsjö
málningarvörur
*
V ...
Þetta eru þeir Vignir Óskarsson og Jóel Kristinsson. Þeir
héldu nýlega tombólu og höfðu 908 krónur inn. Peningana
létu þeir renna til Heimilis aldraðra. __________
Greiðið á réttum tíma og gerið upp áður en skuldin
gjaldfellur og forðist þannig ÓÞARFA kostnað.
Dráttarvextir eru 2,5% á mánuði.