Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 5
Óháð flokkadrætti 5 - Æ, I Iv - ym ■" 1 fWjt fmf , w 1 1 J Vinabœjasáttmálinn formlega undirritaður að viðstöddum bœjarfulltrúum beggja bæjanna. Vinabœjartengslin við Penistone: Formlega staðfest 18. apríl —„fjarlægur draumur í höfn“ sagði Sue Wood, JC félagi frá Penistone „Fyrir þremur árum var þetta fjárlægur draumur, en nú er hann orðinn að veruleika. Þá er bara að vona að samstarfið verði fjölbreytt og blómlegt“ sagði Sue Wood, félagi í JC Penistone, þegar formlega hafði verið gengið frá vinabæjatengsl- um Grindavíkur og Penistone, en það var gert í hófi í Festi 18. apríl sl. Þetta sama kvöld var mikið um dýrðir í Penistone. Þar var sveitaball að íslenskum sið og meðal gesta þar voru Pétur Páls- son og Ágústa Óskarsdóttir og að sögn Péturs var þetta hátíðleg sund, þjóðsöngurinn leikinn og mikil spenna í loftinu og fólkið áhugasamt um þessi tengsl. Grindavíkurkaupstaður hefur nú stofnað til vinabæjatengsla við þrjá erlenda bæji. Piteá í Svíþjóð, Rovaniemi í Finnlandi og nú í Penistone í Englandi. í Penistone búa um 7000 manns, bærinn er á mið-Englandi, skammt frá borgunum Barnsley og Sheffield og þangað sækja margir bæjarbúar atvinnu. f !! ! 4H George Punt, bæjarstjóri ávarpar gesti á íslensku. Neðst á síðunni er John Thorpe að afhenda Grindvíkingum gjöf frá verkafólki í Penistone. Til sölu í Grindavík # Parhús við Gerðavelli, ca. 87 ferm. Verð kr.: 2.100.000,- # Ásabraut 5, efri hæð, 3ja herb. íbúð. Verð: kr. 1.650.000,- # Hellubraut 8, efri hæð, 140 ferm. hæð ásamt bílskúr. Verðkr.: 1.750.000,- # Hólavellir 13,136 ferm. hús ásamt 42 ferm. bíl- skúr. Verð kr.: 3.000.000,- # Raðhús við Efstahraun. 125 ferm. ásamt 32 ferm. bílskúr, 4 svefnherbergi. Verð kr.: 3.200.000,- # Raðhús við Litluvelli. # Einbýlishús við Selsvelli ásamt 50 ferm. bílskúr. # Stórt einbýlishús, ca. 10 ára, við Leynisbrún, 135 ferm. ásamt 90 ferm. neðri hæð. Verð kr.: 4.000.000,- # Einbýlishús við Hvassahraun, laust fljótlega, 130ferm. Verðkr.: 2.800.000,- # Einbýlishús við Borgarhraun, ásamt bQskúr. Verð kr.: 3.500.000,- # Staðarvör 4, Viðlagasjóðshús í góðu ástandi. Verð kr.: 2.600.000,- # Suðurvör 4, Viðlagasjóðshús mikið endurbætt. Nýtískuleg eign, falleg lóð. Verð kr.: 3.100.000,- ORLOFSHÚS Orlofshús Verkalýðsfélags Grindavíkur á Akureyri verður til leigu í sumar fyrir félags- menn. Tekið er á móti umsóknum frá 15. apríl til 15. maí 1987. Athugið: Þær umsóknir sem þegar hafa borist þarf að endurnýja, að öðrum kosti verða þær ekki teknar til greina. Til þess að koma sem flestum að, verður húsið opnað til móttöku í byrjun júní 1987. Leiga fyrir hverja viku er kr. 2.500,-, sem þarf að greiða við úthlutun. F.H. VERKALÝÐSFÉLAGS GRINDAVÍKUR ORLOFSNEFND

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.