Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 4
4 Óliáð flokkadrætti Knattspymudeildin stendur á tímamótum: r , ,Eg er viss um að tímanum hefur verið vel varið ‘ ‘ —spjallað við Jónas Þórhallsson formann Knatt- spyrnudeildar UMFG Knattspyrnudeild UMFG verður 10 ára á þessu ári, en saga íþróttarinnar er vitaskuld lengri í bænum. Á þessum 10 árum hafa áhugasamir formenn hald- ið um stjórnvölinn. Menn eins og Sigurður G. Ólafsson, Gunn- laugur Hreinsson, Gunnar Vil- bergsson, Ragnar Ragnarsson, Hilmar Knútsson, Hermann Guðmundsson og nú síðast Jón- as Þórhallsson. Auk þessara manna hafa ávallt setið áhuga- samir menn í stjórn deildarinnar og hægt og bítandi lagt grunn- inn að því að Knattspyrnudeild UMFG er nú glæsilega rekið áhugamannafélag, stefnufast, með góð markmið. Að efla æsk- una í leik og starfi og ná árangri. Bæjarbót hitti hinn ötula for- mann deildarinnar, Jónas Þór- hallsson, að máli og spurði hann fyrst um nýja félagsheimilið. ,,Þetta var draumur, sem lengi hafði verið hjá okkur, þessum kjarna sem mest höfum unnið að félagsmálum deildar- innar. Sumarið 1983, í for- mannstíð Ragnars Ragnars- sonar var Kjartan Másson þjálf- ari hérna og hann lagði mjög mikla áherslu á að deildin ætti einhvern samastað og þá fórum Ragnar Ragnarsson hefur unnið frábært starffyrir deild- ina. við að huga að því að eignast hús. Við skoðuðum ýmsa mögu- leika, sumarbústaði, gamla hafnarvarðahúsið og fleira. Síðan varð það úr að Gunnlaug- ur Hreinsson og Hilmar Knúts- son drifu í að teikna þetta hús og útvega öll tilskilin leyfi og áður en menn vissu af var kominn sökkull! Síðan hefur þetta verið látlaus sjálfboðavinna, þó með hléum. Grindin var reist 1984, húsið gert fokhelt 1985 og síðan var lokaátakið 1986. Við tókum húsið í notkun 26. júní 1986. Það var stór stund.“ En hverju hefur það breytt fyrir deildina að hafa þessa aðstöðu? „Vegna stuttrar reynslu er nokkuð erfitt að svara því. Ég held að í sumar komi fyrst í ljós hve mikilvægt þetta hús er fyrir deildina. Ég spái því að þegar fram í sækir muni þetta gjör- bylta öllu okkar starfi og hugs- unarhættinum til hins betra. Til þessa hefur verið mikið og gott starf í húsinu og það getur aðeins vaxið ekki bara knatt- spyrnunni til góða, heldur öllu æskulýðs- og félagsmálastarfi í bænum.“ Nú hefur þú, ásamt Ragnari Ragnarssyni og auðvitað fleirum, eytt gifurlegum tíma í uppbyggingu þessarar aðstöðu fyrir deildina. Sérðu einhvern tíma eftir þessum ólaunuðu sjálfboðastörfum? ,,Ég skal segja þér að oft hefur hverflað að manni að nú væri nóg komið og aðrir gætu Hér eru þrír forystumenn með leikmönnum framtíðarinnar. Myndin var tekin við verðlaunaaf- hendingar eftir vel heppnaða knattspyrnuvertíð sl. haust. Félagsheimili knattspyrnudeildar UMFG við íþróttavöllinn. Sannarlega öðrum áhugasömum félögum til eftirbreytni hvernig var staðið að málum. Jónas Þórhallsson, formaður knattspurnudeildar UMFG. ,,Það kemur í Ijós ísumar hve mikilvœgt félagsheimilið á eftir að reynast okkur. “ tekið við. En þetta er nú þannig að við höfum ekki fyrr lokið einu verkefni, en vangaveltur um ný viðfangsefni taka við. Nýjar hugmyndir og lausnir þjóta um hugann og láta mann bara ekki í friði! Nei, nei, ég sé ekki eftir þessum stundum, og ég veit að þeim hefur verið vel varið og ég er viss um að félagar mínir sem hafa verið í þessu líka eru mér sammála,“ sagði Jónas að lokum. Á síðasta ári sagði einn bæjarfulltrúinn um starf og stórhug knattspyrnudeildar- innar að þar væri „eldmóður sem alls ekki mætti slökkva, en yrði að styðja dyggilega.“ Þau orð segja í rauninni allt sem segja þarf. Unnið að gerð grasvallar sl. haust. Gerð vallarins er þrekvirki sem hlýtur að skila árangri. Félagsmenn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur! Sumarbústaður félagsins í Hraunborgum Grímsnesi verður tilbúinn til leigu eftir mikl- ar endurbætur fyrstu vikuna í júní. Bústað- urinn í Húsafelli Borgarfirði er tilbúinn til leigu. Stjórn sumarbústaðanna hvetur ykkur sem ætlið að nota bústaðina í sumar til að sækja um tímanlega og greiða leigugjaldið við pöntun. ATHUGIÐ! Umsóknarfresturinn er til 1. • r r jum. Upplýsingar og móttaka pantana hjá: Sverrir Jóhannsson, Ránargötu 8, hs. 8064, vs: 8262. Björn Gunnarsson, Leynisbr. 9, sími 8198. Borþór Baldursson, Dalbraut 5, sími 8546.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.