Fréttablaðið - 30.04.2020, Page 1

Fréttablaðið - 30.04.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 Nýr réttur! MEÐ BÉARNAISE-SÓSU OG KARTÖFLUGRATÍNI Lambasteik Heit máltíð, tilbúin á 12 mín. Hægeldun tryggir að vítamín og næringarefni halda sér. Íslensk framleiðsla, íslenskt kjöt, án allra rotvarnarefna. Vinna við byggingu nýs Landspítala er í fullum gangi. Til stendur að ljúka jarðvinnu vegna meðferðarkjarnans í maí en um er að ræða stærstu bygginguna í verkefninu. Samkvæmt áætl- unum á vinnu við meðferðarkjarnann að ljúka 2025. Grunnurinn, sem sést á myndinni, er tæplega 19 þúsund fermetrar að stærð og er 18 metrar þar sem hann er dýpstur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI H E I LB R I G Ð I S M Á L Velferðar ráð Kópavogs telur brýnt að huga að breytingum á hjúkrunarþjónustu og að komið verði upp f leiri sér- hæfðum úrræðum fyrir yngra fólk. Þarfirnar séu allt aðrar en hjá eldra fólki og sumir veigri sér við að þiggja þau rými sem standa til boða. Um er að ræða hóp sem þarf á mikilli og langvarandi þjónustu að halda, til dæmis eftir slys eða alvar- leg veikindi, fólk undir 67 ára aldri. Hafa á undanförnum árum komið óskir inn á borð bæjarins um sólar- hringsþjónustu á öðrum stað en eldra fólk er vistað. Væri þá annað- hvort um að ræða sér sérhæfðar deildir fyrir yngra fólk eða önnur sérúrræði fyrir yngra fólk. „Þetta er fólk sem þarf ef til vill þjónustu í mörg, mörg ár. Það fer því ekki saman að yngra fólk sé á hefð- bundnum hjúkrunarheimilum þar sem einstaklingar dvelja kannski í tvö eða þrjú ár,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópa- vogsbæjar. Segir Aðalsteinn þjónustuþörf þessara tveggja hópa gjörólíka. Aldraðir þurfi fyrst og fremst á umönnun að halda en þarfir yngra fólks séu víðtækari og fjölbreyttari. Hjá þeim þurfi f leira sérhæft starfs- fólk til að mæta þessum þörfum og bæði útbúnaður og kringumstæður þurfa einnig að vera sniðnar að þeim. Um þessar mundir hafa sveitar- félögin verið að innleiða NPA, not- endastýrða persónulega aðstoð, sem gerir fötluðu fólki kleift að vera sjálfstætt og búa heima hjá sér. En það er úrræði sem hentar ekki öllum sem þurfa á umfangs- mikilli þjónustu að halda sem ekki er hægt að veita annars staðar en í sérhæfðum úrræðum. „Okkur vantar úrræði til að koma til móts við þann hóp,“ segir Aðalsteinn. Hægt sé að koma fleiri hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk á laggirnar ef viljinn er fyrir hendi. „Það er afar mikilvægt að hægt sé að koma til móts við færniskert yngra fólk með þeim hætti að það sjálft geti sætt sig við það,“ segir Aðalsteinn. Í ljósi þess hvetur velferðarráð Kópavogs til enn frekari uppbygg- ingar úrræða. Til dæmis að litið sé til þess hvort ekki megi endurskipu- leggja deildir innan hjúkrunar- heimila og fjölga þeim. Það útiloki þó ekki að hægt sé að líta til annars konar úrræða. „Hér er margt vel gert, en við viljum að betur sé gert,“ segir vel- ferðarráð Kópavogs. – khg Ungir fái eigin hjúkrunarrými Velferðarráð Kópavogs vill sérstök hjúkrunarrými fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. Þessi hópur hefur gjarnan vistast á hjúkrunarheimilum með eldra fólki sem hefur allt aðrar þarfir. Það er afar mikil- vægt að hægt sé að koma til móts við færniskert yngra fólk með þeim hætti að það sjálft geti sætt sig við það. Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar FERÐAÞJÓNUSTA Framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjöldagjaldþrot myndu hamla verulega uppbyggingu í greininni á ný. – kij / sjá síðu 8 Fjöldagjaldþrot tefji endurreisn Í ÞRÓT TIR Kaf lask ipti verða í íslenskri handboltasögu er Guðjón Valur Sigurðsson hættir. Ferill Guðjóns Vals, sem spannar aldarfjórðung í hæsta gæðaflokki, hefur runnið sitt skeið og hann leggur harpixið á hill- una. Guðjón Valur getur gengið sáttur frá borði eins og lesa má um í nær- mynd af honum í blaðinu í dag. – hó / sjá síðu 12 Stórmeistari kveður sviðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.