Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 4
Við höfum verið að koma til móts við leigutaka sem lent hafa í miklu tekjutapi með frestun leigugreiðslna. Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita DÓMSTÓL AR Sigurður Tómas Magnús son, dómari við Landsrétt, er talinn hæfastur umsækjenda til að hljóta embætti dómara við Hæstarétt í drögum að áliti hæfnis- nefndar. Frestur umsækjenda til að senda inn andmæli við álitið rann út í gær og gera má ráð fyrir að nefndin skili endanlegri niður- stöðu fyrir helgi. Auk Sigurðar sóttu fjórir um embættið, Sigríður J. Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari og Lands- réttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson. Síðast var skipað í embætti dóm- ara við Hæstarétt 1. janúar síðast- liðinn. Þá voru Sigurður Tómas og Davíð Þór metnir hæfastir auk Ingveldar Einarsdóttur sem hlaut embættið. Nú bregður hins vegar svo við að Sigurður Tómas er talinn hæfari en Davíð Þór. Töluverðar breytingar hafa orðið á skipun Hæstaréttar að undan- förnu. Í fyrra létu bæði Markús Sig- urbjörnsson og Viðar Már Matthí- asson af embætti eftir langa setu í réttinum en Markús var skipaður í embætti árið 1994 og hafði því gegnt embætti hæstaréttardómara í aldarfjórðung þegar hann lét af embætti. Það sæti sem nú verður skipað í losnaði þegar Helgi Ing- ólfur Jónsson, varaforseti Hæsta- réttar, tilkynnti að hann óskaði eftir lausn, en hann verður 65 ára á þessu ári. Tvær konur og fimm karlar sitja nú í Hæstarétti og ekki er útlit fyrir breytingu á þeim kynjahlutföllum nú. – aá Sigurður Tómas talinn hæfastur í álitsdrögum hæfnisnefndar Auk Sigurðar sóttu fjórir um embættið. MYND/JÓHANNA VIGDÍS GUÐMUNDSD. Sigurður er nú metinn hæfari en Davíð, en þeir voru metnir jafnhæfir síðast. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 AÐEINS EINN BÍLL Í BOÐI MEÐ DRÁTTARBEISLI TILBOÐSVERÐ: 6.990.000 KR. JEEP® COMPASS LIMITED ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • Leðurinnrétting með rafdrifnum sætum • Leðurklætt aðgerðarstýri • Rafdrifin opnun á afturhlera • Hiti í stýri og framsætum • Íslenskt leiðsögukerfi • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Alpine hljómflutningstæki með bassaboxi • Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með loftkælingu • Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar • 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting • Select-Terrain fjórhjóladrif með 4 drifstillingum • Dráttarbeisli • Bluetooth til að streyma tónlist og síma • Bakkmyndavél • Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan • Árekstrarvari • LED dagljós og LED afturljós • 18” álfelgur • Blindhorns- og akreinavari • Fjarlægðarstilltur hraðastillir • Leggur sjálfur í stæði • Svart þak NEYTENDUR Coca-Cola European Partners á Íslandi setti nýlega á markað Topp í dósum. Toppur, sem er sódavatn ýmist með bragði eða án, hefur fram til þessa einungis verið fáanlegur í plastflöskum. Dósirnar og innihald þeirra kemur frá Svíþjóð. „Við erum nýbyrjuð að selja Topp í dós til að svara mikilli eftirspurn, það er eftirspurn eftir dósum í dag og vörum í litlum umbúðum. Við erum því miður ekki með tækja- búnað til að framleiða litlar dósir hérna á Stuðlahálsi þannig að þetta er framleitt í Svíþjóð,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi. „Það er verið að nota lindarvatn sem kemur úr lind í Svíþjóð. Það eru mjög strangar gæðakröfur þarna og það er sjálf bær nýting á lindinni.“ Toppur í dós er langt frá því að vera eina erlenda sódavatnið sem selt er á Íslandi. Athygli vekur að ekki er skráð sérstaklega að um erlent vatn sé að ræða. „Það stendur ekki á neinni pakkningu en það kemur fram á vefsíðunni okkar að Toppur í dós er framleiddur í Svíþjóð,“ segir Stefán. „Fólk er almennt mjög ánægt með þetta, höfum fengið frábærar við- tökur og svörum eftirspurninni.“ – así Svíar framleiða Topp-sódavatn Sænskur Toppur í dós er nú á boð- stólum hér. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR VIÐSKIPTI Staða þriggja stærstu fast- eignafélaga landsins, Eikar, Regins og Reita, er fjárhagslega sterk. Síðustu vikur hafa mörg fyrir- tæki neyðst til að hætta hefðbund- inni starfsemi og eiga erfitt með að standa skil á leigugreiðslum. Eru forsvarsmenn félaganna í viðræð- um um leiðir til að koma til móts við leigutaka. Veiran snertir alla; smæstu ferða- þjónustufyrirtækin, meðalstóru sjálfstæðu sjúkraþjálfunarstöðv- arnar og tvö þúsund manna fyrir- tækin. Fasteignafélagið Eik ákvað að blása til sóknar með leigutökum í hótel- og veitingarekstri með því að framleiða markaðsefni þar sem fólk er hvatt til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði. Fyrirtækið aðstoðar einnig leigu- taka við að ná yfirsýn yfir stöðuna, hvaða úrræði séu í boði frá stjórn- völdum og hvernig sjóðstreymi leigutaka lítur út í samstarfi við Deloitte. Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri Eikar, segir stöðu fyrirtækja misjafna og þörf fyrir aðstoð ólíka. „Við frestum greiðslum þeirra leigutaka sem þurfa og hafa lagt fram gögn þar að lútandi. Hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi frekari aðstoð við leigutaka á eftir að koma í ljós þegar staðan og þróun efnahagsmála fer að skýrast,“ segir Garðar. Aðgerðir Regins snúa fyrst og fremst að frestun leigugreiðslna og því að útbúa lausnir og tilslakanir fyrir leigutaka. „Kostnaður við húsaleigu sem hlutfall af tekjum leigutaka er mjög breytilegur, eða frá þremur pró- sentum upp í allt að 25 prósent,“ segir Heiða Salvarsdóttir, reglu- vörður Regins. Fjöldi leigutaka Regins er tæplega 400 og hefur verið veittur greiðslu- frestur á leigu aprílmánaðar til um fjórðungs leigutaka. „Með því að vinna sérstaklega með þeim viðskiptavinum sem verða fyrir mestum og lengstu áhrif- unum, fremur en að veita hópi leigu- taka sams konar lausn, telja stjórn- endur Regins að aðgerðirnar verði markvissari og skili betri árangri, bæði fyrir leigutaka og Regin,“ segir Heiða. Hún reiknar með að frest- unin muni einnig ná að hluta til maí og júní. „Það er þó óumflýjan- legt að það muni ekki duga öllum leigutökum.“ Reitir hafa styrkt sjóðsstöðu sína með sölu skuldabréfa og eigna ásamt því að fresta arðgreiðslum til að geta mætt aðstæðum. Leigutakar Reita eru um 400 talsins. „Við höfum verið að koma til móts við leigutaka sem lent hafa í miklu tekjutapi með frestun leigu- greiðslna. Við komum síðan til með að vinna úr þeirri stöðu síð- sumars og í haust í samstarfi við viðkomandi aðila,“ segir Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita. Félagið mun skoða málin með þeim leigutökum sem hafa lent í miklu tekjutapi þegar staðan fer að skýrast í lok sumars og í haust. ingunnlara@frettabladid.is Fasteignafélög fresta greiðslu á arði og framleiða markaðsefni Staða þriggja stærstu fasteignafélaga landsins er sterk. Forsvarsmenn félaganna ræða um leiðir til að koma til móts við leigutaka. Er fyrst og fremst miðað við frestun greiðslna. Fasteignafélagið Eik tekur þátt í að framleiða markaðsefni til að hvetja fólk til að skipta við leigutaka í hótel- og veitingarekstri. Samkomubannið hefur haft gríðarmikil áhrif á fyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.