Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Á blaða
manna
fundum í
Hvíta húsinu
vegna
kóróna
faraldursins
tókst Trump
síðan að
trompa alla
þá vitleysu
sem hann
hefur áður
látið út úr sér.
Með lestr
inum ræktum
við menn
ingararfinn
okkar og því
meira sem
við lesum,
því betra!
Þegar vandi steðjar að þjóð á hún til að horfa í átt til leiðtoga sinna í stjórnmálum í von um að þeir finni viðeigandi lausn. Þannig mátti greina áberandi létti meðal bresku þjóðarinnar þegar forsætisráð-herrann litríki Boris Johnsson mætti aftur
til leiks eftir að hafa lent í klóm kórónavírussins og
verið hætt kominn. Boris var aftur orðinn sjálfum
sér líkur, með reytt og úfið hár sem verður alltaf eins,
hvort sem hárgreiðslustofur eru lokaðar til langframa
eða ekki. Hann var sannfærandi þegar hann taldi
kjark í þjóð sína á erfiðum tímum. Það mátti skynja
að jafnvel andstæðingum hans í pólitík fannst gott að
vita að Boris væri snúinn aftur í Downingstræti 10 og
það jafnvel þótt breska ríkisstjórnin hafi ekki mikla
stjórn á vandanum enda brást hún seint við.
Staðan í Hvíta húsinu er svo skelfileg enda engan
veginn hægt við öðru að búast. Allt frá því Donald
Trump var kosinn í embætti forseta Bandaríkjanna
hefur hann hagað sér eins og dómgreindarlaus
dekurkrakki í frekjukasti. Það er ekki við því að
búast að maður af þessari tegund sýni á sér aðra
hlið í miðjum kórónafaraldri. Í bræðiskasti ákvað
hann að Bandaríkin skyldu láta af fjárframlögum til
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem er vitanlega
galið á tímum þegar sérlega nauðsynlegt er að þjóðir
heims leggi saman í baráttu við vírusinn.
Á blaðamannafundum í Hvíta húsinu vegna
kórónafaraldursins tókst Trump síðan að trompa
alla þá vitleysu sem hann hefur áður látið út úr sér,
og er þó af nógu að taka. Það var verulega óhuggu-
legt að horfa á Bandaríkjaforseta velta því upp á
blaðamannafundi hvort heppilegt gæti verið að dæla
sótthreinsandi efnum í líkamann til að gera út af við
veiruna. Fáviskan virðist því miður botnlaus. Þegar
honum varð síðan ljóst, eða var gert ljóst, hversu
fáránleg og hættuleg þessi hugmynd hans væri þá
brást hann vitanlega ekki við með því að skammast
sín. Hann hafði sagt orðin í kaldhæðni, útskýrði
hann á öðrum blaðamannafundi fyrir blaðamönn-
um sem var greinilega ekki skemmt.
Allir sem horfa á upptökuna af þessum dæmalausa
blaðamannafundi þar sem Trump bauð upp á lausn
sína um sótthreinsunarefnin sjá að þar er engin
kaldhæðni á ferð. Ljóst er að Donald Trump var full
alvara með orðum sínum og hann beindi þessu ráði
sínu greinilega að yfirmanni viðbragðsteymis Hvíta
hússins í kórónafaraldrinum. Þeirri ágætu konu
leið greinilega ekki sem best þar sem hún sat undir
þessari furðuræðu. Hún greindi ekki, fremur en
aðrir, kaldhæðni í orðum forsetans, sem fannst þessi
hugmynd sín greinilega vera hin forvitnilegasta og
sannarlega vel þess virði að rannsaka.
Það er sérkennilegt að maður eins og Donald
Trump, sem stöðugt skellir skollaeyrum við stað-
reyndum, skuli eiga sér fjölda aðdáenda. Einnig
meðal einhverra Íslendinga, sem finnst mikið til
hans koma og hlaupa stöðugt í vörn fyrir hann. Svo
sannarlega er illa komið fyrir þeim í tilbeiðslunni á
heimskunni.
Kaldhæðnin
Tímapantanir í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
SJÓNMÆLINGAR
hefjast að nýju 4. maí
Hinn Tom Hagen
Auglýsingafjárfestingar ríkisins
vegna faraldursins hafa sett
af stað háværar umræður um
hvaða fjölmiðlar ríkið telur
áreiðanlega. Fyrir utan þá biluðu
ákvörðun að ausa almannafé í
risana Google og Facebook þá
vilja minni vefmiðlar eins og
Kvennablaðið einnig fá eitthvað
í sinn hlut. Greinarhöfundur
nokkur á Kvennablaðinu gerði
þó algeng en óheppileg mistök
þegar talað var um áreiðanleika
miðilsins, en í þeirri grein kallar
hann Halldóru Þorsteinsdóttur
lektor Huldu ítrekað. Það eina
sem vantaði var að birta mynd
af Robert Duvall í hlutverki Tom
Hagen, consigliere Guðföðurins,
í umfjöllun um hinn norska Tom
Hagen.
Snúðurinn
Það er rétt hjá þingmanninum
Ágústi Ólafi Ágústssyni að
það er orðið allt of langt síðan
við fengum hressilega rann-
sóknarskýrslu. Tilgangurinn
með þeim er göfugur – hafa
landsmenn þá eitthvað að tala
um fyrir utan veðrið í nokkra
daga. Eina sem við munum eftir
úr síðustu skýrslu er Ólafur
Ólafsson að lesa af blaði við
hlið pottaplöntu. Verður gerð
sú krafa að næsta hrunskýrsla
innihaldi í það minnsta sögu af
sóttvarnalækni að borða snúð á
meðan hann talar um áframhald
samkomubanns.
arib@frettabladid.is
Bókmenntaarfur Íslendinga sprettur úr frjóum jarðvegi íslenskrar sögu og menn-ingar. Um aldir hafa Íslendingar haft ríka
þörf fyrir að segja, lesa og hlusta á sögur. Þá þörf
höfum við enn, líkt og blómleg bókaútgáfa og
glæsileg stétt rithöfunda er til marks um. Grunn-
urinn að þessari sagnahefð var lagður fyrir nærri
þúsund árum, þegar stórmenni á borð við Snorra
Sturluson unnu stórkostleg menningarafrek með
skrifum sínum.
Bókmenning þjóðarinnar hefur haldið áfram
að þróast í gegnum tíðina og laga sig að breyttum
heimi. Á síðasta ári tóku gildi lög um stuðning við
útgáfu bóka á íslensku. Við sjáum strax árangur-
inn af þessari löggjöf, þar sem met voru slegin í
útgáfu íslenskra skáldverka og útgefnum barna-
bókum fjölgaði um 47% milli ára.
Íslendingar standa því undir nafni, sem sagna-
og bókaþjóð. Það hefur sýnt sig í yfirstandandi
samkomubanni, sem þjóðin hefur nýtt til að
lesa sér til gagns og gamans. Margir hafa skráð
lesturinn á vef átaksverkefnisins Tími til að lesa,
þar sem rúmlega 8 milljónir lesmínútna hafa verið
skráðar í apríl. Á miðnætti lýkur átakinu og ég
þakka öllum sem tóku þátt. Þátttakendur í þessu
þjóðarátaki eru á öllum aldri. Þannig hafa þeir
lesið mest sem eru 60 ára og eldri, en fast á hæla
þeim komu 10 til 12 ára börn sem hafa skráð rúm-
lega milljón lesmínútur í mánuðinum.
Orðaforði og lesskilningur eykst með auknum
lestri og því er ómetanlegt fyrir börn að lesa, taka
glósur og spyrja út í orð sem þau þekkja ekki.
Orðaforði barna skiptir miklu máli fyrir vellíðan
og árangur í skóla og býr þau undir virka þátt-
töku í samfélaginu. Með aukinni menntun eykst
samkeppnishæfni þjóðarinnar og geta hennar til
að standa undir eigin velferð. Það er lykilatriði að
styrkja menntakerfið okkar til framtíðar.
Með lestrinum ræktum við menningararfinn
okkar og því meira sem við lesum, því betra! Til
hamingju með árangurinn, kæra bókaþjóð.
Tíminn til að lesa meira
Lilja
Alfreðsdóttir
mennta- og
menningar-
málaráðherra
3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN