Fréttablaðið - 30.04.2020, Page 16
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar
í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á
timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Fram að þessu hefur þetta bara
verið hobbí hjá okkur, vorum
með Kitchenaid-hrærivél til að
hakka niður stönglana í trefja-
plöturnar og steypuna!
Innilegar þakkir fyrir hlýju og
samúð í veikindum og við andlát
okkar elsku sonar, bróður og mágs,
Sigurðar Halldórs
Sverrissonar
Starfsfólki Landspítalans verður seint
fullþakkað fyrir alúð og faglega
umönnun við erfiðar aðstæður.
Fyrir hönd aðstandenda,
María H. Sigurðardóttir
Sverrir Gunnarsson
Inga María Sverrisdóttir Guðfinnur Einarsson
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Bjarni Bjarnason
Marteinn Sverrisson Margrét Halldórsdóttir
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ragnheiður Gunnarsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk annan
páskadag, 13. apríl sl. Útför hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við þökkum þeim sem hafa minnst hennar og sýnt okkur
samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
á Mörk, 3. hæð, fyrir kærleiksríka umönnun.
Bragi Hannesson
Ragnheiður Bragadóttir Bjarni Kristjánsson
Ásdís Bragadóttir Grétar Halldórsson
Bryndís Bragadóttir Ólafur Hallgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Fjóla Guðlaugsdóttir
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli,
lést mánudaginn 27. apríl.
Útför hennar mun fara fram í kyrrþey.
Svavar Ottósson Hólmfríður Pálsdóttir
Georg Ottósson Emma R. Marinósdóttir
Sólveig Ottósdóttir Jón Smári Lárusson
Óli Kristinn Ottósson Auður Sigurðardóttir
Sigurður Grétar Ottósson Katrín Birna Viðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Esther Sigurðardóttir
fulltrúi,
Hólmgarði 27, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
að morgni föstudagsins 24. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Arnar Arnarson Ósk Matthíasdóttir
Helena Arnardóttir
barnabörn og langömmubörn.
Elskulegi faðir minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ólafur S. Guðmundsson
pípulagningameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
að morgni 16. apríl. Hjartans þakkir til
starfsfólksins á Eir fyrir góða umönnun.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Jón S. Ólafsson Guðlaug Jónsdóttir
Aðalbjörg Jónsdóttir Oddur Carl Thorarensen
Aldís Erla Jónsdóttir Viggó Pétur Pétursson
Magnús Viðar Jónsson
og barnabarnabörn.
Það eru tímamót fyrir okkur að fá leyfi til að halda áfram tilraunum okkar í ræktun og úrvinnslu hamps, eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Oddný Anna Björns-
dóttir, viðskiptafræðingur í Gautavík í
Berufirði. Þar vísar hún til þess að hún
og maður hennar, Pálmi Einarsson iðn-
hönnuður, sáðu hampfræjum í fyrravor
en vissu svo ekki fyrr en þriggja manna
lögregluteymi var mætt á staðinn
fyrirvaralaust. Lyfjastofnun hafði þá
úrskurðað ræktunina ólöglega.
Hampur er af brigði kannabisplönt-
unnar sem inniheldur vímuefnið THC í
snefilmagni. Heimildin sem nú var verið
að gefa fyrir ræktun hamps er háð þeim
skilyrðum að allir sem flytja inn sáðvöru
sæki um leyfi til þess og framvísi vott-
orði sem sýnir að varan innihaldi minna
en 0,2% af THC, að sögn Oddnýjar.
„Við vorum með öll tilskilin leyfi og
stimpil frá tollinum í fyrra og það vissi
Lyfjastofnun. Við vorum búin að tjá
okkur í fjölmiðlum í sex mánuði um
þessa tilraun, meðal annars í Frétta-
blaðinu, þannig að málið tók óvænta
stefnu þegar við vorum skyndilega
orðnir sakborningar í sakamáli,“ segir
Oddný. „Síðan höfum við barist fyrir því
að regluverkið verði skýrt.“
Oddný og Pálmi fluttu með drengina
sína þrjá austur í Gautavík fyrir tveimur
árum. Þó Oddnýju hafi vaxið vega-
lengdin frá höfuðborginni í augum þegar
Pálmi minntist fyrst á þennan búsetu-
möguleika finnst henni nú Gautavík
vera besti staður í heimi, að eigin sögn.
Hún er framkvæmdastjóri Samtaka
smáframleiðenda matvæla og sjálf-
stæður ráðgjafi á sviði matvæla og land-
búnaðar, og segir hampinn falla í þann
flokk, meðal annars. „Hampur er fyrir-
taks heilsufæða, góður í salat og hægt
að borða fræin líka eða kreista úr þeim
olíu. Svo er hægt að þurrka hann og gera
úr honum te- og kryddjurtir. Úr stöngl-
inum er meðal annars hægt að vinna
textíl, pappír, trefjaplötur, bio-plast og
eldsneyti. Meira að segja steypu. Pálmi
hefur prófað að gera hampsteypu, hún er
létt, eldþolin, umhverfisvæn og myglar
ekki því hún andar. En fram að þessu
hefur þetta bara verið hobbí hjá okkur,
vorum með Kitchenaid-hrærivél til að
hakka niður stönglana í trefjaplöturnar
og steypuna!“
Fyrst og fremst segir Oddný fjölskyld-
una ætla að nota hampinn í trefjaplötur
til að skera út gjafavörur og leikföng sem
þekkt eru undir nafni fyrirtækis þeirra
Geislar. „Hingað til höfum við notað
krossvið og MDF-plötur. Pálma finnst
Íslendingar alltof háðir innf lutningi
á hráefni en hann prófaði að pressa
hampinn í plötur og skera út og það lofar
góðu.“
Meginmarkmið hjónanna með til-
raunaræktuninni síðasta sumar var
að vekja athygli á notagildi hamps og
möguleikum hans til að stórauka sjálf-
bærni á ýmsum sviðum. Þau hafa útbúið
fræðsluefni bæði á YouTube og og stofn-
að hóp á Facebook undir nafninu Rann-
sókna- og þróunarsetur Geisla í Gautavík
(hampur). „Augu fólks hafa opnast fyrir
gildi hampsins,“ segir Oddný. „Pálmi
byrjaði að vekja athygli á honum fyrir
áratug en nú er tíðarandinn annar og
hamprækt að sækja í sig veðrið erlend-
is,“ segir hún og bendir á að hampur
hafi verið mannkyninu mikilvægur frá
örófi alda. Hann hafi verið grunnhráefni
í fjölbreyttan iðnað. Á Íslandi hafi hann
meðal annars verið notaður í veiðarfæri,
tóg og meira að segja fyrstu baggaböndin
en hagsmunaöfl hafi úthýst honum um
það leyti sem nælonið kom til sögunnar.
gun@frettabladid.is
Augu fólks hafa opnast
fyrir gildi hampsins
Gleðidagur var í Gautavík í Berufirði 16. apríl þegar húsfreyjan, á afmælisdegi sínum, fékk
símtal um að heilbrigðisráðherra hefði skrifað undir reglugerðarbreytingu sem heimilaði
ræktun iðnaðarhamps á Íslandi, sem er fjölskyldunni í Gautavík mikið áhugamál.
Fjölskyldan í Gautavík, Oddný Anna Björnsdóttir, Sævar Kári Pálmason, Róbert
Björn Pálmason (aftar), Pálmi Einarsson og Brynjar Örn Pálmason. MYNDIR/AÐSENDAR
Í Gautavík sumarið 2019. Hampur í vexti í forgrunni en hann náði um þriggja metra hæð.
Pálmi grandskoðar þessa nytjaplöntu
sem hann bindur miklar vonir við.
Róbert Björn málar heimagerðan trukk.
3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT