Fréttablaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 22
Lily-Rose og móðir hennar, Vanessa Paradis, eru báðar sendi- herrar franska tísku- hússins Chanel, ásamt því að vera báðar andlit frægra Chanel-ilmvatna. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Tískusýning Prada sem fram fór á tískuvikunni í Mílanó í febrúar var með þeim síðustu fyrir COVID-19. Núna er búið að fresta eða aflýsa tískuvikunum í London, París, Mílanó og New York sem áttu að vera í júní. Þá eru tískuhúsin að skoða stafrænar lausnir til að geta komið vörum sínum á markað. Sýningarsalir í Mílanó eru tilbúnir til að taka þátt í nýjum stafrænum leiðum. Kaupendur á tískusýningum eru verðmætir og þeir hika ekki við að eyða miklum peningum. Fólk hættir auðvitað ekki að klæða sig samkvæmt nýjustu tísku en erfitt verður að kynna hana verði engar tískusýningar því þangað koma verslunareigendur og kaupa fyrir næsta ár. Stígvélin sem hérna eru sýnd virðast til dæmis ákaflega vinsæl um þessar mundir. Talað er um tískubylgju í klossuðum stíg- vélum. Þegar fræga fólkið klæðir sig þannig hefur það áhrif. Þannig hafa ofurfyrirsæturnar Gigi og Bella Hadid sést í Prada Monolith stígvélum og sömuleiðis Kendall Jenner. Einnig hafa þekktir áhrifa- Prada í pastellitum í haust Alls kyns stígvél hafa verið vinsæl og verða það áfram út árið ef marka má tískusýningu Prada fyrir haust og vetur 2020-2021 sem fram fór í febrúar. Fallegir litir setja líka sinn svip á tískuna. Prada verður í litum í haust- og vetrarlínunni 2020- 2021 og skórnir fá nýtt og fersk útlit. MYNDIR/GETTY Kendall Jenner á götu í New York í Monolith-stígvélum frá Prada sem fræga fólkið hefur heillast af undanfarið. Monolith-stígvélin frá Prada eru úr leðri og kosta rúmar 200.000 kr. valdar á samfélagsmiðlum spókað sig í Prada. Svörtu leðurstígvélin kosta rúmar 200 þúsund krónur. Á tískusýningunni í Mílanó kynnti Prada nýja útgáfu af þessum skóm í mismunandi pastellitum en tískumerkið verður litaglatt þegar líður á árið. Mörgum finnst það örugglega skemmtileg tilbreyting en jarðlitir hafa verið algengir undanfarið. En það eru ekki einungis Prada-stíg- vélin sem eru vinsæl. Svo virðist sem stígvélatíska hafi aldrei verið meiri en einmitt nú. Fransk-ameríska fyrirsætan og leikkonan Lily-Rose Mel-ody Depp var í fréttunum í vikunni fyrir að vera hætt með leikaranum Timothée Chalamet eftir tveggja ára ástarsamband. En hver er hún? Lily-Rose var fædd til að verða stjarna. Hún erfði glæsi- legt útlit foreldra sinna, frönsku fyrirsætunnar og söngkonunnar Vanessu Paradis og bandaríska stórleikarans og hjartaknúsarans Johnny Depp, og þykir einstaklega vel heppnuð blanda af sláandi fal- legu útliti þeirra Paradis og Depp, ásamt því að erfa ýmsa listræna hæfileika foreldra sinna. Lily-Rose fæddist í frönsku borginni Neuilly-sur-Seine, vestur af París, 27. maí 1999 og verður því 21 árs í sumar. Hún á yngri bróður, John „Jack“ Christopher Depp III. Foreldrar þeirra gengu aldrei í hjónaband en slitu samvistir eftir fjórtán ára samband árið 2012 og dvaldi Lily-Rose til skiptis hjá þeim í Los Angeles og París. Lily-Rose er guðdóttir rokkarans Marilyn Manson. Hún hefur verið umtalsefni á síðum blaðanna allt frá því hún fæddist og glímdi um tíma við alvarlegt lystarstol en hefur blessunarlega unnið bug á því. Lyli-Rose talar reiprenn- andi ensku og frönsku. Hún hætti snemma í framhaldsskóla til að eltast við leiklistardrauma og fyrirsætustörf og þar sótti hún greinilega á gjöful mið. Aðeins sex- tán ára var Lily-Rose valin af tísku- kónginum Karl Lagerfeld til að vera andlit ilmvatnsins Chanel No. 5 L’Eau og enn er hún sendiherra franska tískurisans Chanel. Þar fetar hún í fótspor móður sinnar sem hefur verið sendiherra Chanel frá árinu 1991 og báðar hafa þær verið í aðalhlutverki fyrir auglýs- ingaherferðir Chanel því Vanessa Paradis var andlit ilmsins Coco árið 1991, þá átján ára gömul. Leiklistarferillinn hefur líka gengið vel hjá Lily-Rose. Hennar fyrsta hlutverk var í bíómyndinni Tusk árið 2014 en þar lék hún meðal annars á móti föður sínum, Johnny Depp. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til frönsku César- verðlaunanna sem helsta vonar- stjarnan fyrir leik sinn í myndun- um The Dancer og A Faithful Man, og hún var valin besta leikkonan á Los Angeles-kvikmyndaverð- launahátíðinni í fyrra fyrir hlut- verk sitt í My last lullaby. Fram undan eru enn fleiri kvikmyndasigrar hjá Lily-Rose. Hún leikur á móti Gary Oldman í spennumyndinni Dreamland á þessu ári, lika Voyagers móti Colin Farrell og jólamyndinni Silent Night á móti Keiru Knightley. Í fótspor mömmu og pabba Lily-Rose Depp er afsprengi fallegs genamengis frægra foreldra sinna. BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Mest lesna bílablað landsins kemur út þriðjudaginn 5. maí næstkomandi. Ritstjóri blaðsins er Njáll Gunnlaugsson. Tryggðu þér pláss í mest lesna blaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Atli Bergmann, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5657 / atli@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.