Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 27
Ford áætlar að opna aftur verk-smiðjur sínar á meginlandi Evrópu þann 4. maí næstkom- andi. Verksmiðjur í Bretlandi verða þó opnaðar seinna. Byrjað verður á að opna verksmiðjur í Þýskalandi, Spáni og Króatíu og verður það gert í áföngum. Byrjað verður á sam- setningu bíla sem þegar hafa verið seldir og munu starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímur og andlitshlífar. Líkamshiti starfsmanna verður mældur er þeir mæta og þurfa þeir að fylgjast vel með heilsu sinni. Vinnusvæði verða aðskilin sem og hvíldartímar til að halda aðskiln- aði. Af öðrum framleiðendum er það að frétta að Fiat hefur opnað verk- smiðjur á Ítalíu, en 6.000 starfs- menn vinnubílaverksmiðjunnar í Atessa hófu aftur störf á þriðjudag. Volkswagen opnaði Golf-samsetn- ingarverksmiðju sína í Wolfsburg í gær með 8.000 starfsmönnum, og einnig er hafin framleiðsla á ID.3 í verksmiðju þeirra í Zwickau. Jaguar Land Rover mun opna verksmiðjur í Austurríki og Slóvakíu mánudaginn 18. maí. Nissan hefur stefnt á opnun þriggja verksmiðja á Spáni í vikunni og Volvo hefur opnað verksmiðjur að hluta í Svíþjóð. Toyota f r umsý ndi í síðustu viku nýjan jeppling með því að streyma myndbandi á netinu frá Brussel. Bíll-inn hefur fengið nafnið Yaris Cross og er með hærri veghæð og fjórhjóladrifi og ætti því að henta íslenskum aðstæðum mjög vel. Bíll- inn verður framleiddur í Frakklandi í 150.000 eintökum árlega. Að sögn Páls Þorsteinssonar, upp- lýsingafulltrúa Toyota á Íslandi, kemur bíllinn á markað á næsta ári. „Sala á Íslandi hefst á seinni hluta ársins 2021 og er reiknað með góðum viðtökum,“ sagði Páll. „Yaris Cross sameinar skemmtilega kosti jepplings og þægilegs borgar- bíls. Segja má að Yaris Cross sé stór smábíll því innanrýmið er ríkulegt, hann liggur hátt og er því þægilegur í allri umgengni. Þetta er klassískur Evrópubíll, hannaður í Evrópu og framleiddur í Frakklandi,“ sagði Páll um nýja bílinn. Yaris Cross er annar bíll Toyota sem byggður er á GA-B undirvagn- inum og notast við fjórðu kynslóð tvinntækni Toyota. Með bílnum er Toyota kominn með jepplinga- línu frá B-stærðarf lokki. Vélin er þriggja strokka 1,5 lítra og skilar ásamt tvinnkerfinu 116 hestöflum. CO2 gildi hennar er mjög lágt og er undir 90 g/km fyrir framhjóla- drifsbílinn og undir 100 g/km á fjórhjóladrifsbílnum. Útlit Yaris Cross svipar meira til RAV4 en hann er með sama hjólhaf og Yaris, eða 2.560 mm. Hann er samt 240 mm lengri en Yaris eða 4.180 mm og munar þar mestu um að hann er 180 mm lengri að aftanverðu. Veghæð hans er 30 mm hærri en hjá Yaris og bíllinn er líka 90 mm hærri. Hann verður betur búinn og má þar meðal annars nefna rafdrifinn afturhlera og nýjasta upplýsingakerfið eins og í RAV4. SALA Á ÍSLANDI HEFST Á SEINNI HLUTA ÁRSINS 2021 OG ER REIKNAÐ MEÐ GÓÐUM VIÐTÖKUM. FORD, ÁSAMT HINUM STÓRU FRAMLEIÐEND- UNUM Í BANDARÍKJUNUM, ÁÆTLAR AÐ OPNA VERKSMIÐJ- UR 18. MAÍ. Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn d- o g te xt ab re ng . GENGIÐ FRYSTUM Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 Opið Virka daga 12–17opel.is Frábær ferðafélagi! Bílabúð Benna hækkar ekki verð Opel Grandland X Verð frá 3.990.000 kr. Toyota kynnir Yaris Cross Nýr Toyota Cross jepplingur í B-stærðarflokki er góð viðbót við jeppa- og jepplingaflóru Toyota og hann mun keppa við bíla eins og Nissan Juke, Peugeot 2008 og Skoda Kamiq. Útliti hins nýja Yaris Cross svipar bæði til Yaris en þó meira til RAV4. Hann verður fjórhjóladrifinn og með meiri veghæð en hefðbundinn Yaris. Upplýsingaskjár og mælaborð er mjög svipað og í stóra bróðir RAV4. Ford opnar verksmiðjur í næstu viku BÍLAR Ford í Bandaríkjunum áætlar að opna aftur verksmiðjur sínar í Detroit 18. maí næstkomandi. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.