Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 30
 Summit® E-470 Verð: 406.500 kr. Lykilmyndir X-kynslóðarinnar n Reality Bites (1994) n Before Sunrise (1995) n High Fidelity (2000) n Empire Records (1995) n The Breakfast Club (1985) n Heathers (1988) n Say Anything... (1989) n Singles (1992) n Dazed and Confused (1993) n Clerks (1994) n Fight Club (1999) n St. Elmo's Fire (1985) n Do the Right Thing (1989) n Slacker (1990) n Encino Man (1992) n Grosse Pointe Blank (1997) n Hackers (1995) n Scream (1996) n Trainspotting (1996) n Wayne's World (1992) n Boyz n the Hood (1991) n Ferris Bueller's Day Off (1986) n Big Daddy (1999) n Pump up the Volume (1990) n Being John Malkovich (1999) Samkvæmt orðabókarskil-greiningunni felur orðið „kynslóðabil“ í sér veru-legan mun „milli kynslóða í lífsviðhorfum og atferli“. Þessi árin er belgingurinn, bægslagangurinn og núningur- inn mestur milli eftirstríðsára- barnanna, svokallaðra búmmera, og aldamótakynslóðarinnar, dekur- dýranna, sem fæddust á árabilinu 1980-2000 og mega ekkert aumt sjá og þola enn minna á eigin skinni. Á bláþræðinum milli átakakyn- slóðanna hangir síðan X-kynslóðin í krónískri angist og tilvistarkreppu þeirra sem fæddust á milli vampíru- kynslóðarinnar og snjókornanna, á árabilinu 1960-1980. Heimur X-kynslóðarinnar er á hverfanda hveli og tilgangslaust að reyna að berjast fyrir honum sem kann að skýra hvers vegna þessi hópur lætur sér fátt um finnast. X-in í þessari jöfnu sem aldrei gengur upp eiga líka þá huggun harmi gegn að þau geta lifað í fortíðarljóma allra þeirra frábæru bíómynda sem þau ólust upp við og skilgreina í raun kaldastríðsbörnin. Upworthy.com birti nýlega býsna marktækan lista yfir 25 kvikmynd- ir sem eru sérlega heppilegar til þess að öðlast dýpri skilning á X-kyn- slóðinni enda sýna jafn ólíkar kvik- myndir og Being John Malkovich og St. Elmo’s Fire svo ekki verður um villst að það er f leira en hallæris- leg fatatíska níunda og tíunda ára- tugarins sem bindur tvístraðan mannskapinn saman. Kvikmyndir X-kynslóðarinnar hafa ríka tilhneigingu til þess að endurspegla lífsleiða og angist eftirnámsáranna, andúð á uppum og yfirvaldi og valdi hvers konar. Þá er oftar en ekki stutt í kæruleysið og slæpingjann hjá persónunum sem upplifa ítrekað firringu og einangr- un ásamt tilhneigingum til þess að brjóta normið með svo sturluðum stælum að þeir geta sameinað pönk og diskó. Leikstjórar eins og Richard Link- later og John Hughes eru frekir til fjörsins á listanum og ekki merkari leikarar en til dæmis Ethan Hawke, John Cusack og meira að segja Judd Nelson hafa fest sig rækilega í sessi ástmögra X-kynslóðarinnar í kvik- myndum. toti@frettabladid.is Skemmtilegasta kynslóðabilið Kynslóðaátök vorra daga kristallast helst í öskurkeppni öldunga- og ungl- ingadeildarinnar á meðan X-kynslóðin lætur sér fátt um finnast. Bíómyndirnar sem hún ólst upp við kunna að skýra tómlætið að einhverju leyti. The Breakfast Club (1985) Mikilvægi The Breakfast Club hefur sig yfir kynslóðabilið enda óumdeildur hornsteinn kvik- myndasögu X-kynslóðarinnar. Leikstjórinn sjálfur, John Huges, var búmmer en virtist hafa ein- stakt lag á 80’s-krökkunum þótt hann hafi komist mun nær því að hafa áhrif á og segja þeim hvernig skólakrakkar þau ættu að vera heldur en að endurspegla raun- veruleika þeirra. Scream (1996) Þær eru fáar hryllingsmyndirnar sem skara fram úr og X-kynslóðin getur slegið eign sinni á, en það má vel sætta sig við Scream sem eina þeirra bestu. Hún er ógnvekjandi og fyndin, fantagóð paródía á klassíska „slasher-hrollinn“ og löðrandi í kaldhæðni. Svona eins og GenX-fólkið. Trainspotting (1996) Ein allra besta og svartasta kómedía tíunda áratugarins er eina breska myndin sem kemst á listann hjá Upworthy en verðskuldað er það. Nálgun myndarinnar á fíkn í hörð efni og fátækt í Edinborg stuðaði marga með bersögli sinni sem er nú alveg voða X-eitthvað. Wayne’s World (1992) Þeir félagar Wayne og Garth eru sjálfsagt einhverjar táknrænustu landeyður og slæpingjar kvik- myndasögunnar enda vilja þeir bara halda partíinu gangandi og framkalla heilahristing við undirleik Queen og Bohemian Rhapsody. Tímalaus snilld. Ferris Bueller’s Day Off (1986) Áhrif og mikilvægi þessarar myndar eftir John Hughes verður aldrei ofmetið enda í raun filmaður þjóðsöngur 80’s-krakkanna. Í Ferris Bueller verður Matthew Broderick holdtekja hins eilífa æskudraums um „eitt- hvað meira“ í mynd sem er svo sjarmerandi að langt út fyrir X-kynslóð- ina í báðar áttir er vandfundið fólk sem hefur ekki margoft séð hana. Being John Malkovich (1999) Þetta samkrull leikstjórans Spike Jonze og handritshöfundarins Charlie Kaufman er án efa mesta furðuverkið á X-kynslóðarlist- anum en haft hefur verið eftir Kaufman að myndin spretti af þeirri hugmynd að vilja ekki vera maður sjálfur og öfund út í annað fólk. John Cusack, merkilegt nokk, fer fyrir hópi venjulegs fólks sem finnur ormagöng sem gera þeim kleift að upplifa heiminn sem fræg manneskja með aðgangi að höfði leikarans John Malkovich. Persóna Malkovich verður síðan einhvers konar holdgervingur þeirrar samfélagslegu áherslu- breytingar tíunda áratugarins þegar það að vera frægur og alræmdur runnu saman í eitt. Fight Club (1999) Aðlögun Davids Fincher á bók Chucks Palahniuk er ein áhrifamesta bíómynd síns tíma með Edward Norton og Brad Pitt í hlutverki ósköp venjulegs náunga sem fer út af sporinu, merkilegt nokk, í leit að þessu illskilgreinanlega „eitthvað meira“. Um leið varð myndin að einhvers konar stefnuskrá gaura sem eru ekki alveg að náessu. 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.