Bændablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 21 Multiconsult og því spurt hvort Reykhólahreppur muni beita sér fyrir eignarnámi á þeim jörðum ef sú leið verður fyrir valinu. Því svarar sveitarstjóri þannig: „Sveitarfélagið mun ekki standa fyrir eignarnámi.“ Ekki er annað að sjá en að þetta svar feli í sér algjöra óvissu um framvindu málsins ef R-leið Multiconsult, sem Vegagerðin hefur nefnt A3 leið, verður fyrir valinu. Fyrir liggja yfirlýsingar bænda sem eiga jarðir sem fara þyrfti í gegnum um að þeir muni kæra slíkar framkvæmdir. Til að komast framhjá endalausum kærumálum er engin önnur leið fær en að beita eignarnámi. Svar sveitarstjórans getur því líka falið í sér að þessi leið verði aldrei farin, nema þá að einhverjir aðrir en handhafar skipulagsvaldsins geti farið fram á að slíkt eignarnám verði framkvæmt. 6. Að lokum var spurt að ef Vegagerðin metur það svo að áfram verði miðað við vegagerð um Teigsskóg um svokallaða Þ-H leið og væntanlega með útboði í vor, mun hreppsnefnd þá beita sér gegn þeirri framkvæmd og ef svo er á hvaða forsendum? Svar Tryggva Harðarsonar sveitarstjóra við þeirri spurningu var einfalt: „Ég á ekki von á að Vegagerðin beiti sér gegn þeirri leið sem sveitarfélagið leggur til.“ Síðasta svarið segir ekkert um framvinduna þar sem Vegagerðin hefur eftir endurskoðun gefið það út að hún haldi sig við Teigsskógarleiðina, m.a af öryggissjónarmiðum. Í lögum um Vegagerðina ber henni einmitt að að taka ákvarðanir á forsendum öryggis og kostnaðar. Ætli sveitarstjórn eftir sem áður að halda fast við rök Multiconsult er ljóst að þar er stál í stál milli Reykhólahrepps og þeirrar stofnunar ríkisins sem fer með framkvæmd vegamála í landinu. Skipulagsvald í höndum sveitarfélaga Skipulagsvaldið er ótvírætt í höndum stjórnar Reykhólahrepps sem lét þrátt fyrir samþykkt um annað í mars 2018 endurskoða framkvæmdaáform Vegagerðarinnar um Þ-H leið með vegagerð um Teigsskóg. Þess má reyndar geta að í júní 2008 birtist frétt í Svæðisútvarpi Vestfjarða um að hreppsnefnd Reykhólahrepps hafi veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir nýbyggingu vegar í Gufudalssveit, en um var að ræða leið B sem svo var nefnd, sem liggur meðal annars í gegnum Teigsskóg. Kallað eftir áliti Multiconsult Hreppsnefnd fékk, að því er virðist að áeggjan Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona, sem gjarnan hafa verið kenndir við Hagkaup, norska verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Multiconsult til að skila endurmati á mati Vegagerðarinnar á vordögum 2018. Niðurstaða Multiconsult var, eins og fram hefur komið, að ódýrara væri að leggja veg um Reykhóla um svonefnda R-leið og þaðan þvert yfir Þorskafjörð úr Reykjanesi. Inni í því mati var ekki reiknað með að fara þyrfti í endurgerð vegarins um Reykhóla með tengingu inn á þjóðveg 60 sem Vegagerðin taldi nauðsynlegt. Hreppsnefnd fór í framhaldinu fram á að Vegagerðin endurskoðaði málið með tilliti til R-leiðar Multiconsult. Vegagerðin ósammála Multicunsult Í endurmati Vegagerðarinnar sem lagt var fram í október 2018 á fyrirliggjandi kostum og með samanburði við ráðleggingar Multiconsult komst hún að sömu niðurstöðu og áður um að hagkvæmast væri að leggja veginn um Teigsskóg. Kemur fram að leið R, sem Vegagerðin kallar A3, raskar verndarsvæðum eins og hinar leiðirnar tvær. Þ-H fer lengstan veg um svæði á náttúruminjaskrá en D2 fer stystan kafla um slíkt svæði. Leið R, eða A3, raskar hins vegar einnig hverfisverndarsvæði á Reykhólavegi og friðlýstu æðarvarpi. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé mögulegt að meta áhrif leiðar R á umhverfisþætti nema að undangengnum rannsóknum. Þá sé ekki ljóst hvort að ráðast þurfi í nýtt umhverfismat fyrir leið A3. Vegur um Reykhóla sögð fela í sér tafir og sé dýrari lausn Vegagerðin telur að ekki sé hægt að nýta Reykhólaveg fyrir Vestfjarðaveg, eins og tillaga Multiconsult gerir ráð fyrir, nema með endurbótum. Meginástæða þess er umferðaröryggi. Vegagerðin telur kostnaðinn við leið A3 því vera 11,2 milljarða. Multiconsult taldi kostnaðinn á hinn bóginn vera litlu meiri en við Þ-H leiðina, sem Vegagerðin áætlar að sé 7,3 milljarðar. Vegagerðin telur að ef ráðist verði í leið R eða A3 þá verði í fyrsta lagi hægt að ljúka framkvæmdum árið 2024. Ef leið Þ-H verður fyrir valinu sé hins vegar hægt að ljúka framkvæmdum árið 2023. Hreppsnefnd lét gera sérstaka valkostagreiningu Hreppsnefnd lét þar ekki staðar numið og lét fara fram sérstaka valkostagreiningu sem Skipulags- stofnun mælti með í kjölfar úttektar Vegagerðarinnar. Þá hélt sveitarstjórn íbúafund þann 20. desember þar sem Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgöngu- verkfræðingur hjá Viaplan og höfundur valkostagreiningarinnar, kynnti skýrslu um málið. Valkostagreining út frá mjög þröngum hagsmunum Það einkennir þessa skýrslu að þar er höfuðáhersla lögð á mjög þrönga hagsmuni, m.a. þar sem skólaakstur til og frá Reykhólum vegur mjög þungt í niðurstöðunni. Þar er einnig metið að það sé verulega neikvætt fyrir almenningssamgöngur til og frá Reykhólum og ferðaþjónustu á Reykjanesi ef farið yrði í vegagerð um Teigsskóg. Einnig eru tilnefnd áhrif á bráða- og heilbrigðisþjónustu sem og tengsl Reykhóla við Flatey sem er ekki í neinu vegasambandi, en samt lagt upp í töflugreiningu að hafi talsverð neikvæð áhrif komi til vegagerðar um Teigsskóg. Sveitarstjóri gagnrýnir róg og dylgjur Sagði Tryggvi Harðarson sveitar stjóri í upphafi þess fundar að sér þætti afar miður að einstaka aðilar hafi verið með róg og dylgjur um að hinir ýmsu ráðgjafar hafi verið keyptir til að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. „Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir eru jafnvel sökuð um að láta stjórnast af illgirni og/eða annarlegum hvötum í vinnu sinni. Ég vísa slíkum dylgjum algjörlega á bug og megi þeir sem hafa slíkan málflutningi í frammi hafa skömm og smán fyrir. Slíkur málflutningur er einungis til þess fallinn að skapa úlfúð og illindi manna á millum.“ Sagði Tryggvi það vera hlutverk sveitarstjórnar að vega og meta öll rök og sjónarmið í þessu máli. Til þess að auðvelda þeim verkefnið var fenginn samgönguverkfræðingur til að gera valkostagreiningu á mismunandi leiðum samkvæmt leiðbeiningum frá Skipulagsstofnun. Hagsmunir Reykhóla í aðalhlutverki Í valkostagreiningu Viaplan er töluverð áhersla lögð á með myndrænum hætti að Reykhólar séu útgangspunktur í útreikningi vegalengda. Þannig fæst út að vegalengdin til Patreksfjarðar og Ísafjarðar frá Reykhólum styttist mest við að leggja svokallaða R-leið. Hagsmunir íbúa á Reykhólum felast samt trúlega miklu fremur í vegalengdinni til Reykjavíkur sem breytist ekkert. Einnig er mikið lagt upp úr vegalengdum varðandi akstur skólabíls til og frá Reykhólum. Báðir þessir lengdarútreikningar skipta heildarhagsmuni Vestfirðinga litlu máli þegar horft er til aksturs milli endastöðva þéttbýliskjarna í Reykjavík annars vegar og hins vegar Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafirði, Bolungarvík og Súðavík. Óvíst hvort leið R þurfi að fara í umhverfismat? Þá vekur athygli í skýrslu Viaplan að talið er óvíst hvort leið R þurfi að fara í umhverfismat, en að leið A3 sem að stærstum hluta er um sama svæði þyrfti að fara í umhverfismat. Varðandi A3 er væntanlega verið að vísa til vegagerðar um Berufjörð sem Multiconsult telur ekki þörf á í sinni tillögu um leið R. Samt er ljóst að bæði leið R og leið A3 færu yfir friðlýst æðarvarp, fjörur, heilan fjörð og landsvæði sem lítt er búið að meta. Ef þarna þyrfti ekki að gera tímafrekt umhverfismat er það væntanlega þvert á yfirlýsingar og vinnubrögð Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og t.d. Landverndar í Teigsskógsmálinu og mörgum öðrum málum er tengjast vegagerð á Íslandi. Í niðurstöðum Viaplan er sagt að R-leiðin sem Multiconsult lagði til sé vænlegust, þrátt fyrir að í skýrslunni komi berlega fram að stofnkostnaður vegagerðar um Teigsskóg yrði lægri. Þá er í niðurlagi skýrslunnar kastað upp bolta með margvíslegum spurningum til Vegagerðarinnar sem gefur væntanlega tilefni til áframhaldandi úttekta á ýmsum þáttum. Það gæti án efa þýtt tilheyrandi tafir á úrlausn í þessum málum. Sveitarstjórnarmenn fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum, Tálknafjarðarhrepps, Vesturbyggðar og Reykhólahrepps sem og Vegagerðarinnar komu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þann 3. janúar sl. vegna vegar um Teigsskóg. Sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum vilja að ríkið komi að málinu þar sem vegurinn varðar fleiri íbúa en í Reykhólahreppi. „Það erum við sem þurfum að nota þennan veg til að komast til Reykjavíkur, til að sækja alla nauðsynlega þjónustu. Við þurfum að koma frá okkur afurðum, ferskum á markað. Og við þurfum bara veg strax. Við getum ekki beðið, ástandið á veginum er þannig í dag að við getum ekki unað við óbreytt ástand,“ sagði Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Vesturbyggðar, í samtali við RÚV um þennan fund. Úr skýrslu um valkostagreiningu Viaplan. Hjallaháls er er ður farartálmi á leiðinni um austanverða Barðastrandarsýslu. Hér er horft niður í Djúpafjörð, en Gufufjörður er fjær. Teigsskógarleiðin mun ligga y r grynningar í mynni þessara fjarða og y r á Melanes. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.