Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 27
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
HESTAKERRUR - GRIPAVAGNAR
VÍKURVAGNAR EHF.
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
HESTAKERRA
HB 610 - FYRIR 5-6 HESTA
VERÐ
2.490.000 með vsk.
GRIPAFLUTNINGAKERRA
TA 510 - FYRIR 4-5 HESTA
VERÐ - 1.620.000 með vsk.
TA 510 – FYRIR 4-5 HESTA MEÐ MILLIGÓLFI
VERÐ – 1.895.000 með vsk.
TA 510 – FYRIR 5-6 HESTA MEÐ MILLIGÓLFI
VERÐ – 1.995.000 með vsk
Minningarsjóður Hjálmars R.
Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðar-
son auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með
sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með
lúpínu. Til úthlutunar verða 5 milljónir króna.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. janúar 2019.
ríkisins (land.is), Skógræktarinnar (skogur.is) og Skógræktar-
félags Íslands (skog.is). Umsókn ásamt fylgigögnum skal
skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi. Ófullgerðum
umsóknum verður vísað frá.
Nánari upplýsingar gefur formaður sjóðsins, Guðbrandur
Bynjúlfsson í síma 844 0429. Netfang: buvangur@emax.is
Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Þórunnartúni 6,
105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður
Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“.
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi
Sími 544-4656 | www.mhg.is
Blönduós:
Óvissa um framtíð Hafíssetursins
Hafíssetrinu var lokað árið 2015
og ekki verið opið fyrir almenning
síðan. Ólíklegt þykir að setrið
verði opnað á ný, í það minnsta
í óbreyttri mynd m.a. þar sem
uppfæra þarf sýninguna. Dr. Þór
Jakobsson, veðurfræðingur og
upphafsmaður að Hafíssetrinu,
er ósáttur við stöðu mála og
kallar eftir afgerandi svari frá
Blönduósbæ, að því er fram kemur
í umfjöllun um málið á vef huna.
Rekstur Hafísseturs gekk vel
fyrstu árin, en þegar á leið reyndist
ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi
rekstri með tilliti til aðsóknar. Eigandi
Hafíssetursins og hafíssýningarinnar
er Blönduósbær en upphafsmaður og
höfundur texta var dr. Þór Jakobsson
veðurfræðingur. Sýningarhönnuður
var Björn G Björnsson hjá List og
sögu ehf. Sýningin í Hafíssetrinu
er sambland veggspjalda, mynda
og muna sem minna á norðurslóðir.
Fjallað er um hafís á fjölbreyttan og
fræðandi hátt, m.a. um hvað hafís er,
norðurslóðir, veðurfarsbreytingar,
hafís við Ísland, veðurathuganir á
Blönduósi, hafískannanir fyrr og
nú, Austur-Grænland og konung
norðursins – hvítabjörninn.
Þór segir við vefinn huni.is vera
orðinn langþreyttur á að fá ekki
afgerandi svar frá Blönduósbæ
um framtíð Hafíssetursins og
hafíssýningarinnar. Hvalasafnið á
Húsavík er í hópi þeirra sem lýst hafa
yfir áhuga á að fá sýninguna og eins
hafi Vilhelm Sigfús Sigmundsson,
eðlis- og stjörnufræðikennari, sem
er að byggja upp aðstöðu fyrir
ferðamennsku að Fögrubrekku
rétt hjá Staðarskála fyrir botni
Hrútafjarðar, óskað eftir að fá hana til
sín. Þór segist engin svör geta gefið,
hann bíði svars frá Blönduósbæ
um afdrif sýningarinnar. Valdimar
O. Hermannsson, sveitarstjóri á
Blönduósi, segir að ljóst sé að
Hafíssetrið verði ekki opnað aftur
í óbreyttri mynd. /MÞÞ