Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 28

Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201928 KÚABÚSKAPUR&MJÓLKURFRAMLEIÐSLA Greinargerð RHA – Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri – um greiðslumark mjólkur: Býlum með greiðslumark hefur fækkað um rúm 40% frá árinu 2000 – Gera höfundar ráð fyrir að greiðslumarkið haldi áfram og að starfræktur verði miðlægur kvótamarkaður RH – Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri – vann greinargerð fyrir Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda á síðasta ári um greiðslumark mjólkur og tillögur og leiðir vegna sölu og kaupa á kvóta. Greinargerðin var gefin út í desember síðastliðnum og í niðurstöðum er gengið út frá því að að greiðslumark haldi áfram eftir endurskoðun búvörusamninga 2019. Höfundar greinargerðarinnar eru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Helga Einarsdóttir, Hjalti Jóhannesson og Vífill Karlsson. Í þessari greinargerð eru reifaðir helstu kostir og gallar fyrrverandi kerfa og þau áhrif sem leiðirnar hafa haft í för með sér, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Þar er fjallað um áhrif á fjölda og stærð býla í mjólkurframleiðslu, mannfjöldaþróun, verðlag á greiðslumarki og fleira. Að beiðni verkkaupa voru einnig skoðaðar mögulegar útfærslur á viðskiptum með greiðslumark og gerð grein fyrir líklegum kostum og göllum hverrar leiðar fyrir sig. Sérstaða íslensks landbúnaðar Í niðurstöðum höfunda segir að íslenskur landbúnaður hafi sérstöðu hvað varðar ræktunarskilyrði og langa vetur, sem krefjist vandaðra húsa fyrir mjólkurkýr. Þá séu gerðar miklar kröfur um velferð dýra og heilnæmi afurða. Þá segja þau jafnframt: „Gert er ráð fyrir kvótamarkaði sem MAST héldi utan um, líkt og þann sem var starfræktur 2010 til 2016, sem felst í frjálsri verðlagningu sem ræðst af framboði og eftirspurn. Þá er miðað við að ákveðið þak verði á hámarksgreiðslumarki til hvers og eins. Tekið er tillit til byggðastefnu þannig að mjólkurframleiðslan safnist ekki enn frekar á örfá svæði á landinu og að sem tilbrigði við leið A verði leið sem við köllum A1, sem gengur lengra. Þar er gert ráð fyrir samskonar kerfi framsals og í leið A en til þess að minnka landfræðilega samþjöppun á greiðslumarki væri skoðað að taka upp t.d. fjögur greiðslumarkssvæði á landinu, þar sem ekki verði heimilt að flytja greiðslumark á milli eða hafa tiltekið hámark, sem hvert greiðslumarkssvæði má hafa. Annað tilbrigði, sem við köllum A2, gengur lengra og miðar við að frekari áhersla verði lögð á að viðhalda rekstri fjölskyldubúa. Settar verði hömlur á að fyrirtæki fái þann ríkisstuðning sem felst í greiðslumarki og keppi við fjölskyldubú um það, s.s. fyrirtæki í lóðréttu eignarhaldi annarra eða í eigu lögaðila sem eru í ótengdum rekstri. Gert er ráð fyrir að mögulegar lánveitingar vegna kaupa á greiðslumarki komi frekar frá fjármálafyrirtækjum eða sjóðum en frá fyrirtækjum í öðrum rekstri, þar sem slíkt getur skekkt samkeppnisstöðu bænda og svæða.“ Helstu niðurstöður • Breytingar í landbúnaði valda öðrum samfélags- og efnahagslegum breytingum sem verður mest vart í dreifbýli en þó einnig í þéttbýli þar sem þjónustu við landbúnað og dreifbýl héruð er sinnt. Samþjöppun hefur orðið í landbúnaði og jarðir færst á færri hendur. Fólki hefur fækkað í sveitum og samsetning mannfjöldans breyst sem kemur fram í mikilli fækkun barna. Þetta hefur áhrif á þjónustu og fleira. • Mjólkurframleiðsla og annar landbúnaður er grunnatvinnuvegur og forsenda búsetu víða í sveitum. Árið 1985 var fullvirðisréttur tekinn upp sem átti að tryggja bændum fullt verð fyrir ákveðið magn af mjólk. Árið 1992 var greiðslumark innleitt í stað fullvirðisréttar og frjálst framsal á greiðslumarki mjólkur var heimilað. Settur var upp miðlægur tilboðsmarkaður fyrir greiðslumark árið 2010 sem MAST annaðist. Árið 2016 var sett fast verð á greiðslumark • Býlum með greiðslumark hefur fækkað um rúm 40% frá árinu 2000 og hafa býlin stækkað. Árið 2000 voru samtals 1.023 býli með greiðslumark en 597 árið 2017. Fjórir landshlutar voru með 93% greiðslumarks árið 2017, bú á Suðurlandi með 40%,Norðurland eystra með 25%, Norðurland vestra 16% og Vesturland 13%. • Hér er gengið út frá því sem megin leið, sem við köllum Leið A að greiðslumark haldi áfram eftir endurskoðun búvörusamninga 2019. Gert er ráð fyrir miðlægum kvótamarkaði, líkt og þeim sem var starfræktur á vegum MAST 2010 til 2016, þar sem verð ræðst af framboði og eftirspurn. Miðað er við að ákveðið þak verði á því greiðslumarki sem hver og einn getur keypt. • Einnig er bent á leiðir A1 og A2 sem ganga lengra. Þannig nýtist ríkisstuðningurinn, sem greiðslumarkið veitir, betur til að jafna tækifæri til starfa og búsetu. Einnig til að styðja við rekstur fjölskyldubúa og stuðla að jafnari samkeppni. Leið A1 gerir ráð fyrir markaði eins og leið A en til að minnka landfræðilega samþjöppun greiðslumarks væri skoðað að taka upp t.d. 4 svæði sem ekki mega flytja greiðslumark á milli eða hafa tiltekið hámark á hvert svæði. Leið A2 gengur lengra og miðar við að frekari áhersla verði lögð á að viðhalda rekstri fjölskyldubúa. Settar verði hömlur á að fyrirtæki fái ríkisstuðninginn sem felst í greiðslumarki og keppi við fjölskyldubú um það, s.s. fyrirtæki í lóðréttu eignarhaldi annarra eða í eigu lögaðila í ótengdum rekstri. • Leið A3 er nokkuð róttækari en hinar þar sem hugmyndin er að skipta greiðslumarkskerfinu upp í annarsvegar stór bú og hinsvegar lítil fjölskyldubú. Viðskipti með greiðslumark væru ekki heimil á milli kerfa en leið A ríkti innan þeirra. Þannig myndi samþjöppun mjólkurframleiðslu halda áfram, einkum í stórbúa kerfinu en lítil bú nytu styrkja til framleiðslu mjólkur og úrvinnslu afurða og hefðu annað hlutverk en stórbúin. Mikilvægt er þó í þessari tillögu, út frá matvælaöryggi, t.d. vegna afleiðinga náttúruhamfara, að stóru búin dreifist á a.m.k. fjögur svæði á landinu. • Allar tillögurnar hafa það sameiginlegt að hugað er að stærðarhagkvæmni, umhverfisþáttum og nýsköpun og reynt að mæta báðum sjónarmiðum um aukna hagkvæmni en jafnframt dreifða búsetu. Þróun greiðslumarkskerfisins Framleiðslustýring í mjólkur fram- leiðslu hefur verið við lýði á Íslandi frá árinu 1979. Það ár var lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins breytt og búmarkskerfi tekið upp vegna offramleiðslu á mjólk. Fyrsti búvörusamningurinn 1985 Árið 1985 var fyrsti búvörusamn- ingurinn gerður og fullvirðisréttur tekinn upp sem átti að tryggja bændum fullt verð fyrir ákveðið magn af mjólk. Fullvirðisrétturinn var reiknaður út frá framleiðslu einstakra bænda og var skipt á milli framleiðenda innan hvers búmarkssvæðis. Árið1992 var greiðslumark innleitt í stað fullvirðisréttar og frjálst framsal á greiðslumarki mjólkur heimilað. Árið 1985 voru sett ný lög um framleiðslustýringu í landbúnaði, lög um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Samkvæmt lögunum átti ríkið að tryggja, með samningum, fullt verð til bænda fyrir ákveðið magn búvara en skert verð fyrir framleiðslu umfram umsamið magn. Einnig átti að draga úr útflutningsbótum ríkissjóðs. Þetta sama ár var fyrsti búvörusamningurinn gerður á grundvelli búvörulaganna og fullvirðisréttur tekinn upp. Fullvirðisréttur var það framleiðslumagn sem framleiðendur fengu fullt verð fyrir og var hann ákveðinn sem heild fyrir landið allt og síðan skipt niður, fyrst á búmarkssvæði og síðan á einstaka framleiðendur. Fullvirðisréttur var reiknaður út frá framleiðslu einstakra bænda árin 1981 til 1983 og var framsal á fullvirðisrétti leyfilegt en lítið var þó um viðskipti. Annar búvörusamningurinn 1987-1992 Annar búvörusamningur var gerður árið 1987, sem gilti til ársins 1992 og var hann í meginatriðum framlenging á fyrri samningi. Árin 1989 til 1991 giltu strangar reglur um viðskipti með fullvirðisrétt og þar af leiðandi lágu viðskipti að mestu leyti niðri á þeim tíma. Þriðji búvörusamningurinn 1992–1998 Í þriðja búvörusamningnum, sem gilti árin 1992 til 1998, var aðallega fjallað um sauðfjárframleiðslu. Mjólkursamningur 1992 Árið 1992 var því gerður mjólkursamningur, þar sem nánari útfærsla á þeim atriðum sem snéru að mjólkurframleiðslu í samningnum frá árinu 1992 kom fram. Með mjólkursamningnum var greiðslumark innleitt í stað fullvirðisréttar og útflutningsbætur felldar niður. Framleiðslustýring var fest í sessi og frjálst framsal á greiðslumarki mjólkur heimilað. Kvótakerfið átti að auka sveigjanleika í mjólkurframleiðslu, gera bændum kleift að hagræða í rekstri og auka framleiðslu. Því var samið um að mjólkurverð til bænda myndi lækka um ákveðnar prósentur árin 1992, 1993 og 1994. Margar breytingar höfðu verið

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.