Bændablaðið - 17.01.2019, Qupperneq 29

Bændablaðið - 17.01.2019, Qupperneq 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 29 Sælureitur Náttstaður Bjóðum vönduð heilsárshús, hönnuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður sem henta jafnt sem lítil íbúðarhús, sumarhús og til útleigu. Vönduð viðarklæðning á veggjum í lit að eigin vali. 150mm einangrun í gólfi og veggjum. 225mm einangrun í lofti. Vandað vinilparket á gólfum. 18m2 viðarpallur fylgir með. Þetta hús er einnig fáanlegt 35 og 40m2. Vönduð viðarklæðning á veggjum í lit að eigin vali. 150mm einangrun í gólfi og veggjum. 225mm einangrun í lofti.. Vandað vinilparket á gólfum. Góð hljóðeinangrun á milli herbergja. 22m2 viðarpallur fylgir með. Bjóðum fullbúið 40m2 heilsárshús með 2 íbúðum sem hentar mjög vel til útleigu eða sem aðstaða fyrir starfsmenn. Öll húsin eru íslensk hönnun og byggðar í samræmi við íslenskar byggingareglugerðir. *Ö ll v erð m iða st við ge ng i E UR 13 3.Fullbúið hús með gólfefnum, húsgögnum og palli.Fullbúið 31m2 hús með gólfefnum, húsgögnum og palli. Öll húsin eru íslensk hönnun og byggðar í samræmi við íslenskar byggingareglugerðir. Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Sími 480 0480 // byggingar@jotunn.is // www.jotunn.is Verð aðeins kr. 6.990.000 án vsk (8.667.600 m. vsk)* Tilboðsverð kr. 7.980.000 án vsk (9.895.200 m. vsk)* Lítið hús 31 - 40m2 2 fullbúin herbergi - 40m2 gerðar á búvörulögunum frá því að þau voru sett árið 1985. Árið 1993 voru allar breytingar, ásamt þeim breytingum sem voru gerðar vegna mjólkursamningsins árið 1992, sameinuð í ein lög, lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993 og eru þau í gildi í dag. Fimmti mjólkursamningurinn 1998 Fimmti mjólkursamningurinn var gerður árið 1998 og var hann í gildi til ársins 2005. Beingreiðslur frá ríkinu voru teknar upp, þar sem tæpur helmingur greiðslna var háður framleiðslu. Rúmur helmingur þeirra var greiddur, óháð framleiðslu, svo lengi sem framleiðsla lögbýlis væri að minnsta kosti 85% greiðslumarks á tímabilinu. Einnig voru gerðar miklar breytingar á verðlagningu mjólkur og greiðslu til framleiðenda. Lágmarksverðið miðaðist við fyrsta flokks mjólk með skilgreindu efnainnihaldi og eftir því sem efnainnihaldið varð betra þá hækkaði verðið til framleiðenda. Sjötti mjólkursamningurinn 2005 með framlengingum Sjötti mjólkursamningurinn var gerður árið 2005 og var hann í gildi til ársins 2012. Beingreiðslur ríkisins voru ekki lengur ákveðið hlutfall af verði mjólkur heldur fastar verðtryggðar heildarfjárhæðir. Árið 2012 var samningurinn framlengdur í áföngum til ársloka 2016. Reglugerð um markaðsfyrirkomulag sett 2010 Árið 2010 var sett reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Reglugerðin tók gildi árið 2011 en með henni var komið á sérstökum kvótamarkaði sem Matvælastofnun átti að annast. Tilboðsmarkaðir fyrir greiðslumark áttu að fara fram tvisvar á ári og tilfærsla, gjafir eða sala greiðslumarks milli lögbýla, utan tilboðsmarkaðar var óheimil. Nýr búvörusamningur 2017 og greiðslumarkið fjari út Í gildandi búvörusamningi, frá 1. janúar 2017, kemur fram stefnumörkun um breytingar á því kerfi sem hefur verið við lýði síðastliðinn aldarfjórðung. Í honum segir: „Stefnt er að því að greiðslumarkið fjari út á samningstímanum, bæði sem viðmiðun fyrir beingreiðslur og kvóti sem tryggir forgang að innanlandsmarkaði. Ákvörðun um afnám kvóta árið 2021 verður þó ekki tekin fyrr en á árinu 2019. Stuðningsformi ríkisins er breytt og byggist á fleiri viðmiðum en áður. Samið er um breytt fyrirkomulag við verðlagningu mjólkur.“ Ný reglugerð 2018 Þann 15. júní 2018 tók í gildi reglugerð, þar sem tekið er fyrir tilfærslu greiðslumarks mjólkur milli lögbýla í eigu sama aðila nema ef jarðirnar eru samliggjandi. Í henni segir: „Tilfærsla greiðslumarks er þó aðeins heimil ef handhafi getur sýnt fram á með þinglýstu afsali að öll lögbýli sem tilfærsla greiðslumarksins varðar hafi verið skráð í hans eigu fyrir 15. júní 2018“ (Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1181/2017 um stuðning í nautgriparækt, bls. 1). Þessi reglugerð þrengir enn að viðskiptum með greiðslumark. Í hnotskurn hefur því þróun greiðslumarks frá árinu 1992 skipst upp í þrjú tímabil. Frjálst framsal Viðskipti með greiðslumark voru gefin frjáls frá og með árinu 1993. Bændur gátu verslað með greiðslumark að vild. Gallinn við þetta kerfi var hversu dýrt það var fyrir bændur. Kvótamarkaður með frjálsri verðlagningu Kvótamarkaði, með frjálsri verðlagningu, var komið á fót í desember 2010. Ekki var lengur hægt að versla með kvóta bænda á milli. Matvælastofnun var falið að sjá um innlausn og sölu á greiðslumarki. Kvótamarkaður með föstu verði Kvótamarkaður með föstu verði er það kerfi sem er við lýði í dag. Kerfið er það sama í stórum dráttum og sett var á laggirnar fyrir 8 árum, að því undanskildu að verð á greiðslumarki ræðst ekki af framboði og eftirspurn. Þak er á því greiðslumarki sem hver aðili getur keypt og er það 15% af því heildargreiðslumarki sem býðst hverju sinni. Við úthlutun greiðslumarks hafa nýliðar forgang, samkvæmt ákveðnum leikreglum. Afurðastöðvunum er skylt að taka við allri mjólk frá framleiðendum en sú mjólk sem framleidd er umfram greiðslumark fer á erlendan markað, nema birgðastaða í landinu gefi tilefni til annars. Öll mjólk sem fer til afurðastöðvar reiknast inn í uppgjör greiðslumarks viðkomandi lögbýlis. Ef býlið framleiðir ekki alla þá mjólk sem það hefur greiðslumark fyrir er greiðslum vegna framleiðslu umfram greiðslumark skipt hlutfallslega á milli annarra greiðslumarkshafa eftir ákveðnum reglum. Árið 2016 var ákveðið að festa verðið á greiðslumarki, óháð framboði og eftirspurn. Verðið á greiðslumarki verður lækkað handvirkt á hverju ári þar til það verður verðlaust, nema annað verði ákveðið við endurskoðun búvörusamninga 2019 (Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1181/2017). Sama þróun úti í heimi Benda skýrsluhöfundar á að sama þróun hafi orðið í Evrópusambandslöndunum, Noregi og Kanada hvað varðar fækkun og stækkun býla. Þá hafi mjólkurkvóti verið afnuminn í ESB löndunum 2015. Á móti hafi evrópskir mjólkurbændur möguleika á að sækja um mismunandi stuðning til yfirvalda og ber þar helst að nefna styrki til ræktunar og gripagreiðslur. Þá geta bændur fengið stuðning frá byggðaáætlun ESB, sem er ætlað að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja á landsbyggðunum og styðja við bændur í dreifðum byggðum. Þar sem Svíþjóð er eitt aðildarlandanna er þeirra kerfi svipað og í ESB. Svíar ganga þó lengra þegar kemur að reglum, t.d. um notkun sýklalyfja, erfðabreytt matvæli, velferð dýra o.fl. Kerfið í Noregi er að mörgu leyti líkt íslenska kerfinu, þar er mjólkurkvóti og beingreiðslur. Norðmenn skipta landinu upp í 14 greiðslumarkssvæði. Verslun með kvóta verður að eiga sér stað innan hvers svæðis. Eign kvóta fylgir jörðinni og þegar kvóti er seldur skulu að lágmarki 20% hans innleyst af ríkinu. Í Kanada er mjólkurkvóti en þar hafa búin ekki tæknivæðst að sama skapi og hér og í löndunum í kringum okkur. /HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.