Bændablaðið - 17.01.2019, Side 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201936
Nytjar á hör eru einkum tvenns
konar. Annars vegar er plantan
ræktuð vegna fræjanna sem
hörolía er unnin úr og hins vegar
til að vinna úr henni trefjar sem
unnar eru í lín. Líndúkar fundust
meðal Dauðahafshandritanna og
er talið að þeim hafi verið ætlað
að verja handritin skemmdum.
Plantan er einnig ræktuð sem
skrautjurt í görðum.
Tölur um ræktun og uppskeru
hörs í heiminum er skipt eftir
því hvort plantan er ræktuð til
framleiðslu á hörfræi og línolíu
eða til textílgerðar. Framleiðsla til
textílgerðar er rúmlega 2,6 milljón
tonn og um þrjú milljón tonn af
fræjum eru framleidd árlega. Tölur
frá 2014 sýna að ræktun á hör hefur
aukist lítillega undanfarin ár.
Lönd í heiminum sem rækta mest
af hör til textílgerðar eru Kanada um
874 þúsund tonn, Kasakstan 420
þúsund tonn, Kína um 390 þúsund
tonn, Rússland 365 og Bandaríki
Norður-Ameríku tæp 162 þúsund
tonn. Af öðrum löndum sem rækta
talsvert af hör til vefnaðar má
nefna Indland, Frakkland, Úkraínu,
Argentínu og Ítalíu.
Kína, Ítalía, Túnis og Litháen eru
þau lönd í heiminum sem flytja út
mest af líni.
Þegar kemur að framleiðslu á
hörfræi er Rússland atkvæðamest
og framleiddi tæp 673 þúsund tonn
árið 2016. Næst á eftir koma Kanada
með 579 þúsund tonn, Kasakstan
með um 652 þúsund tonn, Kína 362
þúsund tonn, Bandaríki Norður-
Ameríku rétt rúm 220 og Ítalía með
125 þúsund tonn.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Hagstofu Íslands voru flutt inn rúm
59,7 tonn af línfræi til landsins árið
2018. Mestur er innflutningurinn frá
Hollandi, rúm 25 tonn, Kasakstan
rúm 11,5 tonn og Kína tæp 10 tonn.
Auk þess sem línfræ eru flutt inn
frá Indlandi, Danmörku, Kanada og
Ungverjalandi svo dæmi séu nefnd.
Af hrá-línolíu voru flutt inn rúm
3,8 tonn og þar af mest frá Ítalíu
um 2,7 tonn. Af því sem kallað er
önnur línolía nam innflutningurinn
rétt rúmum tveimur tonnum, þar af
704 kíló frá Ítalíu og 555 kíló frá
Finnlandi.
Af ein-, tví- og margþráða hör-
garni voru flutt inn 73 kíló og mest
frá Egyptalandi, 43. Af óunnum eða
bleyttum hör voru flutt inn 800 kíló
frá Hollandi árið 2017. Af tánum eða
forunnum en óspunnum hör rúm 1,6
tonn og mest frá Belgíu og 65 kíló
af hörrudda og hörúrgangi frá Ítalíu,
Belgíu og Kína.
Auk þess sem talsvert er flutt inn
af líni og hör sem vefnaðarvara og
klæðnaður
Ættkvíslin Linium
Um 200 tegundir blómstrandi
plantna tilheyra ættkvíslinni Linium,
allar eru upprunar í tempraða beltinu
og eru ein- eða fjölærar. Talsverð
útlitsleg líkindi eru með plöntum
innan ættkvíslarinnar. Flestar bera
blá eða gul blóm, en einstaka
skarta hvítum, bleikum eða rauðum
blómum, með mislöngum frævlum
og stílum.
Villilín, L. catharticum, finnst villt
á nokkrum stöðum á Íslandi þar sem
það vex á láglendi með öðrum gróðri
í graskenndum móum og hlíðum.
Jurtin er fíngerð 10 til 20 sentímetrar
að hæð og með hvítum og allmörgum
blómum á hverri plöntu. Rót villilíns
er sögð losandi og eru alþýðuheitin
laxerlin á sænsku og purgerlin á
norsku og dönsku dregin af því.
L. usitatissimum er mest ræktaða
lín í heimi og plantan frænka íslenska
villilínsins.
Linium usitatissimum
Einær jurt. Upp af trefjarót vex
grannur stöngull sem nær allt að120
sentímetra hæð og ber nokkur hvít
eða ljósblá og fimmdeild blóm sem
eru milli 15 og 25 millimetrar að
þvermáli og vaxa nokkur saman
í kvíslskúf. Býflugur sjá um
frjóvgun blómanna. Blöðin blágræn,
mjólensulaga 20 til 40 millimetrar að
lengd og þrír millimetrar að breidd.
Aldinið belglaga 5 til 9 millimetrar
í þvermál og fræin brún eða gulleit
og svipuð eplafræjum að lögun, 4 til
7 millimetrar að lengd.
L. usitatissimum er helsta
nytjaplantan innan ættkvíslarinnar
og með elstu plöntum í heimi sem
ræktaðar eru vegna trefjanna og til
textílgerðar. Í dag er plantan einnig
og ekki síður ræktuð vegna fræjanna
og úr þeim unnin línolía.
Plantan þekkist ekki villt
í náttúrunni en er líklega
ræktunarafbrigði L. biennne sem
er upprunnin við Miðjarðarhafið
og austanverðri Evrópu. Líkt og
með aðrar plöntur sem lengi hafa
verið í ræktun er til fjöldi höryrkja
hvort sem er af afbrigðum sem eru
ræktuð og kynbætt til trefja- eða
fræframleiðslu.
HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Línuppskera á Bessastöðum á Álftanesi árið 1950.
Hörfræ og línolía.
Hör, hespa og dúkur.