Bændablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201942
Á síðasta ári voru greindar 128
æðplöntur sem grasafræðingum
var ekki kunnugt um. Auk þess
voru 44 áður skráðir sveppir
greindir. Margar af þessum
plöntum og sveppum eru svo
fágætir að tegundirnar hafa þegar
verið settar á lista yfir lífverur í
útrýmingarhættu.
Meðal plantna er tré í
regnskógum Gíneu sem getur náð
24 metra hæð og fékk latínuheitið
Talbotiella cheekii. Á ólöglegum
plöntumarkaði í Laos fannst áður
óþekkt orkidea sem talið er að
innihaldi efni sem gætu reynst
nothæf í baráttunni við krabbamein.
Auk þess sem ný klifurtegund af
rótaldininu yam fannst í Suður-
Afríku
Það voru grasafræðingar og
útsendarar Kew grasagarðsins
sem fundu og greindu flestar
tegundirnar. /VH
Landbúnaðarsýningin Agrómek
var venju samkvæmt haldin í
Herning í Danmörku seinni-
partinn í nóvember sl. Þetta er
stærsta landbúnaðarsýningin
í Norður-Evrópu og hefur hún
haldið velli þrátt fyrir að vera á
svipuðum tíma og Eurotier land-
búnað arsýningin er haldin, en sú
sýning er sú stærsta sem er haldin
í heimi.
Agrómek er Íslendingum afar
kunn og hefur verið sótt af bæði
bændum og þjónustuaðilum héðan
í áratugi. Sýningin í ár, sem var sú
41. í röðinni, var venju samkvæmt
fjölbreytt og nokkuð breytt frá því
hún var síðast haldin, en það var í
nóvember 2016.
540 sýningaraðilar
Að þessu sinni höfðu 540
sýningaraðilar komið sér fyrir í
13 mismunandi sýningarhöllum
á sýningarsvæðinu í Herning og
var sýningunni skipt upp eftir
faggreinum innan landbúnaðarins.
Sýningin stóð í fjóra daga og voru
gestir hennar rúmlega 40 þúsund
og þó svo að flestir gestanna hafi
verið frá Danmörku þá sækja hana
alltaf margir erlendir gestir bæði frá
Norðurlöndunum og ýmsum öðrum
löndum. Það er sérstaklega áhugi
erlendra aðila á nautgriparækt og
svínarækt sem dregur einna mest
að, en þar sem Agromek er fjölbreytt
landbúnaðarsýning er hún einnig
hentug fyrir þá sem eru t.d. eingöngu
í jarðrækt.
Gullregn
Líkt og á mörgum landbúnaðar-
sýningum keppast sýnendur við að
kynna nýjungar og ef nýjungarnar
flokkast sem „heimsfrumsýningar“
geta þær hlotið sérstök gullverðlaun
sem er einskonar viðurkenning
um sérstöðu kynningarinnar. Að
þessu sinni höfðu sýnendur sent
inn tillögur um 128 nýjungar sem
kepptu svo sín á milli um hylli
dómnefndarinnar. Dómnefndin
gaf hverri tilnefningu einkunn og
af þessum 128 tilnefningum hlutu
7 þeirra gullverðlaun en hinar 121
tilnefningar þá annað hvort silfur-
eða bronsverðlaun. Þau fyrirtæki
sem hlutu gullverðlaun fyrir nýj-
ungar að þessu sinni voru:
Pöttinger Scandinavia ApS – fyrir
nýja diskasláttuvél án knosara sem
kallast „Cross Flow“. Þessi sláttuvél,
sem fæst í vinnslubreidd frá 3,5
metrum og upp í 10 metra, færir
sláttuskárann inn að miðju og skilur
grasið eftir í háum múga sem loft
getur leikið um og þannig forþurrkað
grasið.
Yding Smedie A/S – fyrir nýjung
sína „MSR OptiWeeder“, en þetta
tæki er sérstaklega hannað til þess
að eyða illgresi við kartöflurækt, án
þess að notast við eitur.
Staldmæglerne A/S – fyrir nýjung
sína „Aquaclim“, en þetta er
vatnskæld dýna fyrir legubása kúa
(sjá sérstaka umfjöllun síðar).
VengSystem A/S – fyrir sérstakt
mælitæki sem mælir uppgufun á
ammoníaki frá landbúnaði með
einföldum en öruggum hætti.
Euromaster Danmark A/S – fyrir
„Michelin EvoBib“ sem er ný
tegund af dráttarvéladekkjum frá
Michelin, en notagildi dekkjanna
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Sjö fyrirtæki sem hlutu gullverðlaun fyrir nýjungar á landbúnaðarsýningunni Agrómek sem haldin var í Herning í
Danmörku seinnipartinn í nóvember 2018. Myndir / Agromek.dk
Agrómek alltaf jafn áhugaverð
Fjölmargir fyrirlestrar voru á sýningunni.
það var margt að sjá á Agrómek.
Þarna fór fram verkleg sýning í viðgerðum og viðhaldi á tækjum.
Greining hænsnfugla í kyn í eggi tekur innan við sekúndu fyrir hvert egg.
Eggjaframleiðsla:
Kyn hænsnfugla greint í eggi
Ný tækni gerir eggja framleið-
endum kleift að greina kyn
hænsnfugla í eggi og sparar
þannig útungun og slátrun hana
við eggjaframleiðslu.
Eins og að líkum lætur er
helmingur hænsnfugla sem
klekjast úr eggjum hanar og
helmingurinn hænur. Einungis
hænurnar eru valdar til áframeldis
en varphönunum, eins og þeir eru
stundum nefndir, er slátrað. Talið
er að 4–6 milljörðum varphana sé
slátrað í heiminum árlega.
Greining hænsnfugla í kyn eftir
varp er vandasamt verk og þarf til
þess góða sjón og æft auga. Með
nýrri tækni sem kallast „Seleegt“ er
hægt að greina kyn fuglanna í eggi
21 degi eftir varp. Hanaeggin eru
fjarlægð úr útungunarvélum og þau
notuð í dýrafóður. Auk þess að vera
skref í átt til meiri dýravelferðar
sparar tækni eggjaframleiðendum
bæði pláss og fóður.
Tæknin sem um ræðir byggir á
því að greina hormóna í eggi með
því að bora örfínt gat í skelina og
sækja í eggið eilitla eggjahvítu sem
síðan er hormónagreind. Greingin
tekur innan við sekúndu fyrir hvert
egg. /VH
Orkidean, Paphiopedilum papili-
laoticus, var uppgötvuð af grasa fræð-
ingum á ólöglegum blóma markaði
í Laos.
Gróður Jarðar:
128 nýjar plöntutegundir
greindar 2018
Gróður jarðar:
Fækkun í flóru Ástralíu
Talið er að meira en fimmtíu
plöntutegundir sem eingöngu
finnast í Ástralíu geti dáið út á
næsta áratug. Einungis tólf þeirra
er friðaðar.
Gróður og dýralíf í Ástralíu
er einstakt að því leyti að þar
finnast bæði plöntur og dýr sem
hvergi er að finna annars staðar í
heiminum. Nýleg rannsókn á flóru
álfunnar sýndi að meira en fimmtíu
tegundir plantna sem bundnar eru
við Ástralíu eru í hættu á að deyja
út verði ekkert að gert til að vernda
þær og kjörlendi þeirra. Athugun
sýndi einnig að einungis tólf af
plöntunum eru á opinberum lista
yfir plöntur í útrýmingarhættu í
Ástralíu.
Ólíkar plöntutegundir eru
nú þegar um 70% lífvera á lista
Ástralíu yfir dýr og jurtir sem taldar
eru í hættu.
Ein þessara plantna er Wollemi-
fura en aðeins er vitað um 39 slíka í
heiminum. Þar af er eina að finna í
grasagarðinum í Kew þar sem hún
er afgirt. /VH
Wollemifura, Wollemia nobilis, sem
fannst fyrst árið 1994 þrátt fyrir að
vera frá tíma risaeðlanna er planta
sem talin er vera í útrýmingarhættu.
Aðeins er vitað um 39 slíkar í
heiminum. Mynd / VH.
Wollemifura.