Bændablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201946 Af jeppum og jepplingum voru prófaðir níu bílar. Hagstæðustu kaupin eru sennilega í Dacia Duster sem kostar ekki nema um fjórar milljónir. Af þessum níu bílum flokka ég aðeins einn þeirra sem jeppa, en til að ég kalli bíl jeppa þarf hann að vera byggður á grind og vera með hátt og lágt drif. Þessi bíll er Suzuki Jimmy sem verður tilbúinn til afhendingar nýjum eigendum í byrjun árs 2019. Jeep besti jepplingurinn Mitsubishi Outlanderinn sem ég hef í tvígang kosið besta bíl ársins er vissulega góður og nokkuð örugglega sá ódýrasti í rekstri af þeim jepplingum sem prófaðir voru, en tækninýjungar frá öðrum bílaframleiðendum og þægindi settu Outlander í þriðja sæti hjá mér. Lokavalið stendur á milli Jaguar E-Pace og Jeep Grand Cherokee Trailhawk sem var 33 tommu breyttur. Jaguarinn var óbreyttur og kostar frá tæpum 6–10 milljónir og er hreinn unaður að keyra. Jeep- bíllinn var vissulega eigulegri og vel útbúinn til aksturs á íslenskum vegum og því vel ég hann sem skemmtilegasta jepplinginn. Pallbílar Ekki voru nema þrír pallbílar prófaðir á síðasta ári og líktust ekkert hver öðrum. Þetta voru IVECO (hálfgert torfærutröll), Benz X-Class og MMC L200 pallbíll með minna húsi en í flestum pallbílum. Mjög ólíkir í alla staði og hver þeirra með sérstaka eiginleika. Þó að Benz pallbíllinn hafi verið með minnsta pallinn fannst mér hann eigulegastur af pallbílunum. Fólksbílar Fimm fólksbílar voru prófaðir og af þeim var einn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll. Hagstæðustu kaupin eru klárlega í Dacia Sandero sem er í verðflokki smábíla, en er miðlungs fólksbíll með ótrúlega mikið pláss og kostar aðeins 1.990.000. Hins vegar var Jaguar I-Pace rafmagnsbíllinn sem kom hingað til lands sem frumgerð (prototype) og var prófaður við íslenskar aðstæður á haustmánuðum langsamlega skemmtilegasti bíllinn sem ég prófaði á síðasta ári, 400+ hestöfl og kemst yfir 400 km á hleðslu. Þessi bíll er nú að fara í framleiðslu og ætti að vera tilbúinn til afhendingar í mars/apríl á þessu ári og kostar hann um 12 milljónir. Vinnutæki „Þrír“ traktorar voru prófaðir, lítill og stór og það sem ég kaus að kalla „Bóndabíl“, en morgunstrákarnir á útvarpsstöðinni Bylgjunni voru eitthvað ósáttir við nafnbótina og vildu kalla hann „Golfbíl“. Báðir hefðbundnu traktorarnir voru vel brúklegir á sinn hátt, en þann stærri mundi ég velja til vinnu. „Bóndabílinn“ væri ég alveg til í að eiga sérstaklega eins og hann var afhentur nýjum eiganda sínum, en þá var búið að setja hann á belti sem eru sérstaklega ætluð til aksturs á snjó, en gagnast líka vel í miklu votlendi. Einnig prófaði ég sexhjól frá Polaris, en vélin í því var ekki nema 570 cc. Þrátt fyrir litla vél vann það vel við að skafa snjó og krapa. Mótorhjól og leiktæki Þrjú gjörólík mótorhjól voru prófuð, aðeins eitt þeirra mundi gagnast sem vinnutæki í smölun, en það hjól var Beta 300 tvígengis torfæruhjól með götuskráningu og kostar ekki nema rúma milljón. KTM 1090 ferðahjól, sem er vissulega eigulegur gripur, en of kraftmikið fyrir mig, 125 hestöfl hefðu hentað mér fyrir 10–15 árum, en ekki í dag. Síðasta hjólið var indverskt og er alhliða hjól fyrir malbikaða og malarvegi, en er ekki nema 25 hestöfl og er hjól sem hentar vel fyrir byrjendur í mótorhjólaakstri og þá sem ekki eru að flýta sér of mikið og er ódýrt mótorhjól. Mesta leiktækið sem prófað var var án efa Arctic Cat Textron Off Road Buggy sem er kraftmikið og skemmtilegt leikfang fyrir hestaflasjúka og áhættufíkla sem vilja upplifa kraft og góða fjöðrun vinna saman. É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Suzuki Jimmy er eini alvöru jeppinn sem var prófaður, á grind með hátt og lágt drif. Myndir / HLJ Jeep er bíll ársins í sínum okki. Hann er eigulegur 33 tommu breyttur jepplingur. Hagstæðustu fólksbílakaupin eru klárlega í Dacia Sandero. Jaguar I-Pace rafmagnsbíllinn sem kom hingað til lands sem frumgerð (prototype) var langsamlega skemmtilegasti bíllinn sem ég prófaði. Bóndabíllinn eins og ég kaus að kalla álitlegasta vinnutækið. Polaris sexhjólið gat mun meira en ég gerði mér í hugarlund. Arctic Cat Textron Off Road Buggy er skemmtilegasta leiktækið. Það kom mér á óvart hversu auðvelt var að keyra þetta Beta 300 tvígengis torfæruhjól við mismunandi aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.