Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 55
Íbúar við þjóðveg númer 711
í Vesturhópi og á Vatnsnesi í
Húnaþingi vestra héldu nýlega
fund um vegamál þar sem
markmiðið var að fara yfir
stöðuna, m.a. hverju fyrri fundur
um málið hefði skilað og til að
skiptast á skoðunum, en einnig til
að undirbúa fund með samgöngu-
ráðherra, fulltrúum Vegagerðar,
sveitarstjórn Húnaþings vestra
og fleiri aðilum. Fundurinn var
vel sóttur.
Fram kom að þingmenn
kjördæmisins hefðu lítil viðbrögð
sýnt við ályktun fyrri íbúafundar
um vegamál og vakti það undrun
fundarmanna. Eins hefðu þeir
viljað sjá sterkari viðbrögð
frá ferðaþjónustuaðilum og
félagasamtökum í heimabyggð.
Þjóðvegur 711 er enn afleitur
þrátt fyrir heflun og á vestanverðu
Vatnsnesi er enn 30 kílómetra
hámarkshraði á hluta vegarins,
en þar hafa engar úrbætur verið
gerðar.
Einn fundarmanna stundar
bílaviðgerðir og kom fram hjá
honum að viðhaldskostnaður bíla
á svæðinu hefur hækkað mikið
undanfarin ár, bremsubúnaður,
höggdeyfar og aðrir slitfletir
endast skamman tíma miðað við
eðlilegt ástand. Kemur þetta ekki
síst niður á þeim sem aka til og
frá vinnu, skólabílum, póstbíl og
öðrum þjónustuaðilum.
Börn gubba í skólabílnum
Fram kom einnig að börn í
skólaakstri kasti upp af og til vegna
hristings og þá er hávaði inni í
bílnum meiri þegar þeir skella ofan
í holum á veginum. Ferðatími til og
frá skóla hefur lengst mikið vegna
ástands vegarins. Á fundinum var
rætt um að sennilega yrði þess ekki
langt að bíða að foreldrar hætti að
senda börn í skóla og að sú ráðstöfun
yrði á ábyrgð stjórnvalda. /MÞÞ
480 5600480 5600
Landstólpi - Egilsstöðum
Vélaval - Varmahlíð
Útsölustaðir:
Verð frá kr. 92.272
Sálm. 14.2
biblian.is
á mennina af
himnum ofan
til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
www.bbl.is
Allar gerðir startara og alternatora
461 1092 • asco.is
Hydrowear kuldagalli blár
Loðfóðraður en vattfóðraður í ermum og skálmum
Efnið í gallanum er vatnsfráhrindandi
Rennilás að framan og á skálmum. Stærðir S – 3XL.
Jobman vetrargalli svartur
Léttur vattfóðraður galli.
Pólýester með PU-húð að innan sem ver gegn vindi og vatni.
Rennilásar á skálmum upp að mjöðm auðveldar að fara úr og í.
Stærðir: S-3XL
Wenaas kuldagalli gulur/svartur
Léttur og þægilegur
Vattfóðraður með rennilás. Stærðir: M - 2XL
Kuldagallar á tilboði
KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is
Hver galli
Frír sendingarkostnaður
dji.is
Mavic 2 Pro
Lækjargata 2a
Sími 519 4747
Sérverslun
með dróna
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
Vilko og Ölgerðin í samstarf:
Styrkir atvinnulífið á
Norðurlandi vestra
Samningur um vinnslu og
pökkun á nokkrum vöru-
tegundum fyrir Ölgerðina
hefur verið undirritaður, m.a.
olíum, kryddum og poppi.
Það er Vilko á Blönduósi
sem pakkar. Kári Kárason,
fram kvæmdastjóri Vilko og
Gunnar B. Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs
Ölgerðarinnar, undirrituðu
samning inn.
Verkefnið skapar framtíðarstörf
hjá Vilko og gerir félaginu kleift
að nýta þann vélakost sem það
hefur fjárfest í undanfarin ár.
Samningurinn er því jákvæður
fyrir félagið, segir á Facebook-
síðu Vilko.
Þar segir einnig að forsvarsmenn
beggja fyrirtækja séu samtaka um
að auka þetta samstarf enn frekar
á komandi mánuðum og árum sem
sé kærkomið fyrir atvinnulífið á
Norðurlandi vestra. Áætlað er að hefja
framleiðslu fyrir áramót og verða
nýjar vélar settar upp af því tilefni.
„Þetta verkefni skapar ekki
bara störf í Vilko heldur mun þetta
fara hátt í að tvöfalda vörumagn
sem við sendum frá okkur með
flutningsfyrirtækjum auk þess sem
vélar og tæki þarf að þjónusta og
viðhalda,“ segir á síðunni. /MÞÞ
Íbúum við þjóðveg 711 þykir hægt miða með úrbætur:
Slæmt ástand vegar eykur
kostnað við viðhald bílanna