Þjóðólfur - 17.06.1941, Page 3

Þjóðólfur - 17.06.1941, Page 3
3 Þ J ÓÐÓLFUR M muiÉ hvar |iií fékksi iiann. Fóst á algreidslu Álaloss, Þingholtsstrœti 2 jr I heimsslyrjöldmni 1914—18 mundu íslendingar hafa orðið að þola margskonar skort, ef hið nýstofnaða EJMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS hefði ekki með siglingum sínum til Ameríku forðað þjóð vorrí frá yfirvofandi vöruþurrð og neyð. Enn helur EIM S KIP gerzf hrautryðjandi og hafið siglingar til Vesturheims. Munið þessar staðreyndir og látið Fossana annast aila flutninga yðar. J heimilisihs. Þær álíta að þetta sé „fínt“ og hið eina. rétta, á sama hátt og drengurinn, sem alizt hefur upp á götunni, álítur, að mjólk sé brugguð í mjólkur- stöðinni og bregzt illa við, ef honum er tjáð, að hún komi úr kúnum. Óeðlið leikur hér sama hlutverk og steinninn, sem kæf- ir grasvöxtinn. Undantekningin er tekin fyrir þá megin reglu, að konur hafa hneigð til heim- ilisstarfa. Þær konur, sem öðru vísi er farið, ættu ekki að gift- ast, þær eiga ekkert erindi í hjónaband. ,,Jafnrétti“ er slagorð, sem auðvelt er að leggja í rangan skilning eins og allt annað í þessum heimi. Það er ekki þar með sagt, að hæfileikar séu jafnir, sömu skyldur, sama eðli og þörf. Og fyrir alla muni, festu ekki trúnað á þessa heim- spekilegu yfirborðskenningu. að allir séu líkir. X>að er bábilja, sem á sér enga stoð í veruleik- anum, Þegar ungar stulkur gera háð Og spott að lagsstúlku sinni, af því að hún segist hafa hneigð til heimilisstarfa, er orsökin sú, að þær leggja rangan skilning í ,,jafnréttið“ og hafa algerlega gleymt því, að karlar og konur eru ólík að eðli og hæfileikum, að skyldur þeirra og þrár eru ekki hinar sömu. Og svo langt er hér komið, að stúlkurnar virða að vettugi sitt eigið eðli og verða alteknar af minnimátt- arkennd, ef þeim tekst ekki að undiroka eðlilegar tilhneigingar sínar. — Bg óska ekki eftir, að svo fari fyrir þér. Þess vegna skal ég ræða þetta nánar. # Fyrir stuttu síðan tók ég, ásamt ellefu kvenréttindakon- um, þátt í samkvæmi, sem hald- ið var til heiðurs erlendri konu, prófessor að nafnbót. Þessar ellefu konur áttu aðeins tvö börn samtals —• og það var ein úr hópnum, sem átti þau bæði. Við ræddum um jafnrétti giftra og ógiftra kvenna. Ég benti á örðugleika þeirra giftu, með- göngutímann, barnsfæðingarn- ar, að hafa börn á brjósti o. s. frv. „Allt í lagi með krakkana,“ sagði ein þeirra ógiftu. Þær giftu áttu engin börn — að þess- ari einu undanskilinni — og lögðu ekki til málanna. Sú eina, sem átti börn, sagði þetta: „Börnin mín tvö kostuðu mig framann í starfsgrein minni. Ég stóð framar öllum starfsfélög- utn mínum og yfirmaður minn gerði sér miklar vonir um mig. En það getur ekki farið sam- an að ala börn, hafa þau á brjósti og gæta þeirra' af um- hyggju Í hvívetna, og gegna ábyrgðarmiklu starfi utan heim- ilisins.“ Þetta skapaði fjörugar rök- ræður — að vísu alveg óþarfar rökræður, því að rödd sannleik- ans hafði talað. Konur, sem hafa afneitað eðli sínu — því að það er ekki samkvæmt eðli kon- unnar, að móðurlíf og brjóst séu úrelt líffæri — geta ekki and- mælt kynsystur, sem talar af persónulegri reynslu. * Það skiptir engu máli, hvað ég kann að hafa læknað marga sjúka eða ritað margar bækur, ég mun þrátt fyrir það líta með djúpri virðingu upp til þeirrar konu, sem hefur, eins og mín eigin móðir, alið sjö börn, alið þau vel upp og fórnað þeim öllu, án þess þó að láta sér finnast, að hún sé að fórna sér. Og það er auðvelt, því að ekkert er nær eðli konunnar en einmitt þetta. Og óvéfengjanlegt er, að það er vandameira hlutskipti, að vera góð móðir, sem ekki lætur barn sitt vanþrífast, og góð húsmóð- ir, sem með réttu mataræði hindrar tannsjúkdóma og aðra kvilla, sem stafa af slæmu mat- aræði, en vinna í verksmiðju eða á skrifstofu. Þeim störfum geta meðalgreindar — eða minna greindar — stúlkur gegnt, svo að yel t'ari. Hin krefjast þeirra, sem skara fram úr. Veittu því athygli, að þær konur, sem tala hæst í þjóðfé- laginu, eru gjarna barnlausar eða eiga í mesta lagi 1—2 börn. Þessar konur eru vísar til að halda því fram, að hið ábyrgð- armikla starf móðurinnar geti mæta vel samrýmzt umsvifa- miklu starfi utan heimilis. — Legðu ekki eyru við þessum full- yrðingum! Þær eru rangar! „En hver er þá skylda kon- unnar?“ spyrð þú ef til vill. „Er það beinlínis skylda að giftast og eiga börn?“ Nei, það er ekki skylda að giftast, og það er heldur ekki skylda að eiga börn — beinlínis þvert á móti, ef þú ert ógift. Konur eiga ekki að eignast börn fyrr en þær hafa eignazt traust heimili og fundið skyldurækinn föður að börnum sínum. — Það er ekki skylda að giftast, en ef konan er gift, þá er það skylda og óskrifuð lög gagnvart þjóð- félaginu, að eignast börn — svo framarlega. sem konan er heil- brigð, Ef allar giftar konur ættu ekki fleiri börn en þær, sem eru læknar, lögfræðingar, dómarar, verkfræðingar, leikkonur o. s. frv,, liti illa út fyrir þjóðfélag- inu í heild. Það er undantekning, ef giftar konur, sem stunda at- vinnu utan heimilis, eiga 3—4 börn. Margar eiga 1—2, og þó nokkuð margar eiga ekkert barn. Þær konur, sem ekki vinna utan heimilis, verða að fæða því fleiri börn, því að norrænir þjóðhagsfræðingar hafa sýnt fram á, að giftar konur verða að fæða 3—4 börn hver, til þess að framtíð þjóðanna sé örugg. Og hvert barn krefst mikils. Það krefst þess, að móðirin lifi heilbrigðu lífi, án þess að reyna á sig fyrir og eftir fæðinguna, það þarfnast móðurmjólkur ca. 5—6 sinnum á dag um níu mán- aða skeið, og sú þörf er svo mikil, að ef hún er ekki upp- fyllt, getur það kostað barnið hreysti og heilbrigði, jafnvel líf- ið. Dánartala barna, sem hafa pela, er ca. 50 sinnum hærri en þeirra, sem lögð eru á brjóst. Þær konur, sem vegna slæmra lífskjara geta ekki lagt börn sín á brjóst, hafa auðvitað gilda af- sökun. En þær, sem meta kvik- myndasýningar og kaffihús meira en börnin sín, eiga skilið þungan áfellisdóm. Það er einnig skylda að láta sér ekki nægja að ala eitt barn. „Ein Kind ist ein Angstkind.“ Ef það deyr í æsku eða tekur Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.