Þjóðólfur - 17.06.1941, Síða 8

Þjóðólfur - 17.06.1941, Síða 8
8 Sögukaflar af sjálfum mér eftir Matthías Jochumsson Hin bráðsnjalla, skemmti- lega og fróðlega sjálfsæfi- saga séra Matthíasar fæst ennþá. Aðeins örfá eintök óseld. Enginn bókamaður má láta hana vanta í skáp- inn sinn. Enginn aðdá- andi Matthíasar getur án hennar verið. Verð aðeins kr. 5.00. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Bókaverzlun Valdimars Jóhannssonar Laugavegi 18. Sími 5046. Innlendur iðnaður I ANDSBANKASKÝRSLAN er komin út fyrir nokkru. Hefur hún eins og endranær ýmsan fróðleik að geyma um atvinnuvegi landsmanna og f járhagsafkomu þeirra í heild. í skýrslunni er m. a. yfirlit um innlenda iðnaðarframleiðslu, og eru þetta þær einu opinberu skýrslur, sem birtar eru um iðnaðinn. Er naumast vansa- laust, hve lítil rækt er lögð við að afla skýrslna um hag, af- komu og þjóðhagslega þýðingu þessa atvinnuvegar, sem nú er orðinn jafn mikill þáttur í at- vinnulífi þjóðarinnar og raun ber vitni. — Þótt upplýsingar Landsbankaskýrslunnar séu ekki tæmandi um innlendu iðn- aðarframleiðsluna, sýna þær samt, að iðnaðurinn hefur unn- ið sér þann sess, sem honum mun ekki verða úr þokað, þótt aðsteðjandi örðugleikar og and- stæðingar hans, innlendir sem erlendir, leggist þar á eina sveif. Þjóðólfur mun við tækifæri taka málefni iðnaðarins til um- ræðu, svo að hagsmunamál þessa atvinnuvegar verði ekki látin liggja í þagnargildi, eins og hingað til hefur verið gert um skör fram. ÞrOBOlflR Þriðjudaginn 17. júní 1941 ☆ Efst á baugi ☆ I1U1IILE1UT: Þinglausnir fara fram í dag, eftir að þingið hefur setið að störfum i 123 daga og er lengsta þing í okkar sögu. Áður en þinglausnir verða í dag, fer fram kosning ríkisstjóra til eins árs og innsetning hans í embættið. Að þvi loknu mun ríkisstjóri ávarpa þjóðina. — Atburðurinn markar tímamót og upphaf að nýju tímabili i stjómarfarssögu Islendinga og verð- ur þingsins væntanlega lengi minnzt fyrir þá sök. En betur mun þá takast um þinghald og stjórnarfar en á horfist, ef þingsins verður ekki lengst minnzt fyrir það tvennt, að það hefur tekið í sínar hendur vald sinna eigin umbjóðenda, en látið hins vegar odd- vita landsmálaflokkanna draga sér burst úr nefi um vald þess og virð- ingu meira en áður hefur tíðkazt. — Kemur það nú í þinglok mjög ber- lega fram, að þingmenn eru mjög misjafnlega ánægðir með aðfarir þingsins.. Einkanlega gerðist Árni Jónsson frá Múla bersögull i Vísi 13. þ. m. Slíkar ádeilur á hendur þinginu af hálfu þingmanns eru sannarlegt tákn þeirra upplausnartíma, sem nú virðast fara í hönd. Þingmaðurinn staðhæfir, að þingviljinn fái ekki að ráða í ýmsum málum fyrir ofbeldis sakir, og séu málin tafin eða kæfð eftir geðþótta ofríkismanna. 1 viðtali, sem Magnús Jónsson á við Mgbl. 12. þ. m. kveður við svipaður tónn. Er af þessu Ijóst, að sá herfjötur, sem valdamennirnir hafa lagt á þingið, er ekki öllum að skapi og má af ýmsu ráða, að óánægja þingmanna undir niðri sé engu minni en kjósenda, sem hafa nú um stund verið sviptir at- kvæðisrétti og umboðsmönnum áþingi Karlakórinn Geysir frá Akureyri heldur söngskemmtanir í Reykjavík um þessar mundir. Söng hann í fyrsta sinn 15. þ. m. í Gamla Bíó við mikla aðsókn og ágætar viðtökur. Kórinn er landskunnur og einn hinna fremstu kóra landsins um bjartar og þrótt- miklar raddir. Söngstjórinn er Ingi- mundur Árnason frá Grenivik. Bessastaðir eru að nýju komnir á dagskrá sem væntalegur bústaður æðsta valdsmanns landsins. Hefur undanfarið verið deilt um staðinn á Alþingi og ýmislegt þótt mæla með og móti. — Nú hefur eigandi Bessa- staða, Sigurður Jónasson forstjóri, lagt á vogarskálina það lóðið, sem duga mun. En hann hefur gefið rík- inu jörðina með húsum öllum og gögnum hennar og gæðum, að því einu tilskildu, að ríkið endurgreiði honum kostnað hans við umbætur á jörðinni frá því, er hann gerðist eig- ancji hennar á síðastliðnu sumri. Vélaverkstœði Sig. Sveinbjörnssonar Laugaveg 68. Sími 5753. Framkvœmir: Vólauppsetningar. Vélaviðgerðir. Vélsmíði. Smídum: Iskvarnir. Plægingarvélar. Viftur o. fl. lumuiiiuiiiazniii...... ERLEWT Bandaríkin Fyrir rúmri viku tóku og Bretland þrir af voidugustu mönnum Bandaríkj- anna þannig til máls opinberlega, að allur heimurinn hlaut að veita þvi athygli. Roosevelt forseti skýrði frá því, að vel gæti farið svo, að herlög yrðu látin ganga í gildi um næstu f jögur ár. En þessi lög gefa Bandaríkja- stjórn heimild til þess að taka í sína þjónustu öll farartæki, allar verk- smiðjur, útvarpsstöðvar og fjölmargt annað, sem á venjulegum tímum er falið umsjá einstaklinga og er eign þeirra. Sama dag flutti Cordell Hull utan- ríkismálaráðherra ræðu, þar sem hann mælti hinum alvarlegustu að- vörunarorðum til Frakka. Hann kvað Bandarikjastjóm líta svo á, að sam- vinna Frakka og Þjóðverja væri hin mesta ógnun fyrir öryggi Banda- ríkjanna og mundi þetta mál allt verða rannsakað gaumgæfilega af Bandaríkjastjórn, en mikilsverðar upplýsingar um þessa hættu hefði hún þegar í höndum. Loks lýsti Georg Marshall yfir- hershöfðingi Bandaríkjahers yfir því, að fyrsta herfylki Bandaríkja- hers, sem er það herfylki, er fyrst yrði sent úr landi, ef til slíkra ráð- stafana yrði gripið, væri nú fullbúið undir ófrið og hefði öll nýtízku vopn og útbúnað. Eru ummæli þessi eftir- tektarverð fyrir þá sök, að fram að þessu hefur yfirleitt kveðið við þann tón í Bandaríkjunum, að ekki komi til mála að senda her úr landi. Sam- tímis því, að þessir þrír leiðtogar Bandarikjanna lýsa þessu yfir er lagt fyrir Bandaríkjaþing frumvarp um fjárveitingu til vígbúnaðar, sem ber þess vott, að hinn mikli risi í vestrinu ætlar sér ekki að vera eng- inn í leiknum, ef inn á hagsmuna- svæði hans yrði ráðizt. Er það næst- hæsta frumvarp um fjárveitingu til vígbúnaðar, sem sézt hefur í sölum þess þings og miklu hærra en nokk- urt frumvarp, sem lagt hefur verið fram, þegar landið á .ekki í styrjöld. Með þessu frumvarpi er ráðgert að veita til vígbúnaðar sem svarar 65 þús. milljónum ísl. króna, og er það miklu meiri upphæð en svo, að stærð- fræðilega ótaminn hugur geti gert sér hennar nokkra grein. Verða yfir- hershöfðingja Bandaríkjanna gefnar mjög frjálsar hendur um það, hvem- ig hann megi verja þessari gífurlegu fjárhæð. Vikuna, sem leið, hafa svo mál þessi þokazt áleiðis og komið fram ýmsar nýjar upplýsingar, sem mjög gera það ljósara en áður, hve ákaf- lega náin er orðin hernaðarleg sam- vinna Breta og Bandaríkjanna. Það er alveg bersýnilegt, að í orustunni um Atlantshafið ætla Bandaríkin sér að eiga sinn drjúga hlut. Kemur þetta mjög ljóslega fram í skriflegri greinargerð, sem Roosevelt Banda- ríkjaforseti hefur sent þinginu og rekur það hverja aðstoð Bandaríkin hafa veitt Bretum samkvæmt láns- og leigulögunum. Frá því, er lögin komu til framkvæmda fyrir tveimur mánuðum, hafa verið lagðar fram 138 milljónir sterlingspunda til nýrra skipa handa Bretum og bandamönn- um þeirra. Þá eru Bandaríkjamenn einnig að gera við fjölda skipa fyrir Breta, útbúa þau með byssum og öðrum vígbúnaði. Þá er og í ráði að Bandaríkjamenn æfi 7000 flugmenn fyrir Breta og skaffi þeim flugvélar og annan útbúnað. Flugvélar og önn- ur hergögn eru nú send í stórum stíl yfir hafið og fylgja Bandaríkjaher- skip flutningaskipunum 2000 mílur á haf út. Er því nýlega lýst yfir af f lotamálaráðuney ti Bandaríkjanna, að allur Atlantshafsfloti þeirra sé nú tekinn við slíkri gæzlu og kominn á haf út. Baráttan urn En það er gömul Kyrrahafið. sa"a’ að Bandaríkin hreyfa sig aldrei svo að ráði, að Japan taki ekki líka að kvika. Kyrrahafið er að vísu breitt, en ekki breiðara en svo, að þessir nágrannar vita mæta vel hvorir af öðrum. Undanfarið hafa staðið yfir viðskiptasamningar milli Japana og Hollenzku Austur-Indía og allt geng- ið í þófi. Japan lítur á Hollenzku Austur-lndíur sem sjálfskapað hags- munasvæði sitt og forustulitlar i bili, og má ætla að samningakjörin hafi verið þar eftir. En hvað sem þvi líð- ur, þá fóru samningar með öllu út um þúfur. Fundahöld og stjórnmála- viðræður hafa átt sér stað í Tokio undanfarið og hinar mestu viðsjár verið með mönnum. Niðurstaðan hef- ur orðið sú, að Japan hefur slitið stjómmálasambandi við Hollenzku Austur-Indíur og er ekki annað sýnna en að til ófriðar dragi. Hefur því og löngum verið spáð, að Japan mundi hefja ófrið á Kyrrahafinu, ef Banda- ríkin tækju mjög öfluglega að snúast á sveif með Bretum, en Bandaríkin svara með því að láta láns- og leigu- lögin einnig ná til kínversku stjóm- arinnar, og skoða Japanir það. að sjálfsögðu, sem lítinn vinargreiða við sig. Japanir telja sig standa allmiklu betur að vigi en áður, eftir að þeir gerðu samning við Rússa fyrir nokkrum vikum, og þykir með því tryggt, að Rússar ráðist ekki að baki þeim, ef þeir kynnu að snúa sér að öðrum viðfangsefnum en Kína. Allmikil óvissa ríkir um þessi mál, og fregnir fremur af skornum skammti. En vel má ætla, að ekki liði á löngu áður en til nokkurra nýrra tíðinda dregur í Kyrrahafi. Ilinrásill í Einn merkasti viðburð- Svrland 111 síðustu vikna er sá, r * að kl. 2 aðfaranótt sunndags S. þ. m. fóru brezkar her- sveitir og hersveitir frjálsra Frakka yfir landamæri Sýrlands frá Palést- ínu og Transjordaníu og hófu þar með innrás í þetta land, sem Frakk- land hefur að undanförnu stjórnað í umboði Þjóðabandalagsins. Tíðindi þessi komu mönnum að vísu ekki á óvart, því að þegar í stað, er Bretar höfðu hörfað frá Krít, var tekið að halda því fram í brezka útvarpinu, að Þjóðverjar mundu hafa i hyggju að halda sókninni áfram til Sýrlands og fóru af því miklar sögur, að þeir væru þegar teknir að flytja þangað flugvélar og mannafla. Þá hafði og Bretum gramizt það mjög, að Þjóð- verjar höfðu notað flugvelli í Sýr- landi með vitund og samþykki stjórn- arinnar í Vichy til þess að styðja uppreisn Raschid Alis í Irak. Innrás- arher Breta og bandatnanna þeirra virðist fyrst í stað hafa mætt sára lítilli mótspyrnu og farið greiðlega yfir. Virðast Bretar leggja aðal- áherzluna á að ná tveimur aðalborg- um landsins, hafnarborginni Beyrut og Damaskus. Að því, er frekast verður ráðið af fregnum, hefur hvergi komið til verulegrar mótspyrnu gegn innrásarhernum, nema í nánd við Damaskus, en þar er barizt enn og ekki séð fyrir, hver úrslit verða. Ef treysta má opinberum tilkynningum hafa Frakkar fremur lítið lið í Sýr- landi, 45—60.000 manns, og er ætl- að, að einn þriðji hluti þess sé hvítir menn. Mjög mikla athygli vakti það í sambandi við árásina á Sýrland, að stjórnir Þýzkalands og Italíu lýstu því yfir nálega samtimis, að innrás- Að upphafi Framhald af 1. síðu. verið stungið það svefnþorn, að rétturinn megi sín ekki meira en órétturinn, heilindin meira en óheilindin, sannleikurinn meira en lýgin. Þjóðólfur mun sjálfur vanda allan sinn málflutning, svo sem föng eru framast á. Telur hann sér skylt að hafa í hverju máli það, er sannara reynist og legg- ur þar í metnað sinn, að menn megi með réttu telja hann áreið- anlegt blað. Hann mun temja sér hófsemi og prúðmennsku í rithætti, þó að sakir séu miklar. Hitt mundi aftur flestum sýn- ast, að verði væntanlegir and- stæðingar blaðsins til að brjóta þessi hólmgöngulög, þá væri því fengin vopn í hendur, sem það væri sjálfrátt um”, hversu beitt yrði. Þetta blað byrjar göngu sína í trausti þess, að nægilega stór hópur manna í landinu skilji þörfina fyrir það, svo að útkoma þess sé tryggð í framtíðinni. Vér mælumst eindregið til þess, að allir þeir, sem beðið hafa blaðs sem þessa, veiti því skjóta og drengilega viðtöku. Ef allir vel- vildarmenn þeirrar hugmyndar, sem hér er verið að hrinda í framkvæmd, skipa sér saman til sóknar og varnar, er tryggð framtíð þessa blaðs. in sé mál, er ekki varði nema Breta og Frakka eina. Þjóðverjar og Italir munu ekki hlutast til um viðureign- ina þar eystra. Höfðu menn einmitt búizt við hinu gagnstæða, að Þjóð- verjar mundu skjótlega koma til liðs við Frakka í Sýrlandi, en þó getur það átt sínar eðlilegu orsakir, að Frakkar þurfi ekki að vænta sér liðs af Þjóðverjum í þessum leik. Þrátt fyrir allar þær tilslakanir, sem Vichy- stjórnin hefur orðið að gera fyrir Þjóðverjum, og þrátt fyrir þá beinu og óbeinu þjónustu, sem hún hefur orðið að inna af hendi í þágu Þýzka- lands, má gera ráð fyrir, að Þjóð- verjar hafi jafnan krafizt meirá en þess, er að lokum var samið um. Að minnsta kosti er það kunnugt, að kröfum þeim, sem Þjóðverjar gerðu til franska flotans, var hafnað. Það má því vel vera, að þýzka stjórnin hafi ekkert á móti. því, að láta Frakka kenna vanmáttar sins i þess- ari viðureign í því skyni að auðveld- ara verði að beygja þá til hvers kon- ar samninga siðar. Eins og vonlegt var mæltist inn- rásin illa fyrir meðal stjórnarinnar í Vichy ög áhangenda hennar, og lét hún bera fram mótmæli, þar sem þvi var komið við. Sendiherra Frakka í Washington gekk til dæmis á fund Cordell Hull utanrikismálaráðherra Bandarikjanna og mótmælti innrás- inni og bar það til baka sem stað- lausa stafi, að Þjóðverjar hefðu verið komnir með nokkurn mannafla til Sýrlands. Sendiherranum var mjög kuldalega tekið, og er mælt, að Cordell Hull hafi svarað því, að ekki hefðu Frakkar séð ástæðu til þess að mótmæla eða gripa til vopna gegn Þjóðverjum, er þeir notuðu sýrlenzku flugvellina til aðstoðar við Raschid Ali, ennfremur að telja mætti vafa- samt, að Frakkland hefði nokkurn rétt til þess að gera kröfur til for- ræðis í Sýrlandi, þar sem það væri gengið úr Þjóðabandalaginu, og þjóðabandalagsumboðið til þess að stjórna Sýrlandi raunverulega niður fallið. *. Auglýsið í ÞJÓÐÖLFI.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.