Smirill - 12.11.1931, Qupperneq 4
4
SMIRILL
SMIRILLINN.
Eftir STZagmís ZBj.örnsson.
Smirillinn er farfugl hér á
íslandi. (A Bretlandseyjum er
hann staðfugl og jafnvel að ein-
hverju leyti í Færeyjum). Hann
kemur snemma á vorin hingað
til Suðurlands — venjulega
kringum mánaðamótin mars—
apríl — og er oftast kominn um
alt land skömmu eftir sumar-
mál, ef tíðarfarið er sæmilegt.
Fer hann svo upp úr því að
svipast um eftir jarðnæði handa
sér, ef hann er ungur og hefir
ekki átt bú áður (fálkar eru
oftast 2—3 vetra áður en þeir
fara að verpa). Þeir, sem eldri
eru í hettunni fara að jafnaði
til gömlu varpstöðvanna, þar
sem þeir hafa átt hreiður und-
anfarin ár; þeir dytta að þeim
eftir þörfum á hverju vori og
verpa oftast í sama hreiðrið ár
eftir ár, ef þeir hafa fengið að
vera þar óáreittir. Sama gildir
um fjölmarga aðra íslenska
fugla, að þeir halda löngum
trygð við gömlu hreiðrin sín.
Öllum fuglum virðist vera í
blóðið borin trygð við átthag-
ana; á vorin leita þeir til sömu
stöðva og þeir hafa verið á áð-
ur og fuglar sem verpa í fyrsta
skifti, leitast jafnan við að vera
sem næst þeim slóðum, er þeir
sjálfir eru fæddir og uppaldir á.
Smirillinn verpir hérlendis
aðallega í klettum eða hömrum,
gilja- og gljúfrabörmum o. s.
frv. — sjaldan niðri á jafn-
sléttu — en það gerir hann al-
gengast erlendis. Hreiðrið er
ekki sérlega vandað, en þó ætíð
fóðrað innan með stráum eða
beyi. Yarntimi smirilsins er
vanalega frá síðustu viku í maí
og framundir miðjan júní;
hann verpur 4—5 eggium, er
sýnast að mestu einlit, ryðbrún,
en í raun og veru eru þetta ó-
reglulegir blettir eða dröfnur á
hvitum eða hvít-hleikum
grunni. Eggin eru að eins ]ítið
eitt lengri til annars endans,
svo þau sýnast næstum hnött-
ótt (stærðin 40x31 mm.).
Kvenfuglinn liggur að mestu
einsamall á eggjunum i alt að
3ja vikna tíma (20 daga). Karl-
fuglinn færir „björg í bú“ og
ver hreiðrið fyrir ágangi eftir
því sem hann hefir getu til. Á
hann oft í erjum við sér
slærri fugla um þetta leyti t. d.
krumma, sem oft er áleitinn
við hann, en þó að líkindum
mest af stríðni. Þegar ungarnir
koma úr eggjunum, eru þeir
likastir dálitlum hvítleitum
dúnhnoðrum, eru máttlitlir
fyrstu dagana og hafa fremur
hljótt um sig. En þetta fer af,
því þeim fer all-fljótt fram.
Fárra daga gamlir eru þeir
sígargandi — heimtandi mat —
og þeir eru farnir að kunna að
beita bæði nefi og klóm löngu
áður en þeir geta staðið upp-
réttir i hreiðrinu. Ef þeir verða
hræddir, eða eitthvað óvenju-
legt ber fyrir þá, velta þeir sér
afturábak, með gapandi gin og
kreptar klær, og blása og hvína
af einskærri skapvonsku.
Foreldrarnir mata þá fyrst
framan af með kjöttæjum og
innýflum úr smáfuglum, mús-
um og öðru er þeir hafa dregið
til búsins; smátt og smátt læra
ungarnir að sundra bráðinni
sjálfir; þeir eru hin mestu át-
vögl og þurfa mat oft á dag.
Foreldrarnir eru líka alkunnir
að dugnaði í því að draga til
búsins og eru þeir hinir mestu
vágestir í héraði öllum smá-
fuglum; jafnvel lóur og hrossa-
gaukar verða þeim að bráð, en
aðallega eru það þúfutitlingar,
steindeplar, máríuerlur,, sól-
skrikjur og þessháttar smáfugl-
ar, sem smirillinn lifir á.
Smirilsungarnir eru venju-
lega ekki orðnir fleygir fyrr en
í byrjun ágústmánaðar; þá lær-
ist þeim fljótt að bjarga sér
sjálfir, enda njóta þeir til þess
umsjár og kenslu foreldranna
fyrstu vikurnar. Þegar líður
fram í september sundrast
fjölskyldan og ungarnir fara
sitt í hverja áttina. Eru þeir oft
nærgöngulir við mannabústaði
á haustin, því þeir liafa þá eigi
enn þá lært til hlítar hverjar
hættur bíða þeirra þar. Um
réttir fara þeir að halda suður
á bóginn — af landi hurtu —
og eru oftastnær alfarnir um
veturnætur, en stnndum löngu
fyr, ef snemma haustar. Fara
þeir suður til Mið- og Suður-
Evrópu, alt suður að Miðjarðar-
hafi og Norður-Afríku.
íslenski smirillinn er núorðið
talinn vera dálitið frábrugðinn
frændum hans í nágrannalönd-
unum og hlotið sérstakt nafn:
Falco columbarius subæsalon,