Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 5

Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 5
S M I RI L L o Forstjóri Eimskipafélags Ísíands. Svo virtist í ijili, þá er fyr- verandi framkvæmdastj. Eim- skipafélagsins, hr. Emil Nielsen, lét af störfum, sem vandskipað yrði sæti hans, sá ágætismaður var liann fyrir allra hluta sakir. En giftusamlega hefir til tekist og stjórnin orðið hinheppnasta um mannval í stöðuna, þar sem er liinn nýi framkvæmdastjóri félagsins, lir. Guðmundur Vil- hjálmsson; hefir hann þegar getið sér hins hezta oröstírs vegna liæfileika sinna og dugn- aðar og nýtur trausts og virð- ingar allra þeirra, er hér eiga hlut að máh, stjórnar félagsins, starfsmanna þess og viðskifta- manna. Framkvæmdastjórinn tók við starfi sínu á mjög svo óhag- stæðum timamótum, og örðug er leiðin framundan, þvi meðal annarra erfiðleika munu liin nýju viðskiftahöft koma liart niður á Eimskipafélaginu, og það ekki siður en á öörum at- vinnurekendum þessa lands, — en vonandi ber hr. Guðmundur Villijálmsson gæfu til, þá er stundir fram liða, að sigla félag- inu lieilu í höfn gegnum „brim- ið og boðana“. Hér um ræður þó miklu samheldni þjóðar- innar. Landar góðir! — Snúið ekki hakinu að óskabarni ykkar, Eimskipafélagi Islands, nú á krepputimunum. Þj óðarmetn- aðurinn krefst þess, að þið at- hugið vel og kryfjið til mergjar litlu auglýsinguna, sem þið þrá- sinnis hafið séð i blöðunum sið- astliðið sumar: Alt með íslenzkum skipum! Hr. Guðmundur Vilhjálms- son er Þingeyingur að ætt, í háðar ættir, og varð fertugur 11. júní síðastl. Þegar hann tók við forstöðu Eimskipafé- lagsins í júní 1930, liafði hann verið i þjónustu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga í sam- fleytt 15 ár erlendis, Kaup- mannahöfn, New York og Leith. Skrifstofa Sambandsins í Skotlandi var stofnsett 1920 undir stjórn hans og’ veitti hann henni forstöðu þangað til hann fluttist til Islands. Hann kvæntist 1924, Kristínu Tliors, dóttur Tlior Jensen stórkaup- manns í Reykjavik, og birtist hér mynd af þeim hjónum. Hr. framkvæmdastj. GuSmundur Vilhjálmsson og frú. sirnar. Eftir EINAR HELGASON Haustverkin. Ritstjóri þessa nýja blaðs hefir beðið mig að skrifa nokk- ur orð um rósirnar, átti það sérstaklega að vera leiðbein- ingar um það, hvernig með þær skyldi fara á liaustin. Hér á landi hefir „blóma- drotningin“ verið algengasta stofublómið um langt skeið, að minsta kosti frá þvi á seinm hluta 19. aldar, áður hefir pelargónían ef til vill verið fult eins algeng. Til ræktunar í húsum inni eru valdar kynbættar rósir; kynbæturnar liafa gengið í þá átt að gera þær sem blómstærst- ar og fegurstar og ilmríkastar, en vaxtarþroski og hraustleiki þessara rósa er minni en hinna viltu. Hér á landi hafa nokkurar harðgerðar tegundir af hinum svonefndu viltu rósum verið ræktaðar í görðum við heima- hús og menn eru farnir að færa sig upp á skaftið og reyna með kynbættu rósirnar úti. Það gengur misjafnlega. Suinar- veðráttan er tæpast nógu hag- stæð, jafnvel þar sem bezt læt- ur, auk heldur annarstaðar. En þetta stendur til hóta, þótt geng- ið sé út frá að verðáttan hafi sinn gang svipað og verið hefir, en ræktunin þokast áfram samt vegna æfingar og reynslu. Gömlu harðgerðu garðrósirn- ar spjara sig úti, þótt lítinn við-

x

Smirill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smirill
https://timarit.is/publication/1427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.