Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 6
6
S MIRIL L
búnað fái til að standasl vetur-
inn; samt eru þær þakklátar
fyrir eina væna mykjuskóflu,
sem liver þeirra á að fá að
haustinu, yfir rótina, kring um
runnann, og þakklátsemina
sýna þær næsta sumar með
skrautlegum vexti og ánægju-
legu útliti.
Rynbættu rósirnar eru aftur
á móti viðkvæmar fyrir vetrar-
veðráttunni, greinunum liættir
til að þorna og visna í um-
hleypingum vetrarins, allra
lielzt ef oft skiftist á um frost
og þíðviðri. Snjólag sem fær
að haldast, er ágæt hlífð, en
stöðug snjóalög eru sjaldgæf
um Suðurland og jafnvel hka
í öðrum landshiutum nema á
stöku stöðum.
Sé þessum veikbyggðu, kyn-
bættu rósum ætlað að lifa vet-
urinn úti, þá verður að skýla
þeim á haustin. Vel hefir reynst
að moka mold upp með þeim
og láta þar yfir lag af áburði.
Moldar- og áburðar-lagið ætti
að vera til samans fullt fet á
þvkkt. Langar greinar má
beygja svo að þær þekist.
Annað ráð við rósirnar er að
taka þær upp og grafa í mold,
það er örugg aðferð, en rósirn-
ar komast fyrr í vöxt sumarið
eftir, ef þær fá að vera kyrrar
i garðinum og þaktar eins og
áður er sagt, en með þvi móti
verða vanhöldin meiri heldur
en þegar þær eru teknar upp og
grafnar.
Þá eru stofurósirnar, potta-
rósirnar. Þau munu ekki mörg
heimilin i Reykjavík, sem ekki
liafa rósir i gluggunum, og
þannig er það út um alt land,
einkum i kauptúnunum. Á
haustin er blómgun þeii'ra rósa
lokið og þá tekur vetrargeymsl-
an við. Rósirnar hafa ekki gott
af því að vera inni i stofuliita
i skammdeginu, þær fara þá að
skjóta greinum, löngum og
veikbyggðum. Rósirnar má
geyma i góðum kjallara, frá því
i október og þangað til fram á
líður veturinn. Þessi geymslu-
Framh. á bls. 11.
r
Oscar Levertin: X
Mig hefir dreymt í útlegð óratíð
á ókunnugri sirönd.
Nú vil ég heim. Og stormsins kylja stríð
blæs strax í seglin þönd.
Eg stefni iit um Heraldesar hlið
á höf, sem engir þekkja.
Til eyjar, bak við brim og stormanið
skal berast fram mín snekkja.
1 sólskinsljóma íþaka, eyjan mín
þar úti í sænum slán.
Þar blikar aldinblóma síhvítt lín
og bylgjugnýrinn dvín
í sefinu, eins og höfgi hnigi á söng,
sem harpa af löngun þegi.
Þótt förin verði löng og stormaströng
eg stýri þangað fteyi.
Þar stendur liús úr marmara, mjallarhvítl,
sem mér skal opna hlið,
þar silfuröspin þýtur þungt og blítt
og þaggar alt í frið.
Æ, heimsins vegir, ég hef þreyzt á þeim!
Mér þrárnar kveða í blænum
um íþöku, míns hjarta draumaheim,
þá hvítu eyju í sænum.
Svo tómlátur ég hlusta á heimsins klið,
er heimleiðis mig ber
sem mann, er stæði af hending mér við hlið
og héldi um armlegg mér.
Þér, bræður, enn ég sigli yðar sæ,
en samt við blíðu og hörðu
með dularbrosi hinztu stundar hlæ.
Ég hefi kvatt á jörðu.
Með hverjum degi hljóma, er vekja þrá,
ég heyri færast nær
frá sefsins hörpu, er aftanaldan blá
við eyju mína slær.
I leiðslu fram ég lýt á borð á gnoð.
Þótt land ég ekki sjái,
mér loftsins möndluilmur ber þau boð,
að bráðum höfn ég nái.
Þ A K A.
Nú vil ég bera öll þau kvalakjör,
sem krefur mannlegt stríð,
því eitt ég veit: míns hjarta hrakningsför
mun hafa endi um síð.
Sem reykur hjaðnar gleði og mæða mín,
sem morgunþoka í blænum,
er Iþaka eftir volkið við mér skín,
hin vorhvíta eyja í sænum.
Magnús Ásgeirsson
þýddi.