Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 11
SMIRILL
11
Báskólakennarar okkar og frúr þeirra.
I. Lagadeild.
Prófessor Ólafur Lárusson háskólarektor og frú.
Ólafur prófessor Lárusson, Benediktssonar prests í Selárdal,
er fæddur í Selárdal 25. febr. 1885. Tók stúdentspróf 1905
og embættispróf í lögfræði 1912 með hárri I. einkunn. Stund-
aði málflutningsmannsstörf í Reykjavík. Var fyrst settur pró-
fessor í lögfræði við Háskóla Islands 1915—1917 (meðan Ein-
ar próf. Arnórsson var ráðlierra) og síðan skipaður í það em-
bætti 1919. Kennir réttarsögu og 2. borgararétt.
Ólafur prófessor Lárusson, sem kjörinn er rektor Háskólans
þetta ár, er kvæntur frú Sigríði Magnúsdóttur, Þorsteinsson-
ar, verzlunarmanns á ísafirði. —
Rósirnar. Framh. frá bls. tí.
aðferð er handhæg, en það er
ekki alstaðar kostur á kjallara-
rúmi og þá er ágætt ráð að
grafa þær niður í mold, t. d.
úti í garðinum.
Það má gera hvort sem vill,
grafa rósirnar í pottunum eða
taka þær úr þeim, þær komast
fult svo fljótt í vöxt að vetrin-
um ef þær hafa verið látnar
lialda sér í pottunum. — Rétt
er að stytta langar greinar áður
en rósirnar eru grafnar. Hent-
ugt er að láta þær liggja ská-
halt í moldinni, pottinn svo
djúpt að hann frjósi ekki, en
þótt frost nái greinunum þá
sakar það ekki. Úr þessum
geymslustað eru rósirnar tekn-
ar á útlíðanda vetri, venjulega
í febrúar eða marz.
?
O
Til þess að koma á sem nán-
astri samvinnu milli sin og les-
endanna, hefir „Smirill“ hugs-
að sér að hafa eftirleiðis spurn-
ingadálk i blaðinu. Munum við
reyna að svara fyrirspurnum,
hvers efnis sem cru, og fá þar
til aðstoð hæfra manna og
kvenna.
Sendið okkur því fyrirspurn-
ir yðar, ef þér óskið eftir frek-
ari vitneskju um ýms málefni.
Munum við svo birla bæði fvr-
irspurnir og svör eftir því sem
rúm leyfir.
Afgreiðslan er i Aðalstræti 9,
UPPÍ- .......*...... .......
Spakmæli.
Ef þú vilt hafa hamingjuna inn-
an veggja, þá leitaSu hennar i því
sem þú átt.
Sá, sem dregur att og alla niður
i sorpið stendur sjálfur lágt.
Sá, sem ekki getur stjórnað
sjálfuin sér, hlýtur altaf að verða
annarra þræll.
Þú átt ekki að segja alt sem þú
veizt, en þú átt að vita alt sem þú
segir.
Vertu konungur vilja þíns, e:
þræll samvizku þinnar.
Ríkustu löndin, eru ekki þau
lönd þar sem náttúruskilyrðin eru
bezt, heldur þau, þar sem fólkið er
iðnast og sparsamast.
—o—
Það eru til manneskjur, sem
aldrei gera neitt og aldrei verða
neitt, — þær hafa „frí“ alt lífið.
Þessa auðnuleysingja er allsstað-
ar hægt að finna, jafnt meðal um-
renninganna, sem tötrum klæddir
flakka stað úr stað, og miljónamær-
inganna, sem sér til afþreyingar
hendast veröldina á enda. Þótt lífs-
kjörin séu ólík er munurinn ekki
svo ýkja mikill — eðlið er eins. —
—o—
Ast og kaupsýsla.
Ung, nýgift kona kom einu sinni
í banka og framvísaði tékka.
„Þér verðið fyrst að skrifa á
hann“ sagði gjaldkerinn kurteis-
lega.
„Já, en hann er frá manninum
mínum, sem er utanlands i verzl-
unarerindum; hann sendi mér
tékkann".
„Já, einmitt; nú skulið þér skrifa
nafnið yðar liér aftan á, þá sér
maðurinn yðar að við höfum
borgað upphæðina út“.
Unga frúin laut niður og skrif-
aði, fékk gjaldkeranum tékkann og
roðnaði ofurlitið um leið.
En aftan á tékkann hafði hún
ritað: Þín til dauðans elskandi
Hanna.
Meðal íþróttamanna.
A. Hefurðu heyrt það — Ella
er nýbúin að opinbera núna rétt
einu sinni, —það er víst í 4. eða
5. skiftið.
B. Já, að hugsa sér. Hún fer
að verða hreinasti farandbikar.