Smirill - 12.11.1931, Side 15
SMIRILL
15
S
:;
«
w
:;
Ritstjóri: Guðmunda Nielsen.
Afgreiðslu- og auglýsinga-
stjóri: SigurSur Oddgeirsson.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Aðalstræti 9, uppi.
Opin kl. 10—12 og 1—6.
10. hvern
5: Blaðið kemur lit
n dag eða 3svar á mánuði.
i
X
8 „
Árgangurinn kostar 12 kr.
Mánaðargjald 1 króna.
Eintakið 35 aura í lausasölu.
Allar áskriftir greiðist
fyrirfram.
an. Súpur og sósur, sem bættar eru
með eggjarauðum, mega a 1 d r e i
sjóða eftir að rauðurnar eru látn-
ar í. Ekki er nauðsynlegt að nota
eggjarauður i súpu þessa hversdags-
lega, en betra er það. Með nokkr-
um dropum af gulum eggjalit (fæst
í lyfjabúðum og víðar) má fá falleg-
an, gulan blæ á súpur, sósur og
kökur, — en varast skal að nota
of mikið.
Venjulega eru áætlaðir 214 ltr. af
soði í súpu handa 6 manns, ef ekki
er um þvi meiri matmenn að ræða,
enda mun það oftast nægilegt. Ekki
er venja að bjóða súpur aftur í disk-
ana, sízt í samkvæmum. Nú á tím-
um þætti óhæfa að haga sér eins
og Lúðvík 14. Frakkakonungur
gerði, en hann var matmaður með
afbrigðum og vanur að „slá á sig“
4 fleytifullum súpudiskum í byrjun
hverrar miðdegismáltiðar. Honum
einum hefir sjálfsagt ekki veitt af
2% litrum í hverja máltíð.
Fisksnúðar úr soðnum fiski.
Það var husrmyndin, að nota leif-
arnar af lúðunni í þessa snúða.
Þyki það of dýrt, er hægðarleikur
að sjóða dálítið af ódýrari fiski um
leið og lúðuna, eða á eftir í sama
soðirnp, og geyma til þriðjudags.
Fullur diskut af köldum, soðnum
fiski, er saxaður einu sinni gegnum
saxvél ásamt einum lauk og nokkr
um sneiðum af franskbrauði út-
bleyttu í mjólk. í maukið er hrært
ofurlitlu af bræddu eða linuðu
smjörlíki, 1 eða 2 eggjum og dálitlu
af hveiti, svo deigið verði samfellt.
Það er mótað með skeið í litla snúða,
sem velt er upp úr brauðmylsnu
(ekki eggjum fyrst) og síðan
steiktir.
| FYRIR BÖRNIN |
Kæru ungu vinir! „Sinirill“ Eldspýtnaþraut:
ætlar sér eftirleiðis að flytja
ýmislegt smávegis ykkur til
skemtunar; það verða ýmist
sögur eða æfintýri, smápistlar
sem gott er fyrir ykkur að lesa,
þrautir, gátur o. s. frv.
—o—-
I dag fáið þið eina eld-
spýtnaþraut til þess að spreyta
ykkur á; það ykkar, sem fyrst
kemur á skrifstofu „Smirils“,
Aðalstræti 9, efstu liæð, með
rétta ráðningu á þrautinni, fær
2 krónur i verðlaun.
Takið 10 eldspýtur og' leggið
þær í röð á borðið, þannig:
I I I I I I I I I I
Cr þeim á að mynda 5
krossa, þannig: X; en þegar
spýturnar cru fluttar til, á
ávalt að flytja yfir 2 í einu;
þegar flutt er yfir kross, er
hann talinn 2 spýtur. Til þess
að átta sig vel á hvaða spýtur
maður flytur, er gott að leggja
þær allar á blað og skrifa töl-
urnar 1 til 10 fyrir ofan; þá
sézt alt af úr hvaða sæti liefir
verið flutt og þá er hægara að
skrifa ráðninguna upp. —
Kartöflusalat.
1 eða 2 laukar eru flysjaSir, skorn-
ir í sneiðar og soSnir i svo sem
14 ltr. af vatni, eSa kjötsoði ef til
er. Lögurinn jafnaSur meS 1 teskeiS
af kartöflumjöli og kryddaS meS
vænni smjörflís, sykri, ediki, pipar
og salti. Kaldar, soSnar kartöflur
sneiddar niSur í þunnar sneiSar og
hitaSar gætilega í sósunni.
Kókósúpa.
Efni: 214 ltr. mjólk, 5—6 teskeið-
ar kókó, 50—60 gr. kartöflumjöl,
sykur eftir vild.
Óþarfi er aS hafa tóma nýmjólk.
Þegar mjólkin er orSin snarpheit, er
kókóinu og sykrinum hrært út í og
jafnaS með mjölinu þegar sýður. 5
—6 franskbrauðsneiðar eru skorn-
ar í smáa ferhyrninga, sem hrúnað-
ir eru á pönnu í sykri og smjöri,
látnir kólna og hafðir út í súpuna.
Gullasch.
Efni: 1—114 kg. beinlaust kjöt,
2—3 laukar, 75 gr. smjörlíki, nokkr-
ar matsk. hveiti, salt, pipar, litur,
vatn.
Kjötið skorið í teninga, sem velt
er upp úr hveitinu og brúnað ásand
niðurskornum lauknum í smjörlik-
inu. Valni bætt í svo að eins fljóti
yfir. Saltað, kryddað og litað eftir
vild. Soðið þangaS til kjötiS er
meyrt. Sósuna er hægt að bæta með
tómatmauki, ef vill. Einnig er gott
og drjúgt, að sjóða dálítið af niður-
skornum gulrótum með kjötinu.
Stappaðar kartöflur etnar með; þær
eru lagðar í hring utan með á fat-
inu og kjötiS látið innan i hringinn;
hann má skreyta með súrsuðum
agúrkum, asíum eða pickles. —
Hrísgrjónagrautur úr vatni með
apríkósum.
Efni: 250 gr. hrísgrjón, 125 gr.
þurk. apríkósur, 2 ltr. vatn, salt og
sykur eftir vild.
Þetta er venjulegur vatns-hris-
grjónagrautur, en aprikósur hafðar
í staðinn fyrir rúsínur, og geðjast
flestum, er reynt hafa, mætavel að
þeirri tilbreytingu. Eg hefi komið
mörgum kunningjakonum mínum til
þess að reyna þennan rétt, — og
öllum fallið vel. Apríkósurnar eru
lagðar í bleyti og soðnar með frá
byrjun. íbleytingarvatnið er sjálf-
sagt að nota. Dálítið af sykri þarf
að láta í grautinn, en salta ekki mjög
mikið. Sykur og mjólk út á.
Medisterpylsur
fást oft ágætar i kjötverzlunum hér
í Reykjavík (Matardeild Sláturfé-
lagsins og víðar). Ca 1 kg. er álitið
naígilegt handa 6. Pylsurnar eru
soðnar í vatni í 5—10 mínútur, sið-
an teknar upp úr og brúnaðar á
pönnu í nokkrar mínútur í vænni
smjörflís. Brúnaða smjörið borðað
með, annaðhvort helt yfir pylsurnar
á fatinu eða borið sér í sósuskál.
Frainhald af fylgibréfinu kemur
í næsta blaði.
............Eldabuska.