Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 4

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 4
Stjórnarpistitl Frá því síðasta þing sambandsins var hald- ið í október hefur ýmislegt gerst innan sam- bandsins. Skrifstofan hefur verið flutt frá Hverfisgötu 82 að Laugavegi 89. Um leið og flutt var kom fram hugmynd um að auka skrifstofutímann og janframt að greiða fyrir þá vinnu á einhvern hátt. Það var ákveðið að gjaldkeri sambandsins Eigill Ólafsson tæki að sér þetta starf sem kalla mætti framkvæmda- stjórastarf. Þetta verður nokurskonar reynslu- tími og að honum loknum verður kannað hvort grundvöllur sé fyrir hendi að halda þessu áfram. Með þessu hyggst stjórn sam- bandsins auka þjónustu við félagsmenn, en fyrst í stað verður ekki ákveðinn skrifstofu- tími en símsvari mun gefa upplýsingar. Starf Egils mun einnig verða tengt útgáfu Slökkvi- liðsmannsins að einhverju leiti. Sambands- félagar geta eftir sem áður leitað til stjórnar- manna með mál sín. Skólanefndin sem kosin var á síðasta þingi hefur verið að afla sér upplýsinga um þessi mál og vonast er til að eitthvað liggi fyrir í haust, en þetta mál verð- ur ekki afgreitt í fljótheitum en þó má það ekki dragast á langinn. Stjórn sambandsins vill ítreka það að hún er ávallt tilbúin til að- stoðar þeim félagsmönnum er til hennar leita um félagsmál, öryggismál, störf sín og annað. í vor og í haust áður en þing hefst munu ein- hverjir af stjórnarmönnum fara á þá staði er enn hafa ekki stofnað félag og aðstoða við stofnun þeirra. Eins og sést við lestur þessa blaðs þá hafa ísfirðingar séð um hluta þess bæði hvað varð- ar greinar og auglýsingar, og vonast stjórn sambandsins til þess að aðrir láti ekki sitt eftir liggja þegar leitað verður til þeirra af ritstjórn Slökkviliðsmannsins. Með sambands kveðju. Á.P. ViS framleiðum frábærar eldavarnarhurðir sem smíðaðar eru eftir sænskri fyrirmynd og eru eins vandaðar af efni og tæknilegri gerð og þekking framast leyfir. Eldvarnarhurðimar eru sjálfsagðar fyrir miðstöðvarklefa, skjalaskápa, herbergi sem geymd eru í verðmæti og skjöl, milli ganga í stórhýsum, sjúkrahúsum og samkomuhúsum, þar sem björgun mannslífa getur oltið á slíkri vörn gegn útbreiðsliu elds. Eldvarnarhurðir GLÓFAXA eru viðurkenndar af Brunamálastofnun ríkisins og Slökkviliði Reykjavíkurborgar. Glófaxi hf. Ármúla 24 - Sími 34236 2 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.