Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 5
/973 L.S.S. 1978
Nú þegar L.S.S. verður 5 ára 12. maí, er
sjálfsagt að líta til baka og leiða hugann að
því hvernig L.S.S. varð til og hvernig það
hefur starfað þessi fimm ár. Hér verður að-
eins stiklað á stóru og eflaust gleymist margt.
Snemma árs 1972 fór Guðmundur Haralds-
son þá slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli
ásamt fleirum að huga að stofnun samtaka
slökkviliðsmanna fyrir allt landið, þetta hafði
verið reynt áður en ekki tekist. Þessi hópur
hafði samband við öll þau slökkvilið er til
Voru og greindu frá hugmyndum sínum. Vel
var tekið í þetta mál og skipuð nefnd til að
vinna að málinu áfram. Undir forustu Guð-
mundar H. voru haldnir margir fundir og einn
þeirra alsherjar-fundur með slökkviliðsmönn-
um er staddir voru á námskeið í Reykjavík.
Þar var ákveðið að boða til stofnufundar vor-
ið 1973 í Reykjavík. Eftir mikla vinnu nefnd-
arinnar var boðað til fundar í Reykjavík 12.
maí að hótel Esju. Á þennan fund mættu full-
trúar frá 18 slökkviliðum og voru þar sam-
þykkt drög að lögum fyrir sambandið og jafn-
GuBmundur Haraldsson fyrstx form. L.SS. Tekifi
á framhaXdsstofnþingi 1973.
SLÖKKVIUÐSMAÐURINN
Núverandi
formafiur L.S.S.
Ármann Pétursson.
framt ákveðið að boða til framhaldsstofn-
þings um haustið. Kosin var undirbúnings-
stjórn og var formaður hennar Guðmundur
Haraldsson, verkefni hennar var að kynna
þetta betur þeim slökkviliðum er ekki sendu
fulltrúa og undirbúa haustþingið. Á fram-
haldsstofnþinginu var gengið frá lögum fyrir
sambandið og stefnuskrá þess mörkuð í höf-
uðatriðum. Undirbúningsstjórnin var öll kos-
in sem fyrsta stjórn sambandsins. Hennar
fyrsta mál var að samræma laun slökkviliðs-
manna um land allt og með góðum stuðningi
frEimkvæmdastjóra Sambands íslenskra
sveitafélagar gekk það fljótt fyrir sig, en áð-
ur höfðu þessir menn í mörgum tilfellum ver-
ið ótryggðir og ólaunaðir. Þessi samræming
gekk ekki alveg hljóðalaust fyrir sig og enn
í dag mætir hún mótspyrnu þó veik sé. Með
þessari samræmingu fékkst einnig það að nú
var greitt fyrir skylduæfingar sem eru 20
tímar á ári en þessar æfingar eru venjulega
um helgar og raska á margan hátt frítímum
slökkviliðsmanna, þetta gerði einnig það að
verkum að menn mættu betur á æfingar sem
var til hagsbóta fyrir viðkomandi sveitafélag.
Þessu fylgdi einnig greiðsla fyrir bakvaktir
um helgar að sumri til en þau sveitafélög er
tekið hafa ábyrga afstöðu í eldvarnamálum
hafa óskað eftir því við slökkviliðsmenn að
þeir færu ekki allir burt úr sveitarfélaginu
um helgar. Eins og sjá má hefur hér verið
unnið aðallega að málum slökkviliðsmanna er
ekki hafa þetta starf að aðalatvinnu enda hafa
3