Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Page 12

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Page 12
Egill ölafsson gjaldkeri L.S.S. skýrir reikninga sambandsins. Krafa kjaranefndar um lágmarkstímafjölda slökkviliðsmanna í útköllum og æfingum hljóðar því svona: Slökkviliðsmenn fái minnst 5 klst. borgað- ar fyrir útkall og tímakaup komi eftir 3 klst. þannig að 5 klst. í vinnu geri 7 klst. borgaðar eftir 9. launaflokki slökkviliðsmanna S.R. eða því sem þeir kunna að fá við væntanlega kjarasamninga. Fyrir æfingar og önnur slík störf skal greiða minnst 4 klst. og minnst 20 klst. á ári samkvæmt Brunamálasamþykkt. ítreka skal við bæjar og sveitastjórnir að bæta mönnum hreinsanir og skemmdir á föt- um, svo og týnda muni og skemmda t.d. gler- augu úr, hringi og annað þess háttar. Þessa tillögu felum við stjórn L.S.S. til frekari um- fjöllunar. Höskuldur Einarsson, Reykjavík, Sigurður Magnússon Egilsstöðum, Karl Taylor Keflavíkurflugvelli. Umræður urðu nokkrar um tillöguna og óskaði Kristján Björnsson eftir nánari skýr- ingum í sambandi við laun slökkviliðsstjóra. Ármann Pétursson útskýrði nánar kaup slökkviliðsstjóra. Ármann Pétursson útskýrði enn frekar launamálin, og taldi eðlilegt að kaup slökkviliðsstjóra hækkaði í samræmi við laun slökkviliðsmanna. Kristján Björnsson ítrekaði að L.S.S. tæki upp ákveðna stefnu í launamálum. 10 Tillagan borin undir atkvæði og samb. sam- hljóða. 48. Fundi fram haldið eftir kaffihlé kl. 3.30. Heilbrigðis og öryggisnefnd Sigurður Halldórsson formaður nefndarinn- ar lagði fram 3 tillögur. 1. Fimmta þing L.S.S. haldið í Reykjavík dagana 8. og 9. okt. 1977 fer fram á að B.M.S.R. gefi út reglugerð um hvað sé slökkvilið og lágmarks tækjabúnaður. Að lögum um samræmingu tækjabúnaðar verði betur framfylgt en áður. 2. Fimmta þing L.S.S. haldið í Reykjavík dagana 8. og 9. okt. 1977. Skorar á alla Slökkviliðsstjóra að þeir sjái svo um að góð- ur og hlýr fatnaður sé fyrir hendi fyrir hvern slökkviliðsmann. 3. Tillaga flutt af Jónasi Marteinssyni, Emil Páli Jónssyni og Eirni Bergsteinssyni. Fimmta þing L.S.S. skorar á þá aðila sem ann- ast innkaup fyrir slökkvilið um land allt, að keypt verði aðeins það besta sem völ er á hverju sinni, og jafnframt verði leitað um- sagnar viðkomandi slökkviliðsmannafélags. Jónas Marteinsson útskýrði tillöguna nán- ar, en umræður urðu engar. Tillögurnar voru allar samþ. samhljóða. Stjórnarkjör 49. Kjörnefnd gerði grein fyrir uppástung- um á mönnum í stjórn. Sigurður Magnússon slökkviliösstjóri frá Egils- stööum ávarpar þingfulltrúa, en á þessu þingi geröust þeir aöilar aö L.S.S. SLÖKKVIUÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.