Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 15
Stefna og markmið L.S.S.
L.S.S. er stofnað 12. maí 1973, samkvæmt
lögum sambandsins, þá ber því að standa vörð
um réttindi félagsmanna sinna. Félagar geta
allir orðið sem starfa í slökkviliði eða við eld-
varnareftirlit (brunaverðir, eldvarnareftirlits-
menn og slökkviliðsstjórar). Megin uppistað-
an í L.S.S. eru menn sem koma úr annari
vinnu til að slökkva eld (t.d. húsasmiðir, vél-
stjórar, járnsmiðir, rafvirkjar og fl.), þó eru
rúmlega 200 af um 900 meðlimum sambands-
ins atvinnuslökkviliðsmenn og starfa þeir í
stærri byggðarkjörnum landsins.
Enn sem komið er þá fer L.S.S. ekki með
kjaramál atvinnuslökkviliðsmanna, en fer
með launa- og tryggingarmál annara félags-
manna sinna. Það fer með öryggismál þessara
beggja hópa og er það í dag eitt helsta verk-
efni sambandsins að koma þeim í lag.
L.S.S. stendur fyrir utan heildarsamtök op-
inberra starfsmanna vegna þess að það fer
með launamál lausráðinna slökkviliðsmanna.
Atvinnuslökkviliðsmenn sem eru í L.S.S. eru
sem fyrr segir um 200, þessir menn sjá sér
hag í því að fylgja lausráðnum slökkviliðs-
mönnum í þeim málum er varðar báða hóp-
ana.
Það er framtíðarstefna L.S.S. að fara með
öll málefni þessara beggja hópa og vonandi
er það ekki langt undan. Þá vinnur samband-
ið einnig að samræmingu á launum slökkvi-
liðsstjóra er stjórna liðum lausráðinna slökkvi-
liðsmanna, fyrir tveim árum þá voru sumir
þessara manna ólaunaðir og aðrir fengu að-
eins greiddan símakostnað vegna starfs síns
á vegum sveitarfélagsins. í dag er þetta breytt
og fá þeir nú greitt samkvæmt launatöflu er
L.S.S. sendir út, þarna er um lágmarkslaun
að ræða og fá margir greidd mun hærri laun.
Eldvarnareftirlitsmenn hjá smærri sveitarfé-
lögum eru frekar fáir og stafar það af því að
enn hefur ekki myndast nægur skilningur á
fyrirbyggjandi starfi þeirra.
L.S.S. gefur út tvisvar á ári blað sem er
sent til allra slökkviliðsmanna og er þar ýmis
fróðleikur og fræðsluefni fyrir slökkviliðs-
menn, sex sinnum á ári kemur út fréttabréf
sem er sent út á sama hátt, þá stendur sam-
bandið að útgáfu á bókum um vinnuaðferðir
og fleira á eldstað.
L.S.S. hefur í dag samskipti við slökkviliðs-
mannasamtök víða í heiminum bæði í Evrópu
og U.S.A.
Allt starf fyrir sambandið er unnið án end-
urgjalds og hefur sambandið engan fastan
starfsmann á launum, eins er með þá er starfa
að útgáfu á blaði sambandsins.
L.S.S. heldur árlega þing þar sem saman
eru komnir fulltrúar allra aðildarfélaga sam-
bandsins, samkvæmt lögum L.S.S. skal það
haldið á tímabilinu 15. sept. til 15. okt. Þetta
þing kýs stjórn sambandsins og tekur ákvarð-
anir um helstu málefni næsta starfsárs.
ÚTIHURÐIR
1 ll
R A RF 52
DALSH HAFN> SIMI UNI 9 IRÐI 595
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
13