Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Síða 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Síða 18
Auðvitað er besta aðferðin til að eiga ekki slíkt á hættu, að taka aðeins inn vei þurrt hey, en slíkt er ekki ávallt framkvæmanlegt vegna ótíðar. Þá verður bóndinn að fylgjast vel með hitanum í heyinu og gera viðeigandi ráðstafanir hverju sinni. Sums staðar eru geilar gerðar í heyið til þess að loft geti leikið um það og kælt það, en gott er að hafa það hugfast að betra er að gera engar geilar en fáar og lélegar, því það getur aðeins orðið til að veita súrefni að eldinum, en hefur lítil áhrif til kælingar. Á síðari tímum eftir að véltækni varð al- gengari í sveitum, eru ýmsar aðferðir við- hafðar til að láta hey inn í hlöðu, og víða eru geilar alveg að hverfa úr sögunni. Þar sem súgþurrkun er viðhöfð í hlöðum er hey- inu oftast blásið inn í hlöðuna, og er þá oft illa þurrt, því reiknað er með súgþurrkuninni í hlöðunni, enda er oftast hægt að halda hey- inu köldu með loftblæstri. Víða er súgþurrkun þó ekki, en heyið dreg- ið inn í hlöðuna með vélum, og liggur þá laust og ógeilað. Þar sem þannig er og heyið ekki vel þurrt er oft hætta á sjálfíkviknun, og þarf að fylgjast vel með hitastigi. Við sjálfíkviknun í heyi er oftast lítið annað að gera en rífa heyið úr hlöðunni og slökkva í því með vatni jafnóðum og kemur niður á eldinn. Tilgangslaust er að dæla vatni ofan í hey- ið, því það leitar þar niður sem heyið er laus- ast og minnst mótstaðan gegn rennsli, en brunastaðurinn er oftast þéttastur og vegna þess leitar vatnið ekki þangað. í slíkum heybrunum er oft mjög erfitt að athafna sig vegna reyks og ólofts inni í hlöð- unni, og ef sýnilegt er að vinna við að rífa heyið taki langan tíma getur borgað sig að rjúfa gat á þak hlöðunnar til að loftræsta. Stundum er erfitt að finna eldsvæðið í hey- hlöðu, en þá má oft nota til þess hitamæli. Ef hann er ekki við hendina má stinga járn- stöng niður í heyið, láta hana vera þar í nokkrar mínútur, draga hana út aftur og finna hve mikið hún hefur hitnað. Á meðan stöngin er í heyinu má reyna að leggja lófann afan á efri enda hennar og setja eyrað réd við handarbakið. Þá má stundum heyra snark í eldinum. Yfirborð heysins getur gefið upplýsingar um eldsvæðið því ef það er lægra á einurn stað er ekki ósennilegt að það hafi sigið ofan á eldinn. Venjulegast byrjar bruninn þar sem heyið er þéttast, eða þar sem það hefur komið nið- ur frá blásaranum, og eldsvæðið er oftast fyrir neðan miðju og breiðist upp á við. Þegar líkindi eru til þess að eldsvæði hafi fundist, ætti að hafa eina eða tvær vatns- slöngur tilbúnar með stútum, sem hægt er að loka, á meðan menn rífa upp heyið með göfflum eða öðrum verkfærum. Þegar komið er niður að eldsvæðinu brýst loginn út, og þá koma vatnsslöngurnar í góðar þarfir. Að sjálfsögðu þarf að rífa burtu allt það hey, sem er í námunda við eldinn, og betra er að rífa of mikið en of lítið, enda viðbúið, að heyið, sem eftir verður, hafi misst gildi sitt að mestu. Það er mjög varhugavert að ganga ofan á heyi, sem vitað er að eldur er í, því oft get- ur glóðin leynst undir yfirborðinu og maður- inn fallið ofan í eldsvæðið. Áður en menn fara í hlöðuna er rétt að einn eða tveir menn reyni fyrir sér með járnkörlum eða öðru slíku og hafi bundið um sig band. Þá má leggja stiga ofan á heyið, og maðurinn geng- ið ofan á honum á meðan hann finnur eld- svæðið. Gripahús. Ef eldur er í gripahúsum, þá er það oftast að skepnum hefur verið bjargað út áður en slökkviliðið kemur á staðinn eða það er um seinan. Þó getur eldur breiðst út til fjóss eða hesthúss eftir að slökkviliðið er komið á stað- inn og nauðsynlegt fyrir slökkviliðsmenn að aðstoða við björgun á skepnum. Ef eigandi gripanna er nálægur, eða ein- hver, sem vanur er að umgangast þá, er oftast best að fá hann til að koma skepnunum út, 16 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.