Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Qupperneq 27
Etdur
í bátum og
skipum
Eldar í bátum og skipum geta verið svo
óútreiknanlegir, að varla er hægt að gefa
yfirlit um það í stuttu máli. Skipin eru svo
margvísleg að gerð og stærð, flytja svo mis-
jafnan farm og aðstæður til slökkvistarfa svo
breytilegar að það tekur heila bók að gera
því sæmileg skil sem æskilegt væri að benda
á.
Hér skal þó stiklað á stóru.
Ef skip er í höfn þegar eldur kemur upp
eða kemur brennandi í höfn, þá skal fyrst
hafa tal af yfirmönnum skipsins og fá hjá
þeim al'lar þær upplýsingar sem hægt er um
eldinn.
Fyrsta atriðið er að sjálfsögðu hvar eldur-
mn sé í skipinu, hvernig hægt sé að komast
að honum og hvert eldsneytið sé. Ef menn
eru í hættu vegna eldsins, þarf að sjálfsögðu
að gera allt til að bjarga þeim, en fyrst þarf
að fá vitneskju um ofangreind atriði.
Vistarverur í skipi, geymslur, lestarrúm,
velarrúm o. s. frv. eru með svo margvíslegu
móti, að varla er hægt að búast við því að
slökkviliðsmenn þekki það, — sem þó getur
komið fyrir.
Farmur skips er mismunandi eldfimur og
hættulegur, og nauðsynlegt er að fá um hann
fyllstu upplýsingar til að ákveða hvaða að-
ferðir skuli viðhafa til að slökkva eld í hon-
um og hvað helst beri að varast.
Skipstjóri ber ábyrgð á skipinu og farmi
Þess, bæði gagnvart eigendum og vátryggj-
endum. Hann veit manna best um sérein-
kenni skipsins og þ.ol þess, sömuleiðis hversu
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
dýrmætur farmurinn er og hvaða tegundar.
Ef nauðsynlegt er að dæla miklu vatnsmagni
ofan í skipið verður að hafa samráð um það
við skips'jóra eða fulltrúa hans, því að tak-
mörk eru fyrir því hvað skipið þolir og ekki
sama hvar vatnið er í skipinu, né hvar skip-
ið er statt. Þar þarf að koma til dómgreind
og ábyrgð skipstjórans. Straumar, veður og
nálægð annarra skipa hafa þar einnig sitt að
segja og hversu mikinn og þungan farm skip-
ið er með og margt annað.
Ef skip er í höfn getur einnig þurft að
leita ráða hafnarstjóra um slökkvistarf, ef
eldurinn er mikill, og hætta á að hann breið-
ist út, skipið þurfi að færa vegna þess að það
ristir dýpra við aukið vatnsmagn um borð,
eða ef til greina kemur að sökkva því.
Meðal annars af þessum sökum eru eldar
í skipum ávallt erfiðir og vandslökktir.
Fles.ir skipa- og bátaeldar hafa það sam-
eiginlegt, að þá þarf að sækja ofan frá, sem
auðvitað er miklu verra, því að hiti og reykur
leita upp og því oft mjög erfitt að komast
að eldstæðinu. Þar bætist við að aldrei er
öruggt að fara ofan í brennandi skip án þess
að vera með gott öndunartæki, því að miklar
líkur eru fyrir því, að súrefnisskortur sé
niðri í skipinu, eða skaðlegar lofttegundir.
Ef eldur er í les^arrými þarf strax að fá
upplýsingar um hvaða farmur sé í lestinni.
og hvernig honum sé komið fyrir. Jafnvel
þótt mikill eldur sé í lest og sjálfsagt að
sprauta miklu vatni í lestina getur það gert
illt verra, því að dæmi eru til þess að slíkur
farmur hefur þrútnað svo af vatninu að
hann sprengdi skipið utan af sér og það
sökk.
Þá geta sprengihæf efni verið í lestinni,
gashylki, ýmis kemisk efni eða viðkvæmur
farmur, sem eyðileggst af vatni. Þá þarf
e. t. v. að nota aðrar slökkviaðferðir eins og
t. d. að fylla lestina kolsýru og loka henni
þar til eldurinn hefur kafnað.
Oft er hægt að koma slökkviefni (vatni,
kolsýru) að eldinum með öðru móti en að
sprauta beint á hann, og þar kemur þekking'
25