Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 29

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 29
Starfsm.annafélag slökkviÍLdsnnanna á KeflavíkurvelÍL /0 ára Þann 21. feb. 1968 var starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli stofn- að. I 10 ára sögu félagsins kennir margra grasa og hafa margir góðir menn lagt þar hönd á plóg. Til að gefa dálitla hugmynd um starf- semi félagsins frá upphafi er það að segja að félagið á eigin lífeyrissjóð, hefur eigin sjúkra- tryggingar, á þrjá sumarbústaði við Val- bjarnarvelli í Borgarfirði, fræðslu- og styrkt- arsjóður er starfandi og er tilgangur hans að styrkja slökkviliðsmenn til menntunar. Þá rekur félagið eigin skrifstofu. Starfsmannafélagið tók virkan þátt í stofn- un landssambands slökkviliðsmanna og var Guðmundur Haraldsson fyrsti formaður þess úr röðum félagsmanna þess. Starfsmannafélagið hefur frá upphafi fylgt sér heilshugar bak við L.S.S., með þá trú að leiðarljósi að öllum slökkviliðsmönnum á ís- landi bæri að ganga í heildarsamtök og treysta þannig samtakamátt sinn. Fyrsti formaður S.S.K. var Gunnar Jónsson en með honum voru Guðmundur Haraldsson og Kristján Þórðarsson. 1976 var fjplgað um tvo (2) í stjórn S.S.K. og er núverandi stjórn þannig skipuð: Karl Taylor, form., Þórir Gunnarsson, v.form., Vilhjálmur Arngríms- son, ritari, Jónas Marteinsson, gjaldkeri, Jón Arnason meðstj. Að lckum bestu árnaðaróskir á fimm ára afmæli L.S.S. 12. maí 1978. Björgun verÖmæta og Hlutverk slökkviliðsmanna er aðallega þrennt: a) að bjarga mannslífum og öðrum lifandi verum. b) að slökkva eld. c) að bjarga verðmætum og takmarka skemmdir. Þessi niðurröðun byggist á mikilvægi fram- kvæmdanna, en ekki á því 1 hvaða röð skuli taka þessi verkefni fyrir. Björgun manns- lífa og verðmæta þarf að framkvæmast vegna þess að eldur hefur komið upp, og vel getur átt sér stað að eina leiðin til að bjarga manns- lífum eða verðmætum sé að ráða niðurlögum eldsins fyrst. Það er því oft nauðsynlegt að hefja slökkvistarf áður en —• eða jafnframt — að hafist er handa um björgun mannslífa. Þótt ekki þurfi að bjarga mannslífum, þá hefur slökkvistarf ávallt það takmark og tilgang að bjarga verðmætum og takmarka skemmdir. takmórkun skemmda Þannig fléttast þessi þrjú atriði hvert um annað og aðstæður á hverjum stað ráða þvi hvaða atriði er tekið fyrst til úrlausnar og hvernig. Skemmdir af eldi verða annað hvort bein- ar eða óbeinar. Beinar brunaskemmdir vegna eldsins, en óbeinar skemmdir af hita, reyk, vatni, óhreinindum, frosti, björgunartilraun- um eða öðru slíku. Það vill því miður oft fara svo að óbeinar skemmdir í eldsvoða verða eins miklar eða meiri en beinar skemmdir, sérstaklega ef um tiltölulega lítinn eld er að ræða. Ef eldsvoð- inn er mikill og allt brennur niður, sem brunnið getur þá verða beinar skemmdir í miklum meirihluta. Þess vegna er það að því minni sem eldurinn er í upphafi því meiri möguleikar eru á að forðast óbeinar skemmd- ir og meira lagt upp úr að bjarga verðmæ.- um, sem eru í hættu. G.K. SLÖKKVIUÐSMAÐURINN 27

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.