Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 9
Stjórnarnefnd — svæðisstjórnir — framkvæmdastjórar Um sl. áramót var útrunninn skipunartími fólks í Stjómarnefnd um málefni fatlaðra svo og í öllum svæðisstjómum á landinu. Ráðherra skipaði því í stjórnir þessar til næstu fjögurra ára, en þess ber auðvitað að geta að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um málefni fatlaðra, sem felur í sér verulegar breytingar á skipan þessara mála. Þegar það frumvarp verður lögfest þarf á nýjan leik að skipa í öll þessi störf eða hliðstæður þeirra. Hins vegar þykir rétt að birta hér í Fréttabréfinu nú hverjir eiga þama sæti, hvort sem líftími þeirra verður langur eða skammur. Rétt er að rifja upp hverjir eiga tilnefningar — eða seturétt í stjórnum þessum. í Stjómamefnd um málefni fatlaðra sitja: Formaður tilnefndur af félagsmálaráðherra.hagsmunasamtök fatlaðra tilnefna þrjá, Samband íslenzkra sveitarfélaga einn og menntamála- og heilbrigðisráðuneyti hvort sinn fulltrúa. í svæðistjórnum eiga sæti héraðslæknir og fræðslustjóri, hagsmunasamtök tilnefnaþrjá fulltrúa og sveitarfélögin tvö. Er þá rétt að birta hér nöfn þessa ágæta fólks, en allt er það í stafrófsröð — án embættisheita eða tilnefningaraðila— í það verða menn hreinlega að reyna að ráða. Stjórnarnefnd: Berglind Ásgeirsdóttir, Hafdís Hann- esdóttir, Helgi Seljan, Ingimar Sig- urðsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jón Sævar Alfonsson, Kolbrún Gunnarsdóttir. Svæðisstjórn Reykjavíkur: Áslaug Brynjólfsdóttir, Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Guðrún Zoéga, Hörður Sigþórsson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Sigurrós Sigurjónsdóttir, Skúli Johnsen. Svæðisstjórn Reykjaness: Guðríður Ólafsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Helgi Jónasson, Hrafn Sæmundsson, Kristinn Hilmarsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Sveinn Magnússon. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS Svæðisstjórn Vesturlands: Eyþór Benediktsson, Guðbjartur Hannesson, Halldór Jónsson, Sigríður Pétursdóttir, Snorri Þorsteinsson, Valgerður Björnsdóttir, Þorvarður Magnússon. Svæðisstjórn Vestfjarða: Ágúst Oddsson, Evlalía Sigurgeirs- dóttir, Gísli Hjartarson, Hildigunnur Högnadóttir, Kristinn Jón Jónsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Pétur Bjarnason. Svæðisstjórn Norðurlands vestra: Björn Sigurbjörnsson, Eymundur Þórarinsson, Friðrik J. Friðriksson, Guðmundur Ingi Leifsson, Hilmar Kristjánsson, Kristján ísfeld, Signý Jóhannesdóttir. Svæðisstjórn Norðurlands eystra: Baldur Bragason, Egill Olgeirsson, Guðlaug Björnsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, Jón Aspar, Ólafur H. Oddsson, Trausti Þorsteinsson. Svæðisstjórn Austurlands: Anna María Sveinsdóttir, Ástvaldur Kristófersson, Guðmundur Magnús- son, Kristján Gissurarson, Sigrún Ólafsdóttir, Stefán Þórarinsson, Unnur Jóhannsdóttir. Svæðisstjórn Suðurlands: Guðmundur Hermannsson, ísleifur Halldórsson, Jón Hjartarson, Ólöf Margrét Magnúsdóttir, Pálína Snorra- dóttir, Ragnar R. Magnússon, Sigur- finnur Sigurðsson. r Iframhaldi af þessari upptalningu þykir rétt að minna á um leið hverjir eru framkvæmdastjórar svæðisstjórna og hvar þeir sitja: Reykjavík: Ásta M. Eggertsdóttir, Reykjanes: Þór Þórarinsson, Kópavogi. Vesturland: Magnús Þorgrímsson, Borgarnesi. Vestfirðir: Laufey Jónsdóttir, ísafirði. Norðurland vestra: Sveinn Allan Morthens, Sauðárkróki. Norðurland eystra: Bjarni Kristjánsson, Akureyri. Austurland: Soffía Lárusdóttir, Egilsstöðum. Suðurland: Eggert Jóhannesson, Selfossi. Þá hafa menn það og svo koma nýju lögin til framkvæmda 1. sept. n.k. H.S. Úr bréfi til Fréttabréfsins Ritstjóri fær stundum bréf sem ylja hug og hjarta. Eitt slíkt hlýlegt og gott barst frá Lárusi Þórarinssyni, Hamrahlíð 7 Reykjavík, sem er stjómarmaður í Parkinsonsamtökunum. Hann sendi ritstjóraum leið eftirfarandi ljóðbrotkonu sinnar, Álfheiðar Einarsdóttur, sem verið hefur Parkinsonsjúklingur í yfir 20 ár. Og nú er Álfheiði gefið orðið: Vertu ekki hrædd þó vindurinn blási, napur og grimmur. Vertu ekki hrædd, þó élin séu hvöss og dimm. Um síðir mun vorið sigra þetta allt og um síðir, mun kærleikurinn sigra hatrið og grimmdina í sálum mannanna. Eftirvænting ein hin mesta er að bíða eftir því: Að sólin hækki, syngi fuglar sumarsins sé von á ný. Álfheiði og Lárusi er þakkað um leið og þess skal getið að Lárus vill gefa Fréttabréfinu nafn og kemur nafninu Lífsbjörg á framfæri. Hollt er og til þess að hugsa. H.S.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.