Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 22
Ásta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri:
Upplýsingar eru forsenda bóta
Hlutverk upplýsingadeildar og tengsl við viðskiptavini
Tryggingastofnun ríkisins er
stofnun sem flestir fatlaðir þekkja.
Frá henni koma örorkubæturnar í
h verjum mánuði og til hennar er hægt
að sækja ýmiss konar styrki og lán,
svo eitthvað sé nefnt. En skyldu margir
velta því fyrir sér hvað annað á sér
stað í þessari stofnun?
Tryggingastofnun er ætlað að sjá
um framkvæmd laga um almanna-
tryggingar. Núgildandi lög eru frá
1971 og hefur þeim verið breytt hátt í
70 sinnum. T ryggingastofnun skiptist
í þrjár aðaldeildir: lífeyrisdeild,
sjúkratryggingadeild og slysatrygg-
ingadeild. Undir stofnunina heyra þrír
lífeyrissjóðir, auk atvinnuley sistrygg-
ingasjóðs og ríkisábyrgðar á laun. Alls
eru deildir stofnunarinnar fjórtán
talsins og er ein þeirra félagsmála- og
upplýsingadeild, sem sú sem þetta
ritar veitir forstöðu.
Ekkert kemur sjálfkrafa
Hvers vegna þarf sérstaka upplýs-
ingadeild og hvert er hlutverk hennar?
Þetta er spurning sem ég hef stundum
verið spurð.
Frá Tryggingastofnun kemur
ekkert sjálfkrafa, það þekkja þeir sem
átt hafa samskipti við stofnunina,
a.m.k. ekki úr lífeyristryggingunum.
Það þarf að sækja um al lar bætur og til
þess að vita um hvað maður getur sótt
verður maður að þekkja rétt sinn. Til
þess þurfa upplýsingar að vera að-
gengilegar öllum þeim sem á þurfa að
halda.
Tryggingastofnun hefur gefið út
bæklinga með upplýsingum um helstu
bótaflokka og aðra þætti almanna-
trygginga, sem almenningi eru nauð-
synlegar. í þeim efnum vann Guðrún
Helgadóttirmikiðbrautryðjendastarf,
en hún var fyrsti deildarstjóri félags-
mála- og upplýsingadeildar Trygg-
ingastofnunar. í kjölfar hennar komu
dugmiklar konur sem hafa unnið mikið
upplýsingastarf, oft við erfiðar að-
stæður. Enda skilningur stjórnenda
oft mismikill á mikilvægi réttra upp-
Ásta R. Jóhannesdóttir.
lýsingafyrirviðskiptaviniTrygginga-
stofnunar.
ítarleg kynning krafa í lögunum
Upplýsingadeildinni er ætlað að
sjá um meginþátt kynningarstarfsins,
en í deildinni starfa aðeins 3 starfs-
menn af 170 starfsmönnum Trygg-
ingastofnunar. Undir hana heyrir
útgáfa bæklinga, námskeiðahald,
fræðsla og kynningarátök ýmiss konar
t.d. í kjölfar breytinga.
En upplýsingastarfið á að vera í
höndum starfsmannaallra. í lögunum
er kveðið á um kynningarskyldu
starfsmanna í 55. grein. Þar segir:
Starfsfólk Tryggingastofnunarinnar
og umboðsmenn hennar skulu kynna
sér til hlítar aðstæður bótaþega, og
gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra
samkvæmt almannatryggingalögum,
reglugerðum og starfsreglum stofn-
ana.
Þetta er unnt í smærri bæjarfélög-
um, en í borg eins og Reykjavík þyrfti
fleira starfsfólk að koma til. Þess
vegna er það mikilvægt að þeir sem
telja sig eiga rétt, leiti til stofnunar-
innar eftir upplýsingum.
Sparnaður á ekki að bitna
á upplýsingagjöf
Undanfarið hafa verið gerðar
nokkrar breytingar á almanna-
tryggingunum í kjölfar sparnaðar-
tillagna ríkisstjórnarinnar. Elli- og
örorkulífeyrir er nú tekjutengdur,
ýmsum reglum hefur verið breytt,
eins og t.d. um bifreiðalánin og
greiðslur almennings fyrir heilsu-
gæslu- og læknisþjónustu hafa
hækkað. Þegar breytingar sem þessar
eru gerðar hefur það kynningar-
kostnað í för með sér. Það getur haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar, bæði fyrir